Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
irfálst, óháðdagblað
Útgafandb Dagblaðiö hf.
Framkvœmdasljóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjónsson.
Aðstoðanitstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skríf stofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal.
íþróttlr. HaHur Slmonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson
Handrit: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. v, ^
Blaðamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar HaHdórsson, Atli Stoinarsson, Asgeir Tómassor. Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefónsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hu,0i irlókonardóttir,
Kristjón Mór Unnarsson, Siguröur Svorrisson.
Ljósmyndin BjamleHur Bjamloífsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, SF .urður Þorri Sigurðssor
og Svoinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞorieHsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Hall-
dórsson. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Stðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, euglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðabimi blaðskis er 27022 (10 Hnur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: HUmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Alktiftwwð 4 mánuflj kr. 80,00. V*rfl llwusflkl kr. 6,00.
Þótt margt fari miður í efnahagslífí
okkar, er ástandið engan veginn alvont.
Sumt fer betur hér en annars staðar. Til
dæmis hefur í stórum dráttum verið full
atvinna á íslandi í tvo áratugi vinstri og
hægri stjórna.
Sumpart hefur að vísu dulið atvinnuleysi staðið að
baki fullrar atvinnu. Hinn hefðbundni landbúnaður er
raunar ekki annað en dulið atvinnuleysi. Og sífelld út-
þensla hins opinbera er einnig eins konar dulið at-
vinnuleysi.
Til viðbótar hafa svo nokkur þúsund manns flutzt úr
landi í grænni haga meira kaups og styttri vinnutíma.
Þessi landflótti hefur komið í veg fyrir atvinnuleysi hér
heima fyrir, þótt hann sé að öðru leyti blóðtaka.
Þessir fyrirvarar breyta því ekki, að nokkurn veginn
allir íslendingar hafa vinnu og að lausar stöður eru
margfalt fleiri en hinir fáu atvinnulausu. Og þeir, sem
hafa vinnu, hugsa öðruvísi en hinir, sem enga hafa.
Skólafólk fær á sumrin vinnu við ræktun og fegrun.
Eldri hópar þess fá vinnu í fiski eða hjá verktökum.
Allir venjast því á unga aldri, að atvinna sé eðlilegur og
sjálfsagður þáttur í lífi þeirra.
Eftir nám fá allir fljótlega vinnu, margir meira að
segja við sitt hæfi. Allir verða þátttakendur í þjóðlíf-
inu. Þeir geta stofnað heimili og byggt sjálfir upp
framtíð sína. Þeir geta orðið sinnar gæfu smiðir.
Langvinnt tímabil fullrar atvinnu gerir fólk bjart-
sýnt. Það lítur jákvæðum augum á þjóðfélagið. Það er
reiðubúið til að leggja töluvert að sér til að öðlast þátt í
þeim gæðum, sem nútíminn býður upp á.
Svona gott er ástandið hvergi í nágrannalöndunum.
Þar ríkir ekki bara dulið atvinnuleysi, heldur líka opið.
Þar verða menn að hanga í iðjuleysi á ölkrám eða götu-
hornum og sjá ekki neina von um breytingu.
í Danmörku er hugsunin orðin sú í ýmsum þjóð-
félagshópum, að æskilegt sé að vera á „sósíalnum”, á
atvinnuleysisstyrk. Og Danir hafa meira að segja leyft
okkur að flytja út til þeirra þá, sem svona hugsa.
í Bretlandi eru 12% þjóðarinnar atvinnulaus. í
Liverpool hafa sumar fjölskyldur verið atvinnulausar í
þrjár kynslóðir. Og aðeins helmingur þeirra, sem koma
úr skóla, hefur von um að fá atvinnu.
Svona mikið og langvinnt atvinnuleysi hefur
hörmulegar afleiðingar. Það klýfur þjóðfélagið að
endilöngu. Það býr til stétt öreiga, þiggjenda, utan-
garðsmanna, sem hafa ímugust á þjóðfélaginu og rísa
jafnvel gegn því á götum úti.
Sumir hagfræðingar halda því fram, að atvinnuleysi
sé nauðsynlegt til að hindra þenslu á vinnumarkaðin-
um og halda verðbólgu niðri. Þessi kenning ber vott
um hættulega einsýni, skort á skilningi á mannlegu
eðli.
Þessir hagfræðingar segja líka, að verðbólga þurfi
ekki að stuðla að fullri atvinnu, svo sem dæmin sanni
frá síðustu árum. Það er rétt, að samhengið verkar
bara í aðra áttina, frá fullri atvinnu til verðbólgu, en
ekki til baka.
