Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 18
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
-n
Véðrið
Gert er ráð fyrir mildu og góðu
veðri (dag. Skýjað að mestu um allt
land, smáskúrir á Suöu ■ og Vestur-
landi en þokuloft viö nlorður og
austurströndina I nótt.
Klukkan 6 var austan 2, rigning og
11 stig í Reykjavik, sunnan 2, rlgning
og 11 stig á Gufuskálum, norðan 2,
skýjað og 10 stig á Galtarvita, vest-
norðvestan 2, alskýjað og 10 stig á
Akureyri, austnorðaustan 2, þoka og
7 stig á Raufarhðfn, austan 1, þoka
og 7 stig á Dalatanga, breytileg átt 2,
rigning og 10 stig á Höfn og austan 3,
þoka og 10 stig á Stórfiöfða.
( Þórshöfn var atekýjað og 12 stig,
léttskýjað og 18 stig í Kaupmanna-
höfn, skýjað og 16 stig I Osló. Skýjað
og 15 stig f Stokkhólmi, þoka og
16 stigí London, þokumóða og 16 sti^
I Hamborg, heiðsklrt og 18 stig I
Perte, skúrir og 19 stlg ( Madrid og
skýjað og 23 stig f New York.
Sveinn Jónsson Egilsstöðum sem lézt
26. júlí fædist 8. janúar 1893. For-
eldrar hans voru Jón Bergsson og
Margrét Pétursdóttir. Sveinn stundaði
nám í búnaðarskólanum á Eiðum,
síðar hélt hann til Danmerkur til
frekara náms. Árið 1920 tók hann við
búi á Egilsstöðum þar sem hann bjó
síðan. Árið 1941 —1968 var Sveinn í
stjórn Búnaðarsambands Austurlands,
búnaðarþingsfulltrúi 1931 —1970.
Hann var oddviti í Vallahreppi 1919—
1943 og síðan í Egilsstaðahreppi 1947—
1966 og í sveitarstjórn þess hrepps til
1974. Sveinn var gerður að heiðurs-
borgara Egilsstaðahrepps frá 1976.
Hann var oftar en einu sinni í framboði
til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Sveinn var kvæntur Sigríði Fanneyju
Jónsdóttur og áttu þau 3 börn.
/2 SVÍNAskrokkar I trystjnn
Verð kr.
45,00 pr. kg.
VERZLIO VIÐ FAGMENN
Maria Guðmundsdóttir sem lézt 22. júlí
sl. fæddist 15. sept., 1931 að Núpi.
undir Vestur-Eyjafjöllum. Foreldrar
hennar voru Sigríður Sigurðardótlir og
Guðmundur Árnason. Árið 1950 stofn-
aði María heimili með Jóni Bjarnasyni,
bjuggu þau fyrst á Hvolsvelli,
en árið 1959 hófu þau búskap að
Dufþaksholti þar sem þau bjuggu
siðan. Þau María og Jón áttu 7 börn.
Camilla Björnsdóttir, Ásvallagötu 9,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 5. ágúst kl. 10.30.
Linda Christine Breckman frá Winni-
peg í Kanada, lézt í Reykjavík 22. júlí
sl. Kveðjuathöfn hefur farið fram.
Útför hennar fer fram í Winnipeg.
Ingvar Ernir Pálsson, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
5. ágúst kl. 13.30.
Margrét Runólfsdóttir, Furugrund 26,
Kópavogi, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni, þriðjudaginn 4. ágúst kl. 15.
Álfheiður Sigurðardóttir, Hátúni 23,
sem lézt í Borgarspítalanum 18. júlí sl.
verður jarðsungin í dag 4. ágúst kl.
13.30 frá Dómkirkjunni.
Ingvar Haukur Sigurðsson, Túngötu
37, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju í dag 4. ágúst kl. 13.30.
Friðjón Vigfússon, frá Siglufirði, sem
lézt á Hrafnistu 25. júlí sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag 4.
ágúst kl. 15.00.
Hálfdán Þorstelnsson frá Vattarnesi
Selvogsgötu 8 Hafnarfirði verður
jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni Hafnar-
firði þriðjudaginn 4. ágúst kl. 14.00.
