Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Enska, þýzka, franska, spánska Norðurlandamálin. íslenzka fyrir útlendinga. Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl i kennslustundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist i talmáli allt frá byrjun. Siðdegistimar — kvöldtímar. Mimír, Brautarholti 4 — sími 10004 (kl. 1—5e.h.) Einkarjtaraskólinn • Veitir nýliðum starfsþjálfun og öryggi. • endurhæf ir húsmæður til starf a á skrif stof um • stuðlar að betri afköstum, hraðari afgreiðslu • sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum • tryggir vinnuveitondum hæfari starfskrafta • tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrði • sparar námskostnað og eriendan gjaldeyri. Mimír, Brautarholti 4 — Sími 11109 (kl. 1—5e.h.) Hellissandur Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Hellissandi. Uppi. hja umboðsmanni, sími93-6677 eða 91-27022. mmiAÐw AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavfkur í septembermánuði 1981. Þriðjudagur 1. sept. R—50501 til R—51000 Miðvikudagur 2. sept. R—51001 til R—51500 Fimmtudagur 3. sept. R—51501 til R—52000 Föstudagur 4. sept. R—52001 til R—52500 Mánudagur 7. sept. R—52501 til R—53000 Þriðjudagur 8. sept. R—53001 til R—53500 Miðvikudagur 9. sept. R—53501 tii R—54000 Fimmtudagur 10. sept. R—54001 til R—54500 Föstudagur 11. sept. R—54501 til R—55000 Mánudagur 14. sept. R—55001 til R—55500 Þriðjudagur 15. sept. R—55501 til R—56000 Miðvikudagur 16. sept. R—56001 til R—56500 Fimmtudagur. 17. sept. R—56501 til R—57000 Föstudagur 18. sept. R—57001 til R—57500 Mánudagur 21. sept. R—57501 til R—58000 Þriðjudagur 22. sept. R—58001 til R—58500 Miðvikudagur 23. sept. R—58501 til 59000 Fimmtudagur 24. sept. R—59001 til R—59500 Föstudagur 25. sept. R—59501 til R—60000 Mánudagur 28. sept. R—60001 til R—60500 Þriðjudagur 29. sept. R—60501 til R—61000 Miðvikudagur 30. sept. R—61001 til R—61500 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Festivagnar, tengivagnar, og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiða- skattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigu- bifreiðum, sem sýna rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík. 28. ágúst 1981. Samningar að nást milli Reykjavíkurborgar og húsfélagsins í Asparfelli um barnaheimilið Ösp: „Vonast til að bama- heimilið geti opnað aftur 1. október" — segir Sveinp Ragnarsson f élagsmálast jóri—vantar aðeins samþykki húsfélagsins og er talið að það náist „Við höfum fengið samningsdrög frá hússtjórn og þau voru einróma samþykkt í félagsmálaráði. Borgar- ráð hafði áður gefið heimild sína. Húsfélagið á