Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 8

Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 8
Erlent Erlent Erlent Erlent Nýbirt bréf frá síðustu árum Kavi Barth sýna nýjar hliðar á þessum virtasta guðf ræðingi 20. aldar Páll páfi sjötti. Barth sagði hann vera f „hetjulegri einangrun”. „Misskilningur" páfans Eitt óvenjulegasta bréfið ritaði Barth aðeins sjö vikum áður en hann lézt. Það var til Páls páfa sjötta. Þar er til umræðu umburðarbréf páfa gegn getnaðarvörnum. Barth segist ekki munu ræða um niðurstöðurnar heldur þann misskilning sem komi fram i guðfræði tilskipunar páfa. Barth kveðst ekki geta fallizt á, eins og hann segir Pál páfa hafa gert, að til sé „náttúrulögmál sem nokkurs konar önnur opinberun ” við hlið Biblíunnar. En bréfi sinu iýkur hann þannig: „Þú mátt vera viss um virðingu mina fyrir þvf sem kalla mætti hetjulega einangrun, sem þú, heilagi faðir, ert nú í.” Til Oscars Cullmann, starfsbróður síns i Basel, skrifaði Barth að bezta leiðin til að glfma við andstæðinga i guðfræðilegum efnum væri „fyrir utan nokkur ljósleiftur — að láta þá eigasig”. „Botnlaus della" En í athugasemdum Barths um ýmsa þekkta guðfræðinga leiftrar ljósið oft hjá Barth. Um hinn þekkta guðfræðing honum. Þjóðverja, Rudolf Bultman, sem leitaðist við að hreinsa Bibliuna af öllum goðsagnablæ, sagði Barth að hann væri „afturhvarf til myrkurs 19. aldar”. Teillhard de Chardin, kaþólska guðfræðinginn og vísinda- manninn afgreiddi Barth sem „gnost- iskan villutrúarmann”. Guðfræðingnum Paul Tillich bauð Barth í heimsókn og lagði til að þeir ræddu „erfiðleika mina við að lesa bækur þínar”. Eftir heimsóknina skrifaði hann: „Við skiljum svo vel og hjartanlega hvor annan á mann- legum fleti en við getum ekki annað en verið ósammála og mótmælt hvor öðrum alveg frá grunni. ” Um hið umdeilda rit Johns T. Robinsons, Heiðarlegur gagnvart Guði, var Barth stuttorður: „Botn- laus della”. Hafði áhyggjur af KUng Barth var ekki eins háðskur um vin sinn, rómversk-kaþólska guð- fræðinginn Hans Kung, sem síðar átti eftir að verða svo gagnrýninn á páfadóminn að honum var vikiö frá störfum við kaþólska guðfræðideild í Vestur-Þýzkalandi. Hann lét þó i ljósi miklar áhyggjur sinar yfir síð- ustu bók Ktlngs, Framtið kirkjunnar. „Hin sanna kfrkja er varla nefnd á nafn,” skrifaði Barth, „hvað þá grundvöllur kirkjunnar, Jesús Kristursjálfur.” Barth spáði því að „fyrr eða síðar” myndu kirkjuyfirvöld sjá sig knúin til aðgerða gegn Kúng. Það rættist all- mörgum árum eftir dauða Barths þegar KUng var vikið frá störfum vegna gagnrýni sinnar á páfa. Barth sá brottrekstur Kiings fyrir og sagði Pál páfa VI. vera i „hetjulegri einangrun” Þótt nafnið Karl Barth hljómi ef til mikla trúfræðiritsafn sitt, sem varð vill ekki kunnuglega i eyrum allra íslendinga þá er það engu að síður svo að Svisslendingurinn Karl Barth er sennilega áhrifamesti og virtasti guðfræðingur þessarar aldar og örugglega einn sá afkastamesti. Athyglisverðir þættir úr lífi og hugsun Barths hafa nýlega verið dregnir fram í dagsljósið er út voru gefin á ensku bréf er hann ritaði á síðustu árum ævi sinnar (Letters 1961—68, Eerdsmans). Bréf þessi hafa vakið talsverða athygli og hafa ýmsir þótzt sjá í þeim nýjar hliðar á þessum áhrifamikla guðfræðingi. Barth kenndi við háskólann í Basel í 27 ár. Þar beinlínis dáðu stúdent- arnir þennan