Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST1981.
sameinast um sr. Ólaf. Ég er sann-
færður um að „plottið” þeirra tekst
ekki og trúi raunar ekki að klerkar
láti hafa sig í þetta.” Aðspurður um
hverjir þessir „þeir” væru, svaraði
viðmælandinn því til að hann ætti
fyrst og fremst við sr. Arngrím, sr.
Heimi og sr. Jónas: „Ég lít svo á að
þessir menn séu ekki fyrst og fremst
að kjósa sér biskup, með því að
styðja sr. Pétur. Heldur eru þeir að
kjósa sér biðstöðu vegna þarnæsta
biskupskjörs og/eða sameinast til að
fella mann (þ.e. Ólaf, athugasemd
DB).”
Stuðningsmaður sr. Arngríms, sem
kýs sr. Pétur 1 síðari umferðinni,
svaraði því til, að með bandalaginu
væru „engar leikreglur brotnar.”
Formlega væru þrír menn í kjöri og
ekkert bannaði mönnum að nýta at-
kvæði sín sem bezt.
„Sr, Arngrímur gerði sér einfald-
lega grein fyrir að hann ætti ekki
möguleika. Með þvi að styðja sr.
Pétur í siðari umferðinni falla at-
kvæðin okkar ekki dauð. Auðvitað
væri eðlilegast að reglum samkvæmt
séu aðeins tveir i kjöri í síðari umferð
enekki þrír.”
Ólafsmenn halda því fram að ein-
hverjir af dyggum stuðningsmönnum
sr. Péturs úr fyrri umferð séu
óánægðir og dáiítið tortryggnir vegna
stuðningsyfirlýsingar sr. Arngrims,
sr. Heimis og sr. Jónasar. Telji
stuðning þeirra við sr. Pétur meira
vegna andstöðu við sr. Ólaf en
trausts á sr. Pétri. Bent var á að löng-
um hafi sr. Ólafur og sr. Arngrímur
átt fátt sameiginlegt í viðhorfum. Sá
fyrrnefndi talinn til frjálslyndari, ver-
aldlegri kirkjunnar manna, sá síðar-
nefndi stundum kenndur við orþódox
(rétttrúnað, hákirkjustefnu).
Dyggir stuðningsmenn Péturs
kváðust ekki kannast við neina „tor-
tryggni eða óánægju” í sínum röðum
vegna „stuðningsins að sunnan”.
Þeir sem DB talaði við sögðust ekki
trúa öðru en stuðningsyfírlýsingin
væri heiðarleg í alla staði. Annarleg
sjónarmið réðu þar ekki ferðum svo
séð yrði.
Hvert liggja leiðir
atkvæðanna?
Búizt er við því að allir þeir sem
kusu sr. Ólaf og sr. Pétur í fyrri um-
ferð geri slfkt hið sama í þeirri síðari.
Stóra spurningin er hins vegar þessi:
hvert fer fylgi sr. Arngríms, sr.
Heimis og sr. Jónasar?
Langflestir telja víst að meirihluti
Arngrímsmanna kjósi nú sr. Pétur.
Talan 15 var stundum nefnd af
Pétursmönnum og átti að tákna
„örugg” atkvæði úr Arngrímshópn-
um. Sumir nefndu hærri tölu, aðrir
lægri. Ólafsmenn telja sig eiga örugg
atkvæði manna sem áður kusu sr.
Arngrím. Enginn treysti sér til að
nefna með vissu nöfn í því sambandi.
Svo er búizt við að hörðustu stuðn-
ingsmenn sr. Arngríms skili auðu eða
kjósi hann, þrátt fyrir að sr. Arn-
grímur hafi gefið yfirlýsingu um að
hann taki ekki þátt í leiknum. Gizkað
er á að sr. Arngrimur geti átt von á aö
fá 1—3 atkvæði, og að auðir seðlar
gætu orðið allt að 8 talsins.
Meirihluti fylgismanna sr. Heimis
og sr. Jónasar styðja nú sr. Pétur.
Um það voru menn úr fylkingum sr.