Þessi fyrirvari breytir ekki því, að full atvinna er
æskileg og blátt áfram nauðsynleg, þótt hún feli í sér
dálítið af duldu atvinnuleysi og þótt hún kosti nokkru
meiri verðbólgu en annars væri.
Stefnt skal að skóla-
skyldu f rá 5 ára aldri
Um nokkuð langt skeið höfum við
íslendingar haft f gildi lög um átta ára
skólaskyldu. í grunnskólalögunum
sem samþykkt voru 1974 er þó skýrt
ákvæði um nfu ára skólaskyldu, þó
með þeirri viðbót að síðasta ár skóla-
skyldunnar komi eigi til framkvæmd-
ar fyrr en sex árum eftir samþykkt
laganna. 1 maf sl. samþykkti Alþingi
enn frestun á framkvæmd þessa
ákvæöis og er það vissulega dáiítið
kynlegt þar sem segja má að
fræðsluskylda niunda skólaársins sé
þegar orðin að veruleiká.
Meginkjarni þessa máls er sá, að
nfunda skólaárið stendur til boöa
öflum börnum á íslandi, sem í þeim
tiltekna aldursflokki eru. Þessu til
viðbótar má bæta því við, að hið
opinbera stendur straum af öllum
kostnaði við rekstur 9. bekkjar og
það fullkomlega til jafns við aðrar
bekkjardeildir.
Ungir skólapiltar á ferð.
DB-mynd.
skylduna þannig að hún færðist inn á
unglingastigið, sem við höfum nefnt
svo. Á þeim árum var mjög algengt
að skólaskylda hæfist ekki fyrr en
um 10 ára aldur. Viða í Afrfku og
Asíu er því þannig háttað í dag þótt
sumsstaðar i þeim heimshlutum sé á-
standið jafnvel verra, þ.e.a.s. engin
skólaskylda.
Söguleg skýring á baráttunni fyrir
lengingu skólaskyldunnar inn á
unglingastigið er fyrst og fremst
tengd þeirri kröfu, sem kom í kjölfar
iðnvæðingar, að allur almenningur
þyrfti meiri almenna menntun en þá
sem nægileg þótti i bændasamfélagi
19. aldar. Flestar þjóðir Evrópu voru
6 ára bekkirnir
ófullnægjandi
Hér á íslandi hefur þróunin f
þessa átt verið mjög þung. I
grunnskólalögunum er að vfsu
ákvæði þar sem sveitarfélögum er
heimilað aö setja á stofn forskóla
fyrir 6 ára böm, eða 5 og 6 ára börn.
Að sjálfsögðu hafa menn gripið
feginshendi við slíku, jafnvel þótt
forddrar þessara bama yrðu sjálfir að
greiða allan efniskostnað, pappfr og
bækur. Þar að auki hafa stjórnvöld
búið þannig um hnútanaaðö áia börn
fá mun minni kennslu en t.d. 7 og 8
ára börn. Þeir tfmar sem 6 ára börn
^ „Hvergi í nokkru landi veraldar er verið
aö deila um iengingu skólaskyldu á þann
hátt sem gerist á Alþingi íslendinga.”
Kerfisvandamál
Umræða um skólaskyldu á íslandi
allt frá því um aldamót er mjög
athyglisverð. Þegar litið er á þessa
umræðu i viðara samhengi fer vart
hjá þvf að menn fái það á
tilfinninguna að Íslendingar séu
manna ólfklegastir til að hafa frum-
kvæði um nokkurn skapaðan hlut,
og allra sfst f skólamálum. Þetta
verður meira áberandi eftir þvf sem á
líður, og einhvernveginn hef ég það á
tilfinningunni að þetta kyrrstöðuá-
stand sé sfður en svo i rénun.
Þvf fer vfðs fjarri, að hér sé ekki
verið að gera ýmsa hluti, tala, skrifa,
reikna út, gera tillögur, tala aftur, og
svo endar það með þvf, þegar best
lætur, að Alþingi samþykkir lög.
Segja má að þetta sé hin jákvæða
hlið málsins. Neikvæða hliðin er
hinsvegar sú, að lög (ekki sfst um
skólamál) eru oft þannig úr garði
gerö, aö þau beinlinis standa í vegi
fyrir því að hægt sé að framkvæma
það sem upphaflega var til ætlast.
Þegar ofan á þetta bætast síðan
reglugerðir, auglýsingar og aðrar
tilskipanir frá stjórnvöldum standa
menn venjulega frammi fyrir kerfis-
vandamáli sem er þess eölis að
áhugasamir og þokkalega heilbrigðir
skólamenn verða að kraftlausum
vofum sem svffa um skólahúsin til
, þess að fylgjast með þvi aö eitthvaö
sé verið að gera. Slíkt er talið mjög
mikilvægt. Hinsvegar skiptir minna
máli hvað verið er að gera.
