Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. 9 Sótthreinsun veiðibúnaðar sem kemur erlendis f rá: 10 DOLLARA GJALD A STONGI KEFLAVÍK EN FRÍTT ANNARS STAÐAR Af öllum þeim þúsundum ferðalanga sem hingað leggja leið sína árlega eru það þó nokkur hundruð — ef ekki meira — sem hafa veiðistöng eða veiði- stangir með sér. Margir þessara veiði- manna vita að hér verður veiðibúnaður að fara í sótthreinsun. Sumir koma með tæki sín sótthreinsuð og í ýmsum tilvikum — aðallega ef komið er frá Bandaríkjunum — koma menn með búnaðinn innsiglaðan eftir sótthreinsun þar. Það hefur þó vakið athygli íslend- inga sem á móti erlendum veiðimönn- um taka að það eru aðeins farþegar sem til Keflavíkurflugvallar eða Reykjavíkurflugvallar koma sem verða að greiða fyrir sótthreinsunina. Þar er tekið 10 dala gjald af hverri stöng. Sér- stakir menn standa í þessu frá ráðu- neytinu, en tollverðir koma þar hvergi nærri. Aðeins í Keflavík er talað um „halla eða tap” á sótthreinsunarþjón- ustu. Á öðrum stöðum er á móti ferða- mönnum taka er sótthreinsun veiði- búnaðar ókeypis. Þessi mismunur og óvenjuhátt gjald í Keflavík getur e.t.v. stuðlað að því að menn reyni að smygla búnaði sínum inn í landið og losna við gjaldið. Rætt var við ýmsa um þessi mál: „Ákvæðin um sótthreinsun veiði- áhalda og búnaðar veiðimanna, sem notaður hefur verið í erlendum ám, áður en hann er síðan notaður í ám hér á landi eru frá 27. maí 1971,” sagði Einar Hannesson fulltrúi hjá Veiði- málastofnuninni. Sagði Einar að sótthreinsa ætti m.a. stengur, línur, hjól, flugur, lúrur, spóna og ýmsar aðrar gervibeitur, svo Skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins er Verktaki við sótt- hreinsun veiðistanga — og þrátt fyrir tíu dala greiðslu á stöng er vaxandi „tap” ríkissjóð á hreinsuninni „Það er sjálfur skrifstofustjórinn í landbúnaðarráðuneytinu sem um sótt- hreinsun veiðibúnaðar sér hér,” sagði Tollgæzlan á Keflavíkurflugvelli i viðtali við DB. „Hann sér alfarið um þessi mál, tollverðir sjá aðeins um að ósótthreinsaður búnaður fari ekki í gegnum tollhlið.” „Jú, það er tekið gjald fyrir þetta,” sagði Haukur Jörundsson skrifstofu- stjóri ráðuneytisins. „Gjaldið er 10 dollarar á stöng og þá er innifalin sótt- hreinsun á vöðlum, bússum, hjólum og línum. Svo erum við nú rýmilegir t.d. ef krakkar hafa veiðiprik með sér. Þá tökum við 3 dollara fyrir sótthreinsun- ina. Við tökum líka 3 dollara í svonefnt stimpilgjald ef menn koma með vott- orð um sótthreinsaðan búnað. Þá felst verkið í því að ganga úr skugga um að sótthreinsun tækjanna hafi farið fram eftir notkun erlendis og fyrir innflutn- ing hér,” sagði skrifstofustjóri ráðu- neytisins. „Þetta gjald rennur upp í kostnað við sótthreinsunina. Lengi vel stóð þetta undir kostnaði því þá tóku þeir menn sem sjá um að þrífa flugvélarnar sótthreinsunina að sér. Síðar neituðu þeir að sinna verkinu, því það var svo umsvifalítið. Eigi að síður er skyldan fyrir hendi og eftirlitið af fisksjúk- dómanefnd. Ég tók þetta því að mér, hef pilt til verksins aðra hvora helgi, en vinn sjálfur á móti honum. Þetta hefur verið mjög erfitt í sumar vegna þess hve komutímar flugvéla hafa ruglazt,” sagði Haukur. Hann kvaðst „eiga græjur” til sótthreinsunar heima hjá sér, því stundum þarf að afgreiða sótt- hreinsunarmál á Reykjavíkurflugvelli. „Græjurnar felast í baðkeri sem stöngum er stungið í svo og öðrum veiðibúnaði. Sótthreinsiefnið er joð- samband. Það tók við af formalín- blöndu sem áður var notuð en veiði- menn kvörtuðu yflr vegna óþefs af stöngunum á eftir,” sagði Haukur. Haukur sagði að sótthreinsunin á Keflavíkurflugvelli væri rekin „með tapi sem fer stöðugt vaxandi”. Hann taldi að 450—500 stengur kæmu til sótthreinsunar yfir sumarið á Kefla- víkur- og Reykjavíkurflugvöllum. Hann upplýsti að lokum að ráðu- neytið sæi t.d. embættinu