Ólafs og sr. Péturs I stórum dráttum
þeirra. Hvorug fylkingin treysti sértil
að eigna sér atkvæði eins.
Pétursmenn gerðu sér vonir um að
fá til sín allt fylgi sr. Jónasar Gísla-
sonar úr fyrri umferð. Gera má ráð
fyrir að flestir Jónasarmenn kjósi
Pétur. Vitað er þó um a.m.k. einn
mann sem er talinn hafa kosið sr.
Ólaf í síðari umferðinni.
Hver styður hvern?
Foringjar stuðningsmanna hvors
prestsins um sig halda nákvæmt bók-
hald yfir þá sem taka þátt i biskups-
kjöri. Merkt er við þá sem vitað er
um að hafa greint frá afstöðu sinni,
getið til um afstöðu annarra. Þá
standa eftir „óvissu atkvæðin”, þau
sem líklega ráða úrslitum.
Hér skulu nefnd fáein nöfn stuðn-
ingsmanna, valin af handahófi. Nöfn
sem nefnd voru af viðmælendum
blaðsins til dæmis um stuðningsfólk
víðs vegar um landið.
Af Ólafsmönnum má nefna: sr.
Þóri Stephensen dómkirkjuprest, sr.
Sigurð Hauk Guðjónsson i Lang-
holtsprestakalli, dr. Björn Björnsson
og dr. Þóri Kr. Þórðarson, prófess-
ora i guðfræðideild Háskólans, sr.
Árna Pálsson í Kópavogi, feðgana á
Selfossi: sr. Sigurð Pálsson vigslu-
biskup og sr. Sigurð Sigurðarsön (Af-
staða feðganna kom talsvert á óvart.
Sr. Arngrimur er lærisveinn sr. Sig-
urðar vígslubiskups i litúrgiskum
fræðum (helgisiðum), þvi var búizt
við að þeir feðgar myndu fylgja sr.
Arngrími að málum.), sr. Halldór
Gunnarsson í Holti á Rangárvöllum
(talinn hafa stutt sr. Jónas Gíslason í
fyrri umferð), sr. Gunnar Björnsson
á Bolungarvík, sr. Pálma Matthias-
son á Hvammstanga, sr. Hjálmar
Jónsson á Sauðárkróki, sr. Jón
Einarsson í Saurbæ, sr. Þorleif K.
Kristmundsson á Kolfreyjustað, sr.
Einar Þ. Þorsteinsson á Éiðum. Þá
má nefna Ottó A. Michelsen for-
stjóra. Hann hefur haft sig talsvert í
frammi til stuðnings sr. Ólafi. Ottó er
formaður sóknarnefndar í Bústaða-
sókn, sóknarbarn og samstarfsmaður
sr. Ólafs.
Fjórir af Austur-
landi nefndir til
sögu
Af stuðningsmönnum sr. Péturs
skulu fyrst nefndir þrír prófastar á
á Grenjaðarstað) er dyggur Péturs-
maður af yngri kynslóð prestanna.
Sr. Jakob Hjálmarsson á ísafírði er
stuðningsmaður Péturs. Af Arn-
grímsmönnum sem styðja sr. Pétur
má nefna: sr. Frank M. Halldórsson,
sr. Guðmund Óla Ólason i Skálholti,
sr. Valgeir Ástráðsson í Seljasókn, sr.
Sigurð H. Guðmundsson í Hafnar-
firði og sr. Þorberg Kristjánsson i
Kópavogi.
Fjórir prestar af yngri kynslóðinni,
sem þjóna prestaköllum á af-
mörkuðu svæði Austanlands, komu
stundum við sögu í samtölum DB við
presta. Þeir eru: sr. Davíð Baldurs-
son á Eskifirði, sr. Magnús Björn
Björnsson á Seyðisfirði, sr. Svavar
Stefánsson á Norðfirði og sr. Vigfús
Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum.
Þeir studdu allir sr. Heimi Steinsson [
fyrri umferð og talið er að þeir styðji
sr. Pétur í þeirri síðari.