Alþingismenn
úti að aka
Svo aftur sé vikið að skóla-
skyldunni er athyglisvert að virða
fyrir sér þróunina annars staðar, utan
íslands. Um og eftir heimsstyrjöldina
síðari beindist þessi umræða fyrst og
fremst að því að lengja skóla-
þess vegna komnar með skólaskyldu
til 14, 15 eða 16 ár aldurs fljótlega
eftir strfð.
Síðustu áratugina hafa kröfur um
aukna menntun fyrir almenning fariö
stöðugt vaxandi. Og þótt framhalds-
skólar (menntaskólar og fjölbrauta-
skólar hjá okkur) séu nú starfræktir
sem almenningsskólar i öllum
löndum Evrópu og reyndar f flestum
löndum heims, er hvergi í nokkru
landi veraldar, svo mér sé kunnugt
um, veriö að deila um lengingu skóla-
skyldu á þann hátt sem gerist nú á
Alþingi fslendinga.
Mikilvægt að gefa
gaum að
námshæfileikum
barna á forskólaaldri
Á hinn bóginn hefur vfða farið
fram umræða síðustu áratugina um
aukna skólaskyldu, en þá er fyrst og
fremst um að ræða skólaskyldu niður
f lægri aldursflokkana, þ.e. 6 ára og 5
ára.
Spyrja mætti hvort til væri
einhver söguleg eða önnur skýring á
þessari þróun. Svarið er vissulega
jákvætt. Niðurstöður fjölmargra
fræðimanna á sviði uppeldisvísinda
og sálarfræði gefa óyggjandi til
kynna að námshæfileikar ungra
barna séu síst minni en hjá eldri
börnum. Reyndur fræðimaður og
kennari, David Page, sagði eitt sinn:,
„Af reynslu minni við að kenna
stærðfræði allt frá forskóla til há-
skóla hefur það vakið undrun mfna
hversu lftill munur er á skynsemi
þessara nemenda eftir aldri, nema
ef vera kynni að börnin væru mun
frumlegri, kraftmeiri og sjálf-
kvæmari (þýð. á „more
spontaneous”) en hinir eldri.” (þýð.
BJ., Process of Education, Bruner,
1960).
fá nú í skólum eru það fáir, á degi
hverjum, að mjög orkar tvfmælis,
hvort betur sé af stað farið en heima
setið. Auk þess sem augljóst er, að
börnin hafa takmarkað gagn af þess-
ari aðskotakennslu er einnig víst, að
þetta fyrirkomulag skapar aukin
vandamál bæði fyrir foreldra þessara
barna og kennara.
Þótt heimild sé fyrir starfrækslu
5 ára deilda, eins og áður er vikið að,
er varla hægt að segja að umræða um
það mál sé til nema meðal þeirra
örfáu einstaklinga, sem starfa við
slíka skóla ('hjá Ásu Jónsdóttur, f
íaksskóla og Æfingaskóla KHÍ).
Þótt hugmyndin um skólaskyldu 6
ára barna sé komin stutt er þó enn
lengra f Iand með 5 ára börnin.
Skólaskylda frá
6 ára aldri í
flestum löndum heims
í flestum löndum Evrópu hefur
skólaskylda nú verið færð niður f sex
ára aldur, þannig að skólaskylda
hefst á þvf ári sem þau veröa 6 ára. í
Bretlandi, Luxemburg og ísrael hefst
skólaskylda við 5 ára aldur og í
nokkrum löndum er gert ráð fyrir að
eldri hluti 5 ára barna byrji skóla-
nám.
Ef litið er á skólaskyldu nokkuð
vftt og breitt má taka eftirfarandi
dæmi: (1) 10 ára skólaskylda;
Ástralía (6—16), Kanada (6—16),
Vestur-Þýskaland (6-16), Frakkland
(6—16), Holland (6—16), Spánn (6—
16), Bandarfkin (6—16), Malta (6—
16), Ungverjaland (6—16), írland
(6—16), ísrael (5—15) Luxemburg
(5—15), (2) 11 ára skólaskylda:
Bretland (5—16), (3) 9 ára skóla-
skylda: Austurrlki (6—15),
Tékkóslóvakía (6—15), Austur-
Þýskaland (6—15), Japan (6-15),
Danmörk (7—16), Finnland (7-16),
Noregur (7—16), (4), 8 ára skóla-
skylda: Belgia (6—14), Búlgarfa (6—