vingjarnlega prófessor sem sjaldnast lét pípuna út úr sér. Ný guðfræðistefna varð til Karl Barth vakti fyrst verulega athygli i heimi guðfræðinnar er hann sendi frá sér skýringarrit við bréf Páls postula til safnaðarins i Rómaborg. Þá vakti hann líka athygli svo um munaði og sagt hefur verið að fyrr- nefnt skýringarrit sem kom út við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar hafi orðið upphafið að nýrri guðfræðistefnu. Hinn vingjarnlegi prófessor sem stúdentar mátu svo mikils sýndi enga vægð þegar til umræðu var samband mannsins við Guð. Barth þrumaði að hinn biblíulegi Guð væri „allur ann- ar”, máttugur og leyndardómsfullur. Hlutverk mannsins væri það að laga sig að ráðagerð Guðs en ekki öfugt. Hér varð til guðfræðistefna er kölluð var „ný-orþódox” eða guðfræði orðsins, sem leysti af hólmi „líberal- isma” 19. aldar (frjálsiyndu guð- fræðina), þá guðfræðistefnu sem reynt hafði að „temja” guðdóminn. 9 þús. blaðsíöna rit Á næstu áratugum samdi Barth hið níu þúsund blaðsíður áður en yfir lauk. í þessu riti leitaðist Barth við að gera eðli og starf hins háttupphafna Guðs dálítið aðgengilegra fyrir dauð- lega menn. En Barth var ekki aðeins fremsti guðfræðingur mótmælenda heldur tók hann virkan þátt í amstri dagsins. Árið 1934 samdi hann uppkast að játningu kirkju þeirra þýzkra mót- mælenda er standa vildu gegn nas- ismanum og vildu ekki eiga aðild að leikbrúðukirkju Hitlers. Kirkja Barths var kölluð Játningarkirkjan. Sparkað af nasistum Sama ár var Barth vikið úr prófess- orsembætti því er hann gegndi við háskólann í Bonn vegna þess að hann neitaði að taka þátt í að undirrita hollustueið við Hitler. Frá Bonn hélt Barth til Basel í Sviss þar sem kenn- ingar hans héldu áfram að vekja athygli. í bréfum Barths sem nú hafa komið út á ensku sýnir hann á sér nýjar hliðar. Meðal þess sem hann fjallar þar um eru Mozart, þræla- stríðið í Bandaríkjunum og Banda- ríki samtímans, en þangað kom Barth aðeins einu sinni, þá orðinn 75 ára gamall. Hinn beinskeytti penni guðfræð- ingsins er allur annar þegar almenn- ingur ieitar ráða hjá honum í and- legum efnum heldur en þegar hann á í guðfræðilegum deilum við aðra fræðimenn. Við þýzkan fanga sem íhugar að fremja sjálfsmorð segir Barth í einu bréfanna: „Varðandi Karl Barth. Hann lagöi pipuna ekki oft frá sér. bænir þínar. Hvernig getur þú vitað að þær séu árangurslausar? Guð hefur sinn eigin tíma og hann getur vel vitað hvenær rétti tíminn er til að aflétta hinum tvöfalda skugga sem hvilir nú yfir lifi þinu.” Tvöföld gagnrýni Opinberlega hélt Barth uppi harðri gagnrýni á vesturveldin fyrir kjarn- orkuvígbúnað þeirra og hugarfar kalda stríðsins. En í einkalifi sínu ritaði hann tékkneska guðfræðingn- um og samferðamanni sinum Jósef Hromádka þannig: „Hárin rísa á höfði mér vegna „hugmynda Nikita (Krúsjoff), Maós og jafnvel Fidels um frelsi og frið”.” Á Vesturlöndum þótti ýmsum guð- fræðingum nóg um umburðarlyndi Barths gagnvart kommúnismanum, ekki sfzt hinum þekkta bandarfska guðfræðingi Reinhold Niebuhr. í bréfum Barths til Hromádka sýnir hann á sér nýjar hliðar. Þar segir hann að það samband sem Hromádka geri úr hinu kristna fagn- aðarerindi og hinum pólitísku ástæðum kommúnismans sé spegil- mynd af þeirri synd sem Niebuhr og aðrir „feður á Vesturlöndum” hafi gert sigseka um.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.