Rakarastofan Klapparstíg
Sími12725
Hárgreiðslustofa Kiapparstíg
Tímapantanir
13010
Guðrún Sveinsdóttir sem lézt 25. júlí sl.
fæddist 30. marz 1922. Foreldrar
hennar voru séra Sveinn ögmundsson
og Helga Sigfúsdóttir. Guðrún var sett
í fóstur til ögmundar Sigurðssonar og
Guöbjargar Kristjánsdóttur eftir að
móðir hennar lézt. Árið 1943 giftist
hún Arnóri Sigurðssyni bjuggu þau
allan sinn búskap að Suðurgötu 20
Sauðárkróki. Þau áttu tvö börn.
Guðrún var jarðsungin frá Sauðár-
krókskirkju sl. laugardag.
Artdlát
VANTA5,C FRAMRUÐU?
Ath. hvort viögetum aðstoðaó.
TOhM ísetningar ú staðnum.
BÍLRÚÐAN
UM
HELGINA
ÚTVARP Á FERD
Það er best að taka það fram strax
að ég var ekki á faraldsfæti þessa
verslunarmannahelgi eins og helftin
af landsmönnum. Því fór ég á mis við
verðlaunin i umferðargetrauninni,
sárabindin, kompásana, slökkvitæk-
in eða hvað það nú annars var sem
fólk fékk fyrir að hafa börnin í aftur-
sætinu (hvar ættu -þau annars að
vera?), spenna á sig beltin og segja til
nafns. Og þar sem ég er fremur lög-
hlýðinn og smeykur við lögregluna,
er ég viss um að ég hefði farið á
taugum, dottiö út úr sætisbeltinu og
sagst heita Skarphéðinn Njálsson ef
lögreglan hefði stöðvað mig til að
verðlauna mig fyrir að vera eins og
sæmilega siðaður maður á þjóðveg-
unum. Eins og mig vantar bráðnauð-
synlega sjúkrakassa og kompás i bíl-
inn.
Einn kunningi minn var hins vegar
áfjáður i að vinna til þessara verð-
launa og setti sig aldrei úr færi að aka
með miklum bravúr og ökuljósum i
hvert sinn sem hann sá lögreglubil í
grenndinni. í Grímsnesinu datt hann
loksins í lukkupottinn því ein svört
María veitti honum eftirför, stöðvaði
hann — og sektaði fyrir of hraðan
akstur.
Annars er ég ekki viss um að út-
varpshlustun min hefði borið mikinn
árangur, þótt ég hefði verið á fleygi-
ferð á undan regninu þessa helgi með
útvarp i bílnum. Ég er nefnilega
frekar á móti bílaútvörpum, tel þau
beinlínis hættuleg í sumum tilfellum.
Útvarpshávaði í bíl deyfir athyglina
og getur oft ýfirgnæft önnur hljóð
sem bílstjóri þarf að heyra, svo sem
sirenuvæl, bilflaut, hikst í vél og
kveinstafi eiginkonunnar. Ég var
alltaf að vona að Óli H. Þórðarson
mundi benda vegfarendum á þennan
möguleika á sinn þægilega hátt í um-
ferðarþáttum sínum um helgina. En
þar með hefði hann verið að biðja
fólk að hlusta ekki á sig, svo maður
skilur umburðarlyndi hans í málinu.
En þessir þættir Óla & Co gerðu
mér kleift að ferðast i huganum, taka
nótis af grýttum vegum fyrir austan,
ryki á þjóðveginum frá Höfn, heilsa
upp á FÍB 5 að Kirkjubæjarklaustri.
Þetta hét einu sinni að „ferðast á
öldum ljósvakans” meðan Gufu-
radíóið var og hét.
En hvað sem það nú var og hét, er
engan veginn hægt að segja að út-
varpið sé ólýðræðisleg stofnun. Sértu
hagyrðingur, smásagnahöfundur,
pólitískur kverúlant, hreinn exi-
bisjónisti og ekki áberandi geðveikur,
þá er þér tekið opnum örmum í
útvarpi og þú færð að flytja þitt efni
einhvers staðar í dagskránni — í
kvöldvöku, í deginum og veginum,
eftir kvöldfréttir eða þá að þú færð
að búa þér til nýjan þátt. Slfkir þættir
tröllriðu dagskránni í fyrravetur og
allir gengu þeir út á „blandað efni”,
þ.e. tónlist og næga brandara.