Stuðningsmenn Ólafs héldu því
sumir hverjir fram að fjórmenning-
arnir væru ákveðið þegar byrjaðir að
vinna að kjöri sr. Heimis i biskups-
embættið — þegar eftirmaður herra
Sigurbjörns lætur af störfum. Það
væri leynt eða ljóst vilji prestanna
ungu á Austurlandi og afstaða þeirra
i biskupskjörinu nú yrði að skoðast i
þessu ljósi.
Einn fjórmenninganna kannaðist
Dr. Sigurður Pálsson vigslubiskup. Af-
staða hans kemur ýmsum á óvænt.
Sr. Arngrimur (til vinstri) dró sig f hlé. Hér ræðir hann við dr. Þóri Kr. Þórðar-
son, einn af stuðningsmönnum sr. Ólafs. Sjálfur hlaut dr. Þórir raunar eitt at-
kvæði f fyrri umferð.
við þennan orðróm þegar DB talaði
við hann. Um leið vísaði hann orð-
rómnum á bug, sem hreinni fjar-
stæðu, og taldi ómaklega að þeim
félögum vegið.
„Við erum gamlir skólabræður og
þekkjumst vel. Þar af leiðandi hitt-
umst við oft og ræðum saman. Við
gerðum ekki neins konar kosninga-
bandalag í fyrri umferðinni, treystum
einfaldlega séra Heimi vel af kynnum
okkar við hann. Enn meiri fásinna er
að gera okkur upp skoðanir um þar-
næsta biskupsefni. Slfkt hefur ekki
komið til tals.
Mér lízt vel á báða þá sem koma til
greina í embættið. Ég ætla eindregið
að taka undir brýningu okkar ágæta
biskups á prestastefnunni um daginn:
„Sameinumst um þann sem kjörinn
verður.”
Biskupsfjöl-
skyldan ræður yfir
5 atkvæðum
Athygli vekur að fjölskylda fráfar-
andi biskups ræður yfír 5 atkvæðum
í biskupskjörinu. Þau atkvæði hljóta
að vega þungt, fari þau öll til sama
frambjóðandans. Auk biskupsins
sjálfs, herra Sigurbjörns Einars-
sonar, taka þrir synir hans þátt í kjör-
Sr. Jónas Gislason dósent: A.m.k. fjögur af sex atkvæöum hans úr fyrri umferó-
inni talin munu ienda hjá sr. Pétri f þeirri sfðari.
sammála.
Margir Pétursmenn töldu sig eiga
vís 7 atkvæði frá Heimismönnum og
sú tala heyrðist líka frá einum Ólafs-
manni. Eftir standa þá þrír Heimis-
menn. Bæði Pétursmenn og Ólafs-
menn töldu sig eiga von í tveimur
Norðurlandi sem eru forystumenn i
stuðningsstarfinu: sr. Sigurður Guð-
mundsson á Grenjaðarstað, sr.
Stefán Snævarr á Dalvík og sr.
Gunnar Gíslason fv. alþingismaður í
Glaumbæ. Sr. Gylfi Jónsson á
Hornafirði (tengdasonur sr. Sigurðar
Sr. Heimir Steinsson á gailharða
stuðningsmenn á Austfjörðum.
inu: sr. Árni Bergur í Ásprestakalli,
sr, Karl í Hallgrímsprestakalli og dr.
Einar, prófessor í guðfræðideild Há-
skólans. Séra Bernharður Guð-
mundsson, blaðafulltrúi þjóð-
kirkjunnar, ræður fimmta atkvæði
fjölskyldunnar. Hann er tengdasonur
biskupshjónanna.
Biskupinn og fjölskylda hans hefur
algjörlega staðið utan við hræringar
og flokkadrætti innan kirkjunnar
vegna biskupskjörsins. Menn álita þó
litinn vafa leika á að sr. Pétur fái flest
ef ekki öll atkvæðin fimm, án þess að
það álit sé rökstutt nema af likum.
Helgarpósturinn birti klausu í slúður-
dálkum sínum fyrir fáeinum vikum
og fullyrti þar að sr. Pétur nyti stuðn-
ings fráfarandi biskups. Þetta vakti
óneitanlega mikla athygli og um leið
dálítinn óróa innan kirkjunnar.