á Seyðisfirði fyrir sótthreinsiefni án endurgjalds. - A.St. Allur veiðibúnaður er til landsins kemur, hvort sem er i eigu fslendinga eða útlend- inga, verður að sótthreinsast. Á það við um stengur, Unur, hjól, flugur, gervibeitur, rotara jafnt sem stigvél og vöðlur. En hvi skyldi það kosta 10 dali á stöng i Keflavík en ekkert annars staðar? Seyðisfjörður: Ferðamenn sótthreinsa sjálfir — í sérstökum kerjum Tollstöðvarinnar en þurfa ekki að greiða gjald „Tollgæzlumenn á Seyðisfirði eru vel á verði gagnvart innflutningi veiði- stanga og veiðibúnaðar og ganga eftir því að viðkomandi „innflytjandi” sótt- hreinsi sinn búnað,” sagði Sveinbjörn Sveinbjörnsson fuUtrúi sýslumannsins á Seyðisfirði. Hann tjáði okkur eftir að hafa rætt við tollverði um framkvæmd málsins að sá háttur væri á hafður, að ker með sótthreinsivökva væri á aðgengilegum stað í tollstöðinni á Seyðisfírði. Hver sá farþegi Smyrils sem sæist ganga með veiðistöng í land eða annan veiðibúnað væri beðinn að sótthreinsa hann sjálfur í kerinu. Ef búnaður sæist i bif- reiðum, væri umsjónarmaður bifreiðar látinn sótthreinsa búnaðinn. Toll- vörður fylgist með meðan sótthreinsun fer fram. Sveinbjörn kvaðst ekki vita til þess að nokkurn tíma hefði verið tekið gjald fyrir sótthreinsunina, þó slíkt væri heimilt. Líklegt er talið að tollstöðin á Seyðis- firði sé nú allt eins stór varðandi ferða- menn sem með veiðistangir koma til landsins, og sjálfur Keflavíkurflugvöll- ur. - A.St. K0STAR EKKERT HJA TOLLGÆZLU í REYKJAVÍK „Það er mjög lítið um það að veiði- búnaður komi til afgreiðslu hjá okkur en í hvert sinn sem svo er fer hann í sótthreinsun,” sagði Sverrir Lúthers- son, tollvörður í farangursafgreiðslu Tollgæzlunnar við Reykjavíkurhöfn. „Hér í farangursafgreiðslunni eru fyrir hendi þau áhöld sem til þarf. Við höfum dunk til að dýfa veiðistöngum í. í þessum dunki eru þær kaffærðar, svo og veiðibúnaður sem kveðið er á um að sótthreinsa skuli. Stígvél eru strokin með klút vættum sótthreinsivökva,” sagði Sverrir. , ,Ég veit ekki til þess að fyrir þetta sé tekið sérstakt gjald,” sagði Sverrir. Hann ítrekaði að mjög lítið væri um svona varning þarna við Reykjavíkur- höfn. Aðalmagnið hlyti að vera hjá flugfarþegum á Keflavíkurflugvelli. - A.St. og háfa og rotara. Þá skal og sótt- hreinsa stígvél og vöðlur. Samkvæmt upphaflegumákvæðum á að sótthreinsa áðurgreinda hluti upp úr 2% formalínblöndu. Þess var jafn- framt getið í fyrstu auglýsingu um sótt- hreinsun veiðiáhalda við komu til landsins að tekin væru gild vottorð um sótthreinsun þeirra erlendis. Við spurðum Einar um ákvæði um sótthreinsunargjald, en hann kvaðst ekki vita hvert.<aó gjald væri en benti á skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneyt- is til upplýsinga hér og fisksjúkdóma- nefnd. - A.St. Óska eftir smiðum f MÓTAUPPSLÁTT Uppl. í síma 86940 á daginn og í síma 71118 á kvöldin. Tilsö/u Subaru pickup árg. '78,4*.4, mjög vel með farinn. Upplýsingar i síma 92-2169. SKYNDIHJÁLP NÁMSKEIÐII Rauði kross íslands efnir til kennaranámskeiðs í skyndihjálp dagana 4/11 til 14/11 nk. í kennslu- sal RKÍ, Nóatúni 21 Rvík. Einnig verður farið í aukna skyndihjálp og hjartahnoð. Æskilegur undirbúningur: Skyndihjálparnám- skeið. Þátttökugjald kr. 600,- Umsóknarfrestur er til 10. september. Tekið verður á móti umsóknum í síma 91-26722, þar sem einnig verða veittar nánari upplýsingar. Rauði kross íslands. # 5H0'H)ttAW H % « € Byrjendanámskeið hjá KARATEDEILD GERPLU Byrjendanámskeið hefst hjá nýstofnaðri karatedeild Gerplu þann 7. sept. nk. Kennsla fer fram í nýjum sal íþróttahúss Gerplu við Skemmuveg Kópavogi (rétt við Breiðholtsbraut). Innritun og upplýsingar í simum 22225 og 40516 eftir kl. 19.00. Hentug aðstaða miðsvæðis Breiðholts og Kópavogs. KARATEDEILD GERPLU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.