Nú viðurkenni ég fúslega að ég hef
ekki hlustað á röð þátta sem nefnast
öreigapassían (sunnud.), en af síð-
asta þætti að dæma þá hlýtur maður
að álykta að óvenju mikið umburðar-
lyndi hafi þeir sýnt sem dagskránni
ráða. Efnið var fasisminn, hvorki
meira né minna, og væri út af fyrir
sig guðsþakkarvert ef reynt væri á
lifandi hátt að kanna eðli þess
skrýmslis í útvarpi, ekki aðeins út frá
sögulegu og hagfræðilegu sjónar-
miði, heldur einnig út frá sáiarfræð-
inni: fasismanum í okkur flestum.
Þess í stað var ( öreigapassíunni flutt
frasakennd tónlist eftir austurrískan
músíkhóp og islenskar þýðingar kyrj-
aðar yfir þeim söng. Reynum fyrir
alia muni að búa til svona þætti sjálf í
stað þess að fá boðskapinn lánaðan
frá Austurríki.
En þetta var alls ekki leiðinleg út-
varpshelgi. Um það sá Flosi Ólafsson
á laugardagskvöldið og Óskar Ingi-
marsson í þætti sinum um Harald
Björnsson á sunnudag.
Helga Káradóttir Kapiaskjólsvegi 27
andaðist í Borgarspítalanum föstu-
daginn31. júll.
Guðný Guðmundsdóttir Norðurbrún 1
lézt í Landakotsspítala fimmtudaginn
30. júlí sl.
Sigriður Ketilsdóttir Melabraut 63 Sel-
tjarnarnesi sem lézt á Landspítalanum
hinn 25. júlí sl. verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. ágúst
kl. 15.00.
Ingibjargar Slgriðar Jónasdóttur Njáls-
götu 4 B verður minnst í Dómkirkj-
unni í Reykjavik miðvikudaginn 5.
ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður að Borg
á Mýrum fimmtudaginn 6. ágúst kl.
14.00.
íslandsmótið í
knattspyrnu 1981
Þriðjudagur 4. ágóst
KÓPAVOGSVÖLLUR
ÍK—Leiknir 2. H. C. kl. 20
NORÐFJARÐARVÖLLUR
Þróttur—Grótta 2. fl. C kl. 20
VOPNAFJARÐARVÖLLUR
Einherji—Haukar 2. fl. C kl. 20.
Pundir
AA-samtökin
í dag þriðjudag veröa fundir á vegum AA-samtak-
anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 12010), græna
húsið, kl. 14 og 21; Tjamargata 3 (s. 91-16373),
rauöa húsiö, kl. 12 (samlokudeild) og 21; Neskirkja
kl. 21.
Akureyri, (s. 96-22373) Geislagata 39 kl. 21; ísa-
fjöröur, Gúttó við Sólgötu kl. 20,30, Keflavík (s. 92-
1800), Klapparstig 7 kl. 21, Keflavikurflugvöllur kl.
11,30, Laugarvatn, Barnaskóli kl. 21, ólafsvík,
Safnaöarheimili kl. 21, Siglufjörður, Suöurgata 10
kr. 21, StaðarfeU Dalasýslu(s. 93-4290) kl. 19.
í hádeginu á morgun, miövikudag, verða fundir sem
hérsegir: Tjarnargata 5 (s. 91-12020) kl. 12 og 14
Minningarspiöid
........ •• 'A
Minningarspjöld
Blindrafélagsins
fást á skrifstofu Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.
simi 38180 og hægt cr að fá þau afgreidd mcð simtali
Ennfremureru þau afgreidd i Ingólfsapóteki. Iðunna'
apóteki, Háaleitisapóteki, Vesturbæjarapóteki, Garðs
apóteki, Kópavogsapóteki. Apóteki Hafnarfjarðar.:
Apóteki Keflavikur. Apóteki Akureyrar og hjá Ástu'
Jónsdótturá Húsavik.
Minningarkort Styrktar-
og minningarsjóðs Samtaka
gegn astma og ofnæmi
fásl á eftirlöldum stöóum: Á skrifstofu samtakjnna að
Suöurgötu 10, simi 22153, á skrifstofu SlBS, slmi
22150, hjá Magnúsi, simi 75606, hjá Mariasi, sim
32354, hjá Páli. simi 18537 og i-sölubúðinni á Viíils
stöðum, simi 42800.
Fyrirsjáanleg mikil vöntun á
dagmömmum í Reykjavík
Þar sem nú fer I hönd sá tími sem fólk leitar mjög
eftir dagvistun fyrir börn sín og þegar er að mestu
búið að ráðstafa öllum plássum á dagheimilum og
leikskólum, þykir rétt að vekja athygli á að fyrir-
sjáanleg er mikil vöntun á dagmömmum.
