Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 28
r _ - * Einn bezti stóðhestur landsins drepinn í girðingu í Skagaf irði: „Þetta er ekki dráp heldur er það morð” —segir Gunnar Bjamason um drápið á Stokkhólma-Rauð, sem skotinn var á færi íhaga „Þetta kalla ég ekki dráp heldur morö,” segir Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur um dular- fullt dráp eins bezta stóðhests landsins i Skagafirði um siöustu helgi. Hesturinn hét Stokkhólma- Rauður, kenndur við bæinn Stokk- hólma í Skagafirði, og hafði ætt- bókarnúmerið 618, því oftast nefndur aðeins Rauður 618. Eigandi hans var Halldór Sigurðsson gull- smiður ( Reykjavík, sem jafnframt er eigandi jarðarinnar Stokkhólma. „Hesturinn hefur verið skotinn i hausinn með kraftmiklum riffli, trú- lega hreindýrabyssu. Skotið fór í gegnum heilann og kom út um háls- inn,” sagði Eysteinn Sigurösson ráðsmaður á Stokkhólma í samtali við fréttamann DB í gær. „Rauður var í girðingu í svonefndum Hring- eyjartóftum, sem er gamalt eyðibýli í eylendinu skammt frá Varmahlið. Það hefur greinilega verið ætlunin að skjóta hestinn, þvi hann var ljón- styggur í haga svo færið hefur verið 100—300 metrar,” sagði Eysteinn. Hann sagði að hesturinn, sem var orðinn um 20 vetra, hefði sést lifandi á milli kl. 18 og 19 fyrra sunnudag. Upp úr hádegi á þriðjudaginn hefði hann ekki sést f girðingunni og siðan fundist dauður í dragi. „Við héldum fyrst að hann hefði orðið bráðkvadd- ur en þegar farið var að skoða hræið nánar á miðvikudaginn kom i ljós hvers kyns var,” sagði Eysteinn. Lögreglan var kölluð til og er nú skotmannsins ákaft leitað. Tveir aðrir stóðhestar i eigu Halldórs gull- smiðs voru með Rauö í girðingunni. Eysteinn sagðist engum getum vilja að því leiða hvað hefði knúið skot- manninn til verknaöarins, haginn væri utan við þjóðbraut og þar yfir- leitt engar mannaferðir. Eins og fyrr segir var Stokkhólma- Rauður einn bezti stóðhestur landsins. Afkvæmi hans eru mörg og undantekningalaust mestu gæðingar, að sögn Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðunautur. Sl. vetur var t.d. selt folald undan Rauð á 50 þúsund nýkrónur. Gunnar var að því spurður hvort fjarri lagi væri að meta Rauð á 100— 120 þúsund krónur. „Það má vafa- laust tífalda þá tölu,” sagði hann, ,,ef maður miðar við gæði afkvæm- anna. Hann var til dæmis faðir Stokkhólma-Blesa, sem var mjög áberandi á Evrópumótinu 1977, sömuleiðis Baldurs í Þýzkalandi og margra fleiri kunnra gæðinga. Fyrir tveimur árum bauð Þjóðverji nokkur 80 gamlar milljónir í Sörla frá Sauðárkróki. Því var hafnað — en Rauður var örugglega í sama gæða- fiokki. — Þetta var því enginn miðl- ungs hestur.” Gunnar Bjarnason sagði að sér væri óskiljanlegt hvað hefði komið yfir drápsmanninn. „Þetta hefur verið eitthvað óskaplegt hatur eða brjálsemi. Ég man ekki eftir hlið- stæðu dæmi nema i Hrafnkelssögu — og það var á þjóðveldisöld.” Dagblaðinu tókst ekki að ná sam- bandi við eiganda hestsins, Halldór Sigurðsson gullsmið. Rannsókn málsins er haldið áfram hjá sýslu- mannsembættinu á Sauðárkróki. -ÓV. KNUT HELMERS VARD NM-MEISTARI í SKÁK —oglslendingar hlutu fjóratitla Knut Helmers fagnar slgri i Norður- landamótinu i gærkvöld. Á mlnni myndinnl eru þaer Sigurlaug Frlðþjófs- dóttir, sem varð efst i kvennaflokkl með 5 1/2 vinning af 6 mögulegum, og Ólöf Þráinsdóttir (til hægri) með fimm vinninga. DB-myndir Bj.Bj. Norðmaðurinn Knut Helmers tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í skák er hann vann Guðmund Sigur- jónsson stórmeistara í 11. og síðustu umferðinni i úrvalsflokknum í gær. Frammistaða íslenzku keppendanna þar olli nokkrum vonbrigðum og varð fljótlega ljóst að þeir myndu ekki blanda sér alvarlega í baráttuna um Norðurlandameistaratitilinn. Helmers hlaut 7,5 vinninga. í 2. sæti varð Svfinn Schiissler með 7 vinninga. Þó frammistaða íslenzku keppend- anna í úrvalsflokknum yrði ekki eins góð og margir höfðu gert sér vonir um þá bættu keppendur í öðrum fiokkum það upp og alls hlaut ísiand fjóra Norðurlandameistaratitla. Mesta athygli vakti frammistaða hins 15 ára gamla Arnórs Björnssonar. Hann sigraði í opna fiokknum með 9 vinn- inga af 9 mögulegum og varð auk þess sveinameistari Norðurlanda. í kvenna- fiokki sigraði Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Jóhannes Gísli Jónsson varð Norðurlandameistari unglinga. -GAJ — sjá fróttir af skákþingi Norðurlanda á bls. 8 og 14. írjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. Dauðaslys við Kögunarhól í morgun Laust fyrir klukkan niu í morgun varð dauðaslys fyrir vestan Kögunar- hól, við vesturendann á Ingólfsfjalli. Lítill fólksbíll sem var á leið til Reykja- víkur og amerfskur bill á leiö austur rákust illilega saman þegar þeir mættust. í litla bilnum var einn maður, sem lézt, en í ameriska bilnum voru hjón með eitt barn og voru þau öll flutt á slysadeild Borgarspitalans. Konan mun hafa fengið að aö fara heim en maðurinn og barnið liggja á gjörgæzlu- deild. -LKM. Hættulegt ævintýri í Akurey A sunnudagskvöldið fékk Slysa- varnafélagið fregnir af mannaferðum í Akurey og fór Gísli Johnsen á staðinn. Þegar þangað var komið hittu slysa- varnamenn 6 fullorðna og 7 börn sem höfðii róið þangað á gömlum ótraust- um slöngubáti. Sagðist fólkið vera i eyjarferð. Eftir að slysavarnamenn höfðu sýnt fólkinu fram á hve hættu- legt þetta ævintýri gæti orðið féllst það á að sigla með Gísla aftur til lands. Mjög erfitt er að róa svona bátum og þar sem vindur stóð af landi var mikil hætta á að bátinn ræki til hafs. Enginn þeirra þrettán sem þarna komu við sögu var með björgunarbelti. -LKM. xr m IZ_ VIN Q Q 5ÍTR IVIKUHVERRI Vinningur vikunnar: Tíu gíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur I þessari viku er 10 gíra Raleigh reiðhjól frú Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 i Reykja- vik. 1 vikunni verður birt á þessum stað i blaðinu spuming tengd smá- auglýsingum Dagblaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður slóan birt daginn eftir I smáauglýsingun- um og gefst honum tœkifteri á að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir ncestu helgi verður einn ykkar glæsilegu reiðhjóli rlkari. c ískalt Sevenup. T>p hressirbetur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.