Biskup hafði í framhaldi af þessu
samband við sr. Ólaf Skúlason og
fullvissaði hann um afskiptaleysi sitt
af biskupskjörinu.
Fundahöld og
símhringingar
Stuðningsmenn beggja frambjóð-
enda hafa starfað ötullega og skipu-
lega að kjöri „sins' manns”. Boðað
var til stuðningsmannafunda, sími
notaður óspart og „maður á mann”
aðferðin notuð þar sem því var við
komið. Stuðningsmenn sr. Ólafs hitt-
ust á síðasta stórfundi kosningabar-
áttunnar síðastliðið þriðjudagskvöld.
Á Akureyri hafa helztu stuðnings-
menn sr. Péturs komið saman á
heimili vígslubiskupshjónanna til
skrafs og ráðagerða. Fyrr er getið um
fundi í Reykjavik í upphafi siðari
umferðar.
Einn Pétursmanna sagði í samtali
við DB að á'Norðurlandi hafi enginn
„stórfundur” verið haldinn á borð
við það sem ólafsmenn gerðu i
Reykjavík. „Við notum simann þeim
mun meira,” sagði hann.
Blaðinu er kunnugt um að áhrifa-
menn í þjóðfélaginu, menn sem
standa utan við biskupskjör, hafi
hringt 1 menn og mælt með
ákveðnum mönnum. Þannig hafa
þrír fyrrum ráðherrar hringt talsvert
til stuðnings sr. Ólafi undanfarið:
Eggert G. Þorsteinssön, Gylfi Þ.
Gíslason og Halldór E. Sigurðsson.
Hvers vegna þessi
en ekki hinn?
Hvaðer það sem skiptir kirkjunnar
þjónum i stuðningsmannahópa í
biskupskjörinu? Hvers vegna ákveða
menn til dæmis að veita þessum
manni stuðning fremur en hinum?
Algengt var að viðmælendurnir
byrjuðu að svara spurningunni á
þennan veg:
„Ég gæti hugsað mér hvorn þeirra
sem er 1 biskupsembættið. Þeir eru
báðir góðum kostum búnir til þess.”
Og draga mætti ályktun af því sem
kom fram í mörgum samtölum
þannig: Telja verður að hvorugur sé
sterkur guðfræðingur og hvorugur er
jafngóður prédikari og hr. Sigur-
björn Einarsson. Báðir hljóta að telj-
ast til frjálslyndari arms kirkjunnar.
A guðfræðilegum viðhorfum þeirra
er ekki mikill munur, kannski nánast
enginn.
Sem meðmæli með sr. Ólafi
nefndu menn: hann er veraldlegur
stjórnandi, góður skipuleggjandi,
dugandi og kraftmikill í starfi, ungur
og friskur.
„Kirkjunni veitir ekki af að fá
mann á miðjum starfsaldri í embætt-
ið, Ólafi treysti ég bezt til að gera það
sem gera þarf,” sagði einn prest-
anna.
Það sem menn sáu neikvætt við
kjör sr. Ólafs: Hann á eftir að vera
allt of lengi í embætti, það er betra að
skipta oftar um menn i forystunni.
Ólíklegra er að menn sameinist um
hann eftir kjörið á sama hátt og
myndi gerast með sr. Pétur, Ólafur á
erfitt með að starfa með mönnum
sem eru honum ósammála í veiga-
miklum atriðum.
Sem meðmæli með; sr.Pétri nefndu
menn: Honum gengur vel að starfa
með þeim sem honum er ekki fylli-
lega sammála (vísað til þess að sam-
starf sé gott i Prestafélagi Hólastiftis
sem sr. Pétur veitir formennsku.)
Pétur hefur góða skipulagshæfi-
leika, hann er maður einingar f kirkj-
unni, virtur og vinsæll.
Það sem menn sáu neikvætt við
kjör sr. Péturs: Hann er ekki nógu
ákveðinn, eins og biskup þarf að vera
sem leiðtogi kirkjunnar. Hann er
orðinn of gamall til að flytja með sér
ferska strauma. Einn prestur sagði:
„Pétur var mikill tímamótamaður
innan kirkjunnar. Fyrir 15 árum
hefði ég ekki hikað við að segja:
Pétur er rétt maðurinn. En nú er
hann orðinn of gamall.”
