Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. Stílabókamarkaðurinn kannaður: Ódýrasta stHabókin, sem við fundum 1 Pennanum, var örþunn og kostaði 1,40 kr. og sú dýrasta var á 17,30 kr. Sú var innbundin og með þykkum spjöldum, af þýzkri gerð. Lausblaðamöppur eru vinsælar og þá er gott að hafa skiptiblöð 1 þær eins og þessi sem fást hjá Eymundsson. DB-myndir Bjarnleifur. Ódýrust var örþunn bók á 2 kr. en dýrust ínnbundin bók á 17,30 Stíla- og glósubækur tilheyra skólainnkaupunum. Margir vilja hafa allar stÚabækurnar eins á litinn. Aðrir vilja hafa ákveðinn lit fyrir ákveðið fag. Svo eru enn aðrir sem kjósa heldur að nota lausblaðabækur í stað stílabóka. Það er mjög hentugt fyrir þá sem geta vélritað verkefnin, t.d. stíla og annað. Við litum í kring- um okkur í þessum þremur verzlun- um sem við heimsóttum í skólabóka- leiðangri okkar. Ódýrasta stílabókin sem við fundum í Pennanum kostaði 1,40 kr. en hún var ákaflega þunn. önnur kostaði 3,20 og var hún af sæmilegri þykkt. Gormabækurnar eru alltaf vinsælar, minni gerðin af þeim kostaði 10,50 og stærri gerðin 14,85. Dýrasta stílabókin var þýzk, inn- bundin, mjög fín og „fornem” og kostaði 17,30. Ódýrasta stílabókin í Bókahúsinu kostaði 3,90 og var þó nokkur bók, þó varla nema fyrir litla krakka. Gormabók af A-4 stærð kostaði 14,90 kr. í Bókahúsinu voru einnig til ýmsar fleiri gerðir af stíla- og reiknings- bókum. Mikið úrval hjá Eymundsson „Verðið á stílabókunum í ár er svipað og í fyrra,” sagði Ásta Einars- dóttir hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Ödýrustu bækurnar (þunnar) kostuðu 3,20, og ódýrasta reikningsbókin kostaði 2 kr. Quick gormabækurnar em mjög vinsælar. Úr þeim er hægt að taka blöðin, sem eru götuð, og láta í lausblaðamöpp- ur. Þær kosta 8,50. Dýrasta gorma- bókin kostaði 14,90. Þarna voru einnig mjög skemmtilegar stíla- bækur, með götuðum blöðum, á verðinu frá9,80uppí 11,45. Lausblaðamöppur skoðuðum við hjá Eymundsson. Ódýrastar eru tveggja hringja frá 13,50 og fjögurra hringja kosta 17,10 kr. Múlalundar- möppurnar eru mun dýrari, kosta 25,75, en Barði Guðmundsson aðstoðarverzlunarstjóri, sagðist ein- dregið mæla með þeim. Þær eru mun sterkari en þær erlendu. Hjá Eymundsson sáum við einnig innbundna þýzka stílabók sem kostaði 15,05 kr. Þarna voru einnig til litlar möppur frá 12,30 upp í 24,90. en þær voru nokkuð þykkar. Eitthvað er um að skólanemendur noti lausblaðamöppur i stað stílabók- anna. Þá er hægt að fá svokölluð skiptiblöð í möppurnar sem skipta innihaldinu niður í kafla. Það er greinilega engin ástæða til þess að hafa einhvern rugling á sínum stílabókamálum í dag, svo mikið og gott er úrvalið sem til er af bæði venjulegum stilabókum og lausblaða- möppum. -A.Bj. VtSST Hinir ákærðu í „sölumannamálinu”: Geta átt von á allt að átta ára fangelsi Sölumannamálið svokallaða er eitt af umfangsmeiri fjársvikamálum sem upp hafa komið hérlendis hin siðari ár. Viðskiptin sem kærð hafa verið ná þó ekki nema til hálfs árs tímabils, fráárslokum 1979tilmiðs árs 1980. Eins og skýrt var frá í Dagblaðinu sl. fimmtudag hefur opinber ákæra verið gefin út á hendur þeim Edvard Lövdal og Sigurði Erni Ingólfssyni. Var hún þingfest í sakadómi Reykja- víkur á þriðjudag í síðustu viku. Edvard og Sigurður Örn eru báðir ákærðir fyrir fjársvik og skjalafals. Edvard er auk þess ákærður fyrir skilasvik. Skilasvikaákæran er grundvölluð á því að á árinu 1979 hafi Edvard fengið 11—12 vixla sem voru út- gefnir, samþykktir og ábektir af Steingrími Þórissyni verzlunarmanni i Reykholti. Átti Steingrímur að fá skurðgröfu í stað víxlanna. Ekkert varð úr skurðgröfuviðskiptunum og er Edvard ákærður fyrir að hafa ekki skilað öllum víxlunum aftur til Stein- gríms. 