Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Angóla: USA beitir neitunarvaldi USA beitti neitunarvaldi gegn sam- þykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna sem fordæmdi S-Afríku fyrir inn- rás i Angóla. Frakkland greiddi at- kvæði með tillögunni, Bretland sat hjá. Fréttastofan Angop í Angóla til- kynnti í gær að s-afrískar hersveitir hefðu hertekið héraðið Kunene í S- Angóla nema borgina Cahma og sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Varnarmálaráðherra S-Afríku, Magnus Malan hershöfðingi, sagði óhrekjandi sannanir fyrir veru kúbanskra og rússneskra liðsforingja í Angóla og afskipti Sovétmanna þar spái ekki neinu góðu fyrir hinn frjálsa heim. LosAngeles: Ábatasöm meiðyrði Kvikmyndaleikarinn Cary Grant og hin brezka eiginkona hans, Barbara, hafa lögsótt blaðið National Enquirer. Heimta þau 10 milljónir dollara fyrir ærumeiðandi skrif um hjónaband þeirra. Ákæran, sem nú liggur fyrir hjá dómstólum í Los Angeles, segir að ástæðan sé grein sem birtist í blaðinu undir nafninu: „Það sem enginn vissi: Ástæðan fyrir nýju hjónabandi Carys Grants”. Leikarinn heimtaði ýmis ummæli í greininni borin til baka en árangurs- laust. Grant, sem nú er 77 ára gamall, kvæntist hinni þrítugu Barböru í apríl sl. Slíkt skaðabótamál er ekkert eins- dæmi. Leikkonan Carol Burnett stefndi sama blaði í marz sl. og fékk þá helminginn af þeim skaðabótum sem hún fór fram á eða 8 milljónir dollara. Bamamorð íBrezku Colombíu: Níu lík fundin Lögreglan í Vancouver sagði í gær að hún hefði átta kærur í viðbót á hendur morðingja sem handtekinn var í síðustu viku í sambandi við fjöldamorð á börnum í Brezku Colombíu á þessu ári. Lögreglan hefur ekki gefið upp nafn mannsins, en fyrr í þessum mánuði var 41 árs gamall maður, Clifford Olson, handtekinn fyrir morð á 14 ára stúlku. Lík hennar var það 9. sem fundizt hefur og fer nú fram geðrannsókn á Olson. Á sl. mánuðum hefur lögreglan grafið upp lík sex stúlkna og þriggja drengja á aldrinum 10—17 ára og hafa líkin fundizt á ýmsum stöðum í SV- hluta Brezku Colombíu. Lögreglan leitar nú líka tveggja annarra stúlkna er horfið hafa. Pólland: Sovézkir grafreitir eyðilagðir Sextíu og sjö sovézkir grafreitir og minnisvarðar hafa verið eyðilagðir í Póllandi á liðnum mánuðum, að því er hin opinbera pólska Pap-fréttastofa skýrði frá um helgina. Fréttastofan sagði að 24 menn hefðu verið handteknir vegna þessara skemmdarverka. Jaruzelski, forsætis- ráðherra Póllands, sagði í ræðu sem hann flutti á sunnudag að slík verk væru móðgun við siðferðileg gildi þjóðarinnar. „Við aðvörum þá sem sá and- sovézkum fræjum. Upp af þeim munu vaxa viðbjóðslegir ávextir.” Iran: trúarofstæki ogofbeldisverk: Móðir fagnar af- töku sonar síns —á meðan útlagar í Pans bíða falls Khomeinis Ayatollah Khomeini, trúarleiðtogi írana, átti nýlega fund með íranskri móður sem sannaði rétttrúnað sinn með því að fagna aftöku sonar síns. Hann var dæmdur til dauða fyrir „vinstrisinnaða neðanjarðarstarf- semi”. Samkvæmt útvarpsfréttum í Teheran notaði Khomeini tækifærið til að hvetja alla íranska foreldra til að fylgja dæmi þessarar heitttrúuðu móður. íranska sjónvarpið hefur marg- endurtekið sjónvarpsmynd sem sýnir síðasta fund móður og sonar sem fór fram í klefa sonarins nokkrum mínútum fyrir aftökuna. — Ég þakkaði guði fyrir að það skyldi takast að handtaka þig, sagði hún við soninn sem grét og sýndi ein- læga iðrun. — Nú er of seint að iðrast og ekkert getur forðað þér frá aftöku. Bæði trúar- og stjórnmálaleiðtogar í íran hafa lýst