í öllum hverfum borgarinnar eru nú of fáar dag-
mömmur ef aðeins eru undanskilin Fella- og Selja-
hverfi í Breiðholti.
Á biðlista eru verulegur hópur barna auk þess,
sem vitað er að eftirspurnin eykst stórlega i ágúst og
september. Hér er um að ræða börn á ýmsum aldri,
þó fyrst og fremst kornabörn og fram til 3ja ára
aldursins, og svo skólabörn úr yngstu bekkjum
grunnskólans. Er t.d. áberandi hve mikið er spurt
eftir dagvistun fyrir börn, sem sækja munu Mela-
skólann.
Þeim tilmælum er hér með beint til þeirra sem
hefðu hug á að taka börn til dagvistar að hafa sam-
band við umsjónarfóstru með dagvistun barna á
einkaheimilum sem allra fyrst. Þær eru til viðtals I
síma 27277 alla virka daga milli kl. 13 og 14ogisíma
85911 á þriðjudögum — föstudaga kl. 9—10.
Afmælisrit
Lúðvfks Kristjánssonar
Eins og skýrt var frá í vor mun Sögufélag gefa út rit í
tilefni sjötugsafmælis dr. Lúðvíks Kristjánssonar
hinn 2. sept. nk. Frestur til aö láta skrá nafn sitt á
heillaóskalista og verða áskrifandi aö ritinu rennur
út hinn 5. ágúst. Þeir sem vilja heiöra Lúðvik ineð
þessum hætti eru vinsamlega beðnir að tilk., þaö á
afgreiöslu Sögufélags, Garðastræti 13 B, opið virka
daga kl. 14—18, eöa í síma 14620. — Verð ritsins er
kr. 200.
í ritinu verður m.a. eftirfarandi efni: Á sjötusaf-
mæli Lúðvíks Kristjánssonar eftir Einar Laxness,
heillaóskalisti (tabula gratulatoria), átján ritgerðir
eftir Lúðvik Kristjánsson. Auk þess verður ritskrá
Lúðvíks Kristjánssonar.
Útgáfuna annast Einar Laxness og Bergsteinn
Jónsson.
Haf narböðin opnuð aftur
eftir eins árs lokun
Um sl. mánaðamót voru Hafnarböðin Grandagarði
opnuð aftur eftir eins árs lokun. í Hafnarböðunum
eru sturtur og búningsklefar og þar er einnig hægt
að fá rakvélar lánaðar og kostar það 8 kr. Sælgætis-
sala er einnig í Hafnarböðunum og munu ham-
borgarar verða seldir þar á næstunni. Hafnarböðin
eru opin frá kl. 8—22 daglega og hefur aðsókn verið
góð. Þeir sem nota þessa aðstöðu eru mestmegnis
sjómenn og starfsmenn í frystihúsunum á Granda-
garði og voru þeir mjög ánægðir er böðin voru
opnuð aftur eftir lokunina. Á myndinni sjáum viö
þá Þorberg Sveinsson og Ragnar Jónsson, en þeir
reka böðin. Reykjavíkurhöfn á húsið, en þeir félagar
sjá um reksturinn og hafa þeir hugsað sér aö stækka
við sig þegar fram líða stundir.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 142 — 30. JÚLl 1981 gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Raup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 7,500 7J»20 8,272
1 Stariingspund 13,864 13,901 16,291
1 Kanadadollar 6,129 6,146 8,781
1 Dönskkróna 0,9678 0,9704 1,0674
1 Norsk króna U179 1,2212 U433
1 Sænsk króna 1,4306 1,4344 1.5778
1 Hnnsktmark 1,6383 1,6407 1,8048
1 Franskur franki 1,2811 U845 1,4130
1 Belg. franki 0,1858 0,1861 0,2047
1 Svtesn.franki 3,5088 3,5181 3,8699
1 Hollenzk florina 2,7383 2,7436 3,0180
1 V.-þýzktmark 3,0401 3,0482 3,3530
1 ftölsk Ifra 0,00611 0,00613 0,00674
1 Austurr. Sch. 0,4324 0,4338 0,4770
1 Portug. Escudo 0,1145 0,1148 0,1263
1 Spánskur pesetí 0,0758 0,0760 0,0836
1 Japansktyen 0,03131 0,03139 0,03453
1 írsktound 11,089 11,118 12,230
SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,4279 8,4505
Sfcnsvari vegna gengisskráningar 22190.
fl