Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. 10 7 iBIAÐIÐ trjálst, úháð daghlað Útgefandi: Dagblaöið hf. * flhW Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. ^ Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, cJra ji Siy- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Eiin Álbertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HuW ’Hákonardótt.i, Kristjón Mór Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sig,’jrður Þorri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Hall- dórsson. Droifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð ó mónuði kr. 85,00. Verö i lausasölu kr. 6,00. Ný og betrí flugfélite Fargjaldastríð flugfélaga er svo langt gengið, að nú ferðast menn umhverfis hnöttinn, án sérstakra kvaða um fyrir- framgreiðslu, millilendingar, ferðatíma og biðlista, fyrir 385 sterlingspund. Það er sama verð og héðan til London! Hin lágu verð fylgja frjálsri samkeppni, sem’er að leysa af hólmi fargjaldasamsæri Alþjóðasambands flugfélaga. Þessi samkeppni er upprunnin í Banda- ríkjunum, fer nú sigurför um heiminn og nær síðast en ekki sízt til Evrópu. Bandarísk flugfélög hafa alltaf verið betur rekin en evrópsk. Þau ná tvöfalt meiri farþegakílómetrafjölda á hvern starfsmann. Meðan Lufthansa hefur 687 þúsund slíka kílómetra, hefur Pan American 1.506. En hinn tiltölulega góði rekstur hinna gamalgrónu bandarísku flugfélaga dugir þeim ekki lengur, síðan Carter Bandaríkjaforseti kom á samkeppni í innanlandsflugi og Sir Freddie Laker knúði fram sam- keppni í Atlantshafsflugi. Pan American hefur neyðzt til að selja skýjakljúf sinn í New York og hótelhringinn Intercontinental. Braniff og Eastern eru á svipuðu undanhaldi. Sömu sögu er að segja af fleiri gömlum, feitum og ríkum flugfélögum. í staðinn eru þar vestra að rísa upp ung og mögur félög, sem ná enn meiri farþegakílómetrafjölda á hvern starfsmann en bandarísku risarnir. Þessi félög þenjast út og skila hagnaði ár eftir ár, þrátt fyrir lækkuð far- gjöld. Eitt dæmið er Air Florida, þar sem við stjórnvölinn er Timoner, hinn bandaríski Laker. Hann hefur náð venjulegu fargjaldi milli London og Miami niður í 99 dollara, sem er 31 dollara betur en hinn frægi Sir Freddie hefur náð. Eins og Laker notast Timoner við mjög einfalt sölu- og afgreiðslukerfi. Hann veitir og starfsfólki hlutdeild í hagnaði, enda er það velviljað fyrirtækinu og hleypur eftir þörfum í hvers annars störf. Þá notar hann sparneytnustu flugvélar. Air Florida er aðeins níu ára og fór fyrst að vaxa fyrir alvöru árið 1978, þegar Carter kom á sam- keppninni. Það hefur jafnan skilað hagnaði, einnig í fyrra, alveg eins og Laker. Og það mun áfram blómstra á lágu fargjöldunum. Þetta er ekki síðasta skrefið vestanhafs. Risið er fyrirtækið Peoples Express, sem fer nýjar leiðir. Það sérhæfir sig í leiðum, sem öðrum hefur ekki dottið í hug, svona rétt eins og hér væri flogið milli ísafjarðar og Húsavíkur. Peoples Express notar Newark flugvöll, sem er bezti, minnst notaði og nálægasti flugvöllur New York. Það hefur enga söludeild, heldur selur farmiða um borð í flugvélunum, alveg eins og þær væru lang- ferðabílar. Peoples Express hefur ekki heldur neina farangurs- deild. I staðinn eru sæti tekin brott, svo að farþegar geti haft farangurinn við hlið sér. Þeir spara tíma, hindra töskutap og eru ánægðir með fyrirkomulagið. Það eru flugfélög af tagi Air Florida og Peoples Express, sem munu erfa ríki bandarískra flugmála, alveg eins og Sir Freddie Laker er nú að gera evrópska einokunarsinna gráhærða. Þessi félög hafa nefnilega reksturinn í lagi. Af þessu getum við lært, að einokun í áætlunarflugi innanlands og til útlanda er hvorki farþegum né flug- málum til góðs. Með samkeppni koma ný og betri, straumlínulagaðri og sparneytnari flugfélög framtíðar- innar, — lika hér. --- ' "IBI1 " ....... Svíþjóð: LÍFIÐERORÐ■ IÐ SVO HUND- LEIÐINLEGT — Litazt um í landi þar sem tekin er ný lagaákvörðun þrisvar sinnum á sólarhring og gersalan blómstrar v r Þeir sem lita neikvæðum augum á þróunina 1 velferðarríkinu Svíþjóð líkja oft landinu við „amerískt Austur-Þýzkaland”. Straumlínu- lagað, velsmurt en niðurdrepandi