Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 3
Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, sagði DB að nýr strætisvagn yrði leystur út úr tolli næstu daga. Póstsendum stjórnarkosningar á næsta ári og við w skuium vona að allir noti sér þá rétt sinn. Hvers vegna byrja strætisvagnarnir ekki að ganga fyrr á morgnana? Þeir byrja kl. 7.30 en samt hefst vinna hjá þremur stórum fyrir- tækjum hér á Akureyri einmitt kl. 7.30. Ég veit að nokkuð stór hópur fólks úr Glerárþorpi þarf að ganga til vinnu sinnar. Það getur tekið frá þrem stundarfjórðungum og allt upp í klukkutima að vetrinum í vondum veðrum. Hver er ástæða þess að vagnarnir hætta að ganga kl. 19 og hvers vegna ganga þeir ekki um helgar? Auk þess ganga einungis 2 vagnar í einu og á morgnana er klukkutími á milli ferða. Á veturna standast áætlan- irnar aldrei, svo það er vonlaust að treystaáSVA. Skólabörn í Glerárþorpi, Hafnar- stræti og Aðalstræti, sem þurfa að sækja sund eða Tónskólann, komast það svo til alls ekki. Er Akureyri ekki nægilega fjölmennur bær til þess að geta rekið svona þjónustu skamm- laust? Það er blettur á heiðri bæjar- ins að þjóna almenningi ekki betur á þessu sviði. Það þarf að vekja almenning til umhugsunar um þessi mál og stokka upp SVA því mannsæmandi þjónusta á þessu sviði er nauðsyn. Allt stendur til bóa Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, sagði DB að allt stæði til bóta í þessum efnum. „Akureyrarbær tók við SVA um síðastliðin áramót,” sagði Stefán „en áður voru strætisvagnarnir reknir af einkaaðila. Fram að ára- Laugavegl3 Sími 13508 Baldvin Jónsson bifvélavirkl: Þetta er vandræðamál. Við teljum aö notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 244GL ÁRG. '81 BEINSK. EKINN 5 ÞÚS. VOLVO 244GLÁRG. '80 BEINSK. EKINN 10 ÞÚS. VOLVO 345GLÁRG. '80 BEINSK. EKINN 7 ÞÚS. VOLVO 245GL ÁRG. '79 .BEINSK. EKINN 54 ÞÚS. VOLVO 244GL ÁRG. '79 SJÁLFSK. EKINN 17 ÞÚS. VOLVO 244GL ÁRG. '79 BEINSK. EKINN 48 ÞÚS. VOLVO 343DL ÁRG. '79 BEINSK. EKINN 17 ÞÚS. VOLVO 244 DLÁRG. '78 BEINSK., EKINN 40 ÞÚS. KR. 150.000. KR. 145.000,- KR. 100.000,- KR. 135.000,- KR. 138.000.- KR. 120.000.- KR. 90.000.- KR. 110.000.- VOLVO frá VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Sigriður Guðnadóttir húsmóölr: Mér þykir fyrir þessum deilum. Benedikt Júiiusson húsasmiður: Eg er ánægður með nýkjörinn biskup, séra Pétur Sigurgeirsson. Ólöf Vilhjálmsdóttir húsmóðlr: Ég er ánægö með séra Pétui Sigurgeir.son, nýkjörinn biskup. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. Þjónusta við almenning: ER REKSTUR STRÆTISVAGNA AKUREYRAR í ÓLESTRI? — svo er að heyra á bæjarbúa 5053—5150 hringdi frá Akureyrl: Það vekur furðu utanbæjarmanna, ekki síður en Akureyringa, hversu þjónusta Strætisvagna Akureyrar er illa skipulögð. Hún hefur árum saman verið ófullnægjandi fyrir þann þorra fólks sem hefur verið háður strætisvögnunum. Fyrir nokkrum vikum var nýr vagn tekinn í notkun og varla mátti seinna vera, því jafnvel börnin — sem þarfnast þessarar þjónustu mest á vetrum — segja frá ævintýrum úr strætó, t.d. þegar gömlu vagnarnir biluðu, kviknaði í þeim eða ekki voru til snjódekk á þá. En hvemig var það, komu ekki tveir vagnar á bryggjuna? Er virki- lega ekki til fjármagn til þess að leysa hinn út úr tolli? Hvernig er skipu- lagningu bæjaryfirvalda varið í strætisvagnamálum? Er þetta 1 höndum einhverrar nefndar? Sem betur fer verða bæjar- mótum ’80/’81 hafa þeir því alls ekki verið á ábyrgð Akureyrarbæjar. Hvað varðar vetrartímann, þá getur verið mjög erfitt að halda áætlun, og fer það eftir veðri og færð hverju sinni. Þegar Akureyrar- bær tók viðrekstrinumvoru þó sett ný snjódekk undir alla bílana og verður það gert á hverju hausti. Ef það hefur komið fyrir að vagnarnir hafa bilað eða setið fastir í snjó, þá höfum við látið aka öllum farþegum á áfanga- stað í leigubílum og/eða sendiferða- bilum. Einnig hefur sendiferðabill verið tekinn á leigu á meðan vagn hefur verið 1 viðgerð. Bréfritari minnist á að einungis einn vagn gangi á morgnana en frá og með 24. ágúst sl. hafa 2 vagnar ekið allan daginn, frá kl. 7.30 til kl. 19. Reyndar er í athugun hvort vagnarnir eigi að hefja akstur fyrr á morgnana og hvort ekið verður lengur fram eftir kvöldi. Við erum að kanna þörfina, því þetta yrði mjög kostnaðarsöm viðbót sem hefði í för með sér algjöra uppstokkun á öllu okkar vaktafyrirkomulagi. Jafnframt teljum við smábreyt- ingar vera óþægilegar fyrir farþega, sem vanizt hafa leiðakerfinu, og stefnum þvi að heildarúrbótum á grundvelli þeirrar athugunar sem hafin er. Viðvíkjandi sundlaugaferðum skólabarna, þá hefur yngstu deildum skólanna verið ekið með skólabil, á okkar vegum, báðar leiðir, en eldri deildirnar fá frímiða í strætis- vagnana. Þess má einnig geta, að frá endastöð SVA á Ráðhústorgi að Tónskólanum eru einungis 400 metrar. Fram að þessu hefur skort fjár- magn til þess að leysa annan nýja vagninn út úr tolli en það verður gert næstudaga. Stjórn SVA sér um rekstur strætis- vagnanna í samráði við bæjar- stjórn.” Að lokum sagðist Stefán Baldurs- son vilja geta þess, að sími SVA væri (96) 24929 ef einhver skyldi óska nánari upplýsinga. -FG. Spurning dagsins Hvað f innst þór um nýafstaðið biskupskjör? RUCAN0R Stærðir 32—41 , Sigrún Bjarnadóttir Cennari: Ég hef nú lítið hugleitt það, en mér finnst leiðin- legt að þarna skyldi vera um vafa- atkvæði að ræða. Verð kr. 112,— -ir- Hjólaskautar Stæróir 40—45 Verð kr. 372,00 Viðar Stefánsson lögregluvarðstjóri: Mér finnst kjörstjórnin eiga að hafa síðasta orðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.