'21
Hvernig skiptist
fylgið eftir lands-
hlutum?
Auðvitað er erfitt að segja ákveðið
til um hvernig fyigisskiptingin er i
einstökum landshlutum. Eftirfarandi
grófar línur má þó draga i samræmi
við upplýsingar manna með ólfk
sjónarmið í biskupskjöri. Furðu oft
bar þeim saman.
Stór-Reykjavikursvæöið: Ólafs-
menn sögðust vera í öruggum meiri-
hluta. Pétursmenn sögðust sumir
telja sig í minnihluta, aðrir álitu fylk-
ingarnar álika að styrkleika.
Vesturland: Ólafsmenn sögðust
vera i góðum meirihluta, sérstaklega
væri Borgarfjörðurinn á þeirra
væng. Pétursmenn voru yfirleitt á
þeirri skoðun að þeir væru undir.
Vestfirðir: Viðmælendur úr báðum
fylkingum töldu Ólafsmenn i miklum
meirihluta.
Norðurland: Pétursmenn sögðust
vera í tvímælalausum meirihluta, sér-
staklega væru leikmenn upp til hópa
á þeirra bandi. Ólafsmenn töldu víst
að þeir væru I minnihluta, sumir að
munurinn væri lítill.
Austfirðir: Viðmælendur úr
báðum fylkingum voru sammála um
að Pétursmenn hafi góðan meiri-
hluta. (Sagt var að Austurland og
Vesturland/Vestfirðir væru „hrein-
ustu” svæðin: Austurland með sr.
Pétri, Vesturland/Vestfirðir með sr.
Ólafi.)
Suðurland: Ólafsmenn töldu sig
óefað í meirihluta. Pétursmenn
sögðust vera í litlum minnihluta, einn
sagðist „hvorki þora að játa eða
neita að Ólafur sé yfir.”
Hvað með fjöl-
miðlaþáttinn?
Þannig má endalaust velta vöngum
yfir biskupskjöri og hræringunni inn-
an kirkjunnar í tengslum við það.
Hvernig sem allt snýst er þó eitt víst:
hin einu og sönnu úrslit birtast ekki
fyrr en að kvöldi 24. ágúst.
Eðlilega þykir mörgum, kirkjunn-
ar mönnum sem öðrum, biskupskjör
taka allt of langan tima. Að það
þurfi að taka 148 manns heilt sumar
að kjósa sér biskup! Einn prestur
sagði fullvíst að á kirkjuþingi 1982
kæmi fram tillaga um breytingar á
lögum sem gilda um biskupskjör og
prestskosningar. í prestskosningum
gildir sú regla að kosið er á sunnudegi
en talning hefst ekki fyrr en að
morgni næsta fimmtudags!
Prestarnir sem talað var við voru
sammála um að hræringarnar vegna
biskupskjörs kæmu ekki til með að
skaða alvarlega framtíðarstarfið inn-
an kirkjunnar. Þeir voru hins vegar
ekki sammála um þátt fjölmiðla, til
dæmis það hvort rétt sé af blöðum að
gera úttekt á borð við þá sem í dag
birtist í Dagblaðinu. Vlsað var til
pistils í Helgarpóstinum, 27. tbl.
1981, um biskupskjör. Tveir viðmæl-
enda töldu hann dæmi um afleitan
samsetning um innri málefni kirkj-
unnar. Þá bar skoðanakönnun Dag-
blaðsins vegna biskupskjörs á góma í
samtölum. Einn prestur sagði DB
hafa sætt gagnrýni innan kirkjunnar
fyrir könnunina. í henni hefði fólk,
sem ekki tekur þátt í biskupskjöri,
verið spurt álits á því hvern það vildi
fá næst í biskupsembættið. Prestur-
inn sagði: „Á sama hátt gæti blaðið
beitt sér fyrir könnun og spurt kjós-
endur á íslandi hvern þeir vildu sem
næsta Bandaríkjaforseta.”
-ARH