leiðinlegt möppudýraþjóðfélag. Nágrannarnir, Danir, eru að mörgu leyti á leið 1 sömu átt og því hefur Extra Bladet sent tvo af blaða- mönnum sínum á stúfana yfir Sundið til að berja ástandið eigin augum og ræða við nokkra innfædda um hið daglega velferðarlíf. Ekki var það þó neinn meðal-Jón sem tekinn var tali, heldur þekkt fólk eins og t.d. Bo Strömstedt, ritstjóri Expressen, rit- höfundurinn Astrid Lindgren og kvikmyndagerðarmaðurinn Jörn Donner. Bo Strömstedt hefur í blaði sínu ráðizt hart gegn „banndillunni” eins og hann kallarþað: — Ég vil nú samt ekki samþykkja að Svíþjóð sé nokkurs konar „amer- iskt Austur-Þýzkaland”, segir hann. — En ég verð því miður að játa að Svíþjóð hefur á síðustu 10 árum þró- azt 1 algjört bannland. Sósíaldemó- kratarnir byrjuðu — ætluðu sér að steypa alla 1 sama mótið með löggjöf — og undir borgaralegri stjórn hafa hjólin aðeins snúizt hraðar 1 sömu átt. Bann-frjálshyggjan situr svo sannarlega 1 hásæti í Svíþjóð nútím- ans. Og þjóðin lætur þetta yfir sig ganga. Ég held að skýringin sé trúar- legs eðlis. Sviar hafa verið aldir upp til að þjást af stöðugu samvizkubiti og enginn getur hugsað sér betri gróðrarstiu fyrir banndilluna en sektarkennd. Ekkert til að berjast fyrir Og víst er mikið um boð og bönn 1 Svíþjóð. Ekki sízt hvað áfengisneyzlu snertir. Samt drekka Svíar meira en nokkru sinni fyrr. Það áfengi sem meðal-Jón nær ekki í í ríkinu bruggar hann sjálfur heima. Það sannast bezt á því að Svíar eiga heimsmet í ger- kaupum. Ef allt þetta ger væri ætlað til brauðbaksturs yrði hvert einasta mannsbarn að borða eitt tonn af brauði á ári. Sjónvarpsmaðurinn Herman Lind- Hvað er list — hvar á menn- ingin heima? Laugardaginn 22. ágúst sl. birtist leiðari hér 1 blaðinu og nefndist „Vill landsbyggðin list?” Þessi leiðari hefur orðið mér tilefni nokkurra hug- leiðinga af því að það sem stóð þar kom ekki heim við veruleikaskyn mitt og stakk mjög 1 stúf við reynslu mlna. Leiðarinn er líka tilefni þess að ég skrifa þetta nú. Fyrst er það orðið „landsbyggð”. Ég er fæddur og alinn upp á Akur- eyri. Þar áttum við ekki þetta orð til í eigu okkar, hugtakið var ekki til. Hins vegar töluðum við um Siglu- fjörð og Sauðárkrók, Bárðardal og Kinn. Raufarhöfn og Þórshöfn eða Dalvík og Ólafsfjörður voru ekki ein- hver óskilgreind landsbyggð heldur staðir hver með sín sérkenni. Við fórum ekki einu sinni „upp í sveit” heldur fram í fjörð, út á Svalbarðs- strönd eða austur i Laugar. Dreifbýli og landsbyggð eru hugtök sem hljóta að hafa orðið til í hugum fólks sem veit ekki hvað er að búa utan Reykja- víkur og nágrannabæjanna, sem þekkir ekki lífshætti fólks annars staðar á landinu nema af afspurn. Menningin er engin vól Ég er heldur ekki alinn upp við þá Kjallarinn Úlfar Bragason skoðun að 80—90% af allri „þrosk- aðri menningarstarfsemi” í landinu fari fram á Reykjavíkursvæðinu, eins og staðhæft var í leiðaranum. Orðið „menningarstarfsemi” var alls ekki til. Fólkið vissi að menningin er ekki nein vél sem starfar heldur lífsmagn með þvi sjálfu, þroski þess sjálfs. Helmingur þjóðarinnar bjó fyrir utan Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes og Garðabæ og helm- ingur menningarinnar átti heima hjá þeim sem þar bjuggu. í verkkunnáttu þeirra, 1 andlegri mennt þeirra, 1 list- sköpun þeirra. Leiksýningar, sam- söngvar, íþróttakeppni o.s.frv. var hluti af lífi fólksins, menningu þess og alls ekki óþroskuð „starfsemi”. Ég man eftir mörgum leiksýningum sem ég sá á Akureyri krakkinn og minnist ýmissa söngskemmtana. Hins vegar man ég ekki eftir því að fulltrúar landsbyggðarinnar færu i sífellu bónarveginn til Reykjavíkur, biðjandi um meiri list eða betri fyrir- greiðslu í þeim efnum.eins og sagði í leiðaranum. Auðvitað var fólk þakk- látt þegar góðir gestaleikir komu að sunnan, jafnvel taldi sig eiga kröfu til að sjá leikara Þjöðleikhússins eða heyra sinfóníuhljómsveitina í heima- héraði sínu enda hefði það borgað skattinn alveg eins og Reykvíkingar, ef til vill ríflegri skerf í sameiginlegan sjóð landsmanna en þeir. En fólkið vissi að það þurfti fyrst og fremst að V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.