yfir ánægju sinni með þessi viðbrögð móðurinnar. Meðal íranskra andófsmanna í París ríkir aftur á móti mikil ánægja með síðustu ofbeldisverkin í íran er forseti landsins og forsætisráðherra létu lífið. í gær óskaði skæruliða- foringinn Massoud Rajavi tilræðis- mönnunum til hamingju með vel unnið verk og taldi það eðlilegar afleiðingar hryðjuverkastjórnar- innar. Khomeini: Ilvetur alla til að fylgja fordæmi móðurinnar. Frá útför Ayatollah Behesti og annarra þeirra sem létu Iffið I sprengingunni sem varð i höfuðstöðvum tslamska lýðveldisflokksins. Þá létust alls 72 menn, margir af valdamestu mönnum trans. Um helgina var svo enn á ný höggvið skarð f raðir byltingarstjórnarinnar er forseti landsins og forsætisráðherra fórust i sprengingu sem varð f skrifstofu forsætisráðherrans. Bankarán er oftast bundið ofbeldi en Daninn var sýnu útsmognan en þessi félagi hans á myndinni. Heilastarfsemi í stað ofbeldis —Ég er stunginn af til útlanda með 2,1 milljón króna. Ég fór þannig að að ég yfirfærði þessa peninga á annan danskan banka sem sendi þá svo áfram á bankareikning minn erlendis. Mér finnst nú að þið ættuð að vita þetta til að fórða öðrum veikgeðja sálum frá sams konar freistni. Stjórn Andelsbanken í Kaup- mannahöfn trúði vart eigin augum er meðlimir hennar opnuðu þetta bréf frá sínum trúa og dygga útibússtjóra í Glostrup. En því miður varð endur- skoðunardeild bankans að staðfesta þessar óheppilegu fréttir. Hvorki hefur sézt tangur né tetur af útibússtjóranum eða fjölskyldu hans og er hann nú eftir- lýstur af Interpol. Friðarhreifingar undir áhrifum kommúnista — Schmidt kanslari segist tregur til að taka f riðarsamtökin alvarlega vegna tengsla þeirra við kommúnista ' Helmut Schmidt, kanslari V- Þýzkalands, sagði um helgina að krafan um að V-Þjóðverjar höfnuðu þeirri ákvörðun Atlantshafsbanda- lagsins að endumýja kjarnorkueld- fiaugar bandalagsins í Evrópu væri fram komin vegna áhrifa frá samtök- um er tengd væru kommúnistum. Hann sagði í sjónvarpsviðtali að hin svokallaða „Krefeld hvatning” sem um 1,2 milljónir V-Þjóðverja hafa undirritað væri komin frá Þýzku friðarsamtökunum, DFU. „Þetta er ein af þeim hreyfingum sem eru undir sterkum áhrifum frá kommúnistum og eru alltaf að skjóta upp kollinum,” sagði hann. „Mjög margir þeirra sem eru í þessum friðarsamtökum eru einnig í Kommúnistaflokknum,” bætti Schmidt við. „Ég er því ákaflega tregur til að taka þessi samtök (DFU) of alvarlega.” Hann sagði að „Kefeld-hvatn- ingin” væri andstæð stefnu v-þýzku stjórnarinnar og Atlantshafsbanda- lagsins en þar væri ekki að finna eitt einasta gagnrýnisorð gegn stefnu Sovétríkjanna. Hreyfing þessi væri því mjög fyrir smekk Sovétríkjanna. Helmut Schmidt hafði nýverið lýst því yfir að V-Þjóðverjar væru tilbún- ir að taka við nifteindasprengjum jafnvel þótt Reagan-stjórnin hafi enn ekki farið fram á það við þennan evrópska bandamann sinn í Nató. Schmidt setti þó þrjú skilyrði fyrir staðsetningu nifteindasprengju í Vestur-Þýzkalandi. í fyrsta lagi verður Natófundur að taka ákvörðun um málið, í öðru lagi verða önnur Evrópulönd innan Nató einnig að samþykkja viðtöku og í þriðja lagi kemur slíkt því aðeins til greina að ekki náist samkomulag á væntanlegri afvopnunarráðstefnu. Þessi afstaða Schmidts á þó litlu fylgi að fagna á meðal flokksbræðra hans í Sósíademókrataflokknum og talið er nær vonlaust að stefna Schmidts í málinu fái meirihluta- stuðningi á væntanlegu flokksþingi í aprílánæstaári. Helmut Schmidt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.