39 víxlar í Reykholti Þetta var aðeins upphafið að við- skiptum Edvards og Sigurðar Arnar við Steingrím. Þann 21. desember 1979 á Edvard að hafa fengið 39 víxla frá Steingrími, samtals að upphæð 18,5 milljónir gamalla króna. Voru víxlarnir útgefnir, ábektir og samþykktir af Steingrími, ýmist á hans eigin nafni eða nafni Söluskálans sem Steingrímur rak í Reykholti. Edvard er í ákæruskjali sagður hafa fengið þessa víxla gegn loforði um endurgjald í vörum og peningum. Þeir Edvard og Sigurður örn eru ákærðir fyrir að hafa síðan notað þessa vbda í viðskiptum og með blekkingum aflað sér með þeim verð- mæta þrátt fyrir að þeim væri báðum ljóst að Edvard hefði engin tök á að efna greiðsluskyldur sinar. Má í því sambandi geta þess að bú Edvards var lýst gjaldþrota í mai 1979 og gert upp. Víxlarnir 39 voru notaðir á marg- víslegan hátt. Edvard er ákærður fyrir að hafa keypt bíl af manni í Þor- lákshöfn og að taka út vörur í leik- fangaverzlun í Reykjavík fyrir 2,5 milljónir gkróna. Sigurður Örn er í ákæru sagður hafa notað hluta af víxlunum 39 til kaupa á fjórum bílum. Jarðbor og „Heild- verzlun Ágústs Salómonssonar" En viðskiptum Edvards og Sigurðar Arnar'við Steingrím Þóris- son var ekki lokið. I ákæru er sagt að Sigurður örn hafi þann 5. febrúar 1980 fengið Steingrím til að láta af hendi 48 víxla sem andvirði „jarð- bors”. Hafi Edvard og Sigurði mátt vera ljóst að borinn væri einskis eða lítils virði. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa notað 34 af þessum víxlum til ýmissa viðskipta, s.s. bílakaupa og til að endurgreiða vörur sem teknar voru til baka úr verzluninni örin á Verðlaus tæki draugaverksmiöjunnar í Djúpuvik á Ströndum koma við sögu „sölumannamálsins”. Akranesi og verzluninni Vík í Ólafs- vík. Þeir Edvard og Sigurður örn eru einnig ákærðir fyrir að hafa þann 10. maí 1980 fengið Ágúst S. Salómons- son, sjómann á ísafirði, með fortölum og blekkingum, m.a. þeim að Edvard kvaðst heita Benedikt Kristjánsson, til að afhenda víxla sem búið var að samþykkja, að fjárhæð 27,5 milljónir gkróna. Áttu þeir víxlar að koma sem endurgreiðsla fyrir leikföng sem talin eru að inn- flutningsverðmæti um 4 milljónir gkróna. Edvard á í þessu sambandi að hafa útbúið stimpil með áletrun- inni „Heildverzlun Ágústs Salómons- sonar” og stimplað með honum á víxlana. Víxlana hafi félagarnir tveir síðan notað til viðskipta ýmiss konar, s.s. kaupa á bílum, einnig pylsuvagni, en flesta þó í skiptum fyrir vixla frá þeim Jóhanni Ósland Jósefssyni og Guðmundi Ársælssyni. Draugaverksmiðja í Djúpuvík fyrir 130 milijónir Djarfasta svikabrallið er þó enn óupptalið. Það snertir draugaverk- smiðju í Dýúpuvík á Ströndum. Þeir Edvard og Sigurður Örn eru ákærðir fyrir að hafa þann 13. júní 1980 fengið með fortölum og blekk- ingum samþykkta víxla frá þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi Ár- sælssyni að upphæð 130 milljónir gkr. í stað víxlanna teldust þeir Jóhann og Guðmundur eigendur nær allra véla í Síldarverksmiðju í Djúpu- vík. Þær vélar eru taldar gjörsamlega verðlausar. í þessu sambandi er rétt að geta þess að í viðtali sem tímaritið Samúel átti við Jóhann Ósland og birtist í febrúar sl. kemur fram að Jóhann hafi sjálfur tekið þátt í svindlbrask- inu. Lýsir hann því yfir að ætlunin hafi verið sú að hann og Guðmundur stingju af til Brasilíu með 50 milljónir gkr. í vasanum en þeir Edvard og Sigurður Örn fengju 130 milljónirnar sem fást áttu út úr þessari svika- myllu. Stungið í steininn En nú var komið að lokum þessa „leiks”. Rannsóknarlögregla ríkisins var komin > málið og nokkrum dögum eflir að Edvard hafði tekið við vbtlunum fyrir Jraugaverksmiðjuna er hann úrskurðaður i gæzluvarð- hald. Nokkrum dögum síðar var Sigurði Erni lika stungið í steininn. Þeir tveir sátu í gæzluvarðahldi um nokkurt skeið meðan rannsóknin var að fara af stað en þegar þeim var sleppt voru þeir úrskurðaðir í far- bann, þ.e.a.s. þeim var óheimilt að fara af landi brott. Edvard Lövdal og Sigurður Örn Ingólfsson hafa aðallega verið ákærðir fyrir brot á 248. grein al- mennra hegningarlaga en fyrir slíkt brot má dæma í allt að 6 ára fangelsi, og fyrir brot á 1. málsgrein 155. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um skjalafals. Refsiákvæði þeirrar greinar hljóða upp á allt að 8 ára fangelsi. - KMU MINIM INGIN UM LANDIÐ % LMU GLIT HÖFÐABAKKA 9 - SÍMI85411

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.