Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 6
6 , — • '7 1 ifinTii III DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. ó| Erlent Erlent Erlent Erlent . ... Sala á lyfjum við hjarta- og æðasjúkdómum hefur stóraukizt. Sennilega er það mikið reykingamönnum að „þakka”. VINDLAR HÆTTU- LEGIR HEILSUNNI Smávindlar, sem hingað til hafa talizt hvað „minnst óhollir” af tóbaks- varningi, eru nú sterklega grunaðir um að eiga snaran þátt í þeim hjarta- sjúkdómum sem stafa af blóðtappa. í enska læknatímaritinu The Lancet skýra fjórir danskir læknar frá rannsókn sem staðið hefur yfir í tólf ár og sýnir hún að vindlareykingamenn eiga alveg jafnt á hættu að fá blóðtappa í hjarta og þeir sem reykja vindlinga. Lyf gegn legbólgum krabbameinsvaldur? — Flagyl veldur krabbameini í dýrum það nýtt að marktæk reynsla fæst ekki fyrr en að mörgum árum liðnum. Flagyl hefur einkum verið notað við meðferð á trichomonasbólgum, sem stafa af vægum kynsjúkdómi sem smitast við samfarir. Smitberarnir, karlmenn, eru jafnframt meðhöndlaðir með lyfi þessu til að koma í veg fyrir á- framhaldandi smitun. Sérfræðingarnir leggja áherzlu á að uppgötvun þeirra þýði ekki að banna eigi notkun á lyfinu, heldur verði að taka þessa áhættu með í reikninginn þegar meðferð er ákveðin. Danskir sérfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu aö lyfið Flagyl, sem mikið hefur verið notað við leg- gangabólgum hjá konum, sé sennilega krabbameinsvaldur. Þeir segja að dýratilraunir hafa sannað lyfið sem krabbameinsvald og því megi einnig gera ráð fyrir að lyfið hafi sömu áhrif á fólk. Hins vegar benda þeir á erfiðleika við að rar.nsaka til fullnustu viðbrögð kvenna við lyfi þessu þar sem ekki er unnt að nota lifandi fólk sem tilraunadýr og lyfið Olíuverðið: Olíuráðherra Saudi Arabíu, Ahmed Zaki Yamani, hefur skýrt frá því að búast megi við lækkun á oliuverði þar sem framleiðslulöndum í OPEC hefur ekki tekizt að koma sér saman um sameiginlegt verð. Þetta kemur þó kaupendum að litlu gagni, nema Bandaríkjamönnum, þar sem alþjóðlegt olíuverð er reiknað I dollurum. Stöðugar hækkanir á dollara munu valda því að olíureikningur evrópskra kaupenda lækkar ekki. Þeir geta þó huggað sig við að verðlækkun OPED-landanna kemur sennilega í veg fyrir jafnörar hækkanir á bensini og áður. Ágreiningurinn um olíuverð innan OPEC-landanna þýðir að Saudi Arabar munu halda áfram að taka 32 dollara á tunnu á meðan flest önnur olíuframleiðslulönd ganga út frá 34 dollurum á tunnu. Yamani telur að þetta ástand muni leiða til verðfalls á oliu. Nægt framboð af olíu er fyrir hendi og því litlar likur á að þau lönd sem dýrast selja verði sér úti um viðskiptavini. Ný tilslökun við Einingu: Þeir fá eigin sjónvarpstíma Fyrsta ráðstefna hreyfingarinnar hefst íGdansk á laugardag fjalla um almenna stefnuskrá Ein- ingar, seinni hlutinn sem fer fram um næstu mánaðamót mun fjalla um kosningar á yfirstjóm lands- hreyfingarinnar. ' Pólska stjórnin hefur boðið Ein- ingu, hinni frjálsu verkalýðshreyf- ingu í Póllandi, sérstakan sjónvarps- tíma vegna fyrstu -' mðstefnu hreyfingarinnar sem hefst í Gdansk nk. laugardag. í staðinn væntir stjómin sér friðar á vinnumarkaðin- um. Talsmaður stjórnarinnar, Jerzy Urban, sagði að þetta væri algjört skilyrði þar sem stjórnin gæti ekki staðið í neinum samningagerðum undir þrýstingi yfirvofandi verkfalla og uppþota. Talsmaður Einingar, Janus Onyszkiewics, sagði að stjórnarnefnd félagsins mundi taka málið til athugunar. Samkvæmt boði þessu verða Ein- ingu veittar 30—35 mínútur af sjón- varpstíma I rás 1 þá þrjá daga sem ráðstefnan stendur yfir en 3 1/2 klukkutími á rás 2. Afskekktari héruð í Póllandi geta þó aðeins náð rás 1. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að stjórnin áskilur sér rétt til að velja sjónvarpsmenn en með samþykki Einingar og segjast tilbúnir til að taka þar með meðlimi Einingar. Talsmaður Einingar segir hreyfing- una ekki tilbúna til að fórna góðum fréttaflutningi fyrir stjórnmálalega eftirgjöf, en nefnd mun fjalla um málið I dag. Fyrri hluti ráðstefnunnar mun Kröfuganga i Varsjá: VII skipta á loforði um frið markaðnum og eigin sjónvarpstima? BENSINHÆKKANIR VART JAFN TÍÐAR Dollarinn er dýn Stúlkan á myndinni sýnir að nú þarf 500 mörk til að kaupa 200 dollara. Lítið vænkast hagurinn: Daufleg efnahagsspá, aukið atvinnuleysi - Evrópulöndin aftarlega á merinni hvað þjóðartekjur snertir Verður okkur viðráðanlegra að fóðra bHkkbeljumar? í nýútkominni skýrslu frá OECD, samtökunum um efnahagslega samvinnu, segir að vestræn iðnaðarríki geti ekki búizt við efnahagslegum breytingum til batnaöar fyrr en á árinu 1982. Ein af orsökunum er sterk staða Bandaríkjadollara gagnvart evrópskum gjaldmiöli. Litill sem enginn hagvöxtur mun hafa 1 för með sér aukið atvinnuleysi innan OECD landanna, þannig að við árslok 1981 má búast við að tala at- vinnulausra sé komin upp i 26,5 milljónir, en það er 2,5 milljóna aukning. Þessi daufi hagvöxtur hindrar einnig baráttuna gegn veröbólgu. 1 skýrslunni segir að brúttótekjur OECD landanna aukist aðeins um rúmlega 1% 1881. Hins vegar mætti búast viö 3% aukningu síöari hluta árins 1982. Skýrslan gengur út frá miklum mismun á efnahagsþróun í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. í stærstu Evrópulöndunum lækka brúttótekjur um 1%. Horfur fara þó banandi á árinu 1982, þannig að þjóðartekjur þessara landa aukist um 1 1/2%, sem er um helmingur væntanlegrar aukningar innan annarra OECD landa. Búizt er við að þá hafi evrópskur gjaldmiðill fallið í hlutfalli við hækkun dollarans og geri það evrópskar útflutningsvörur aftur út- gengilegri. í Japanverðuru.þ.b.3,5% minnkun á hagvexti, en 1982 hefur hann sennilega aftur aukizt um 4%. Sér- fræðinga OECD greinir á um framtíðarhorfur Bandaríkjanna. Ágreiningur þessi stafar af óvissu um áhrif efnahagsstefnu Reaganstjórn- arinnar. Skýrslan spáir að gróði olíufram- leiðslulandanna innan OPEC minnki um tæplega 10 milli áranna 1980 og 1981. Svipaðri þróun má búast við á árinu 1982 og verður ágóði OPEC landanna þá kominn niður í „aöeins” rúmlega400milljarða króna. Bflbeltin hafa bjargað ||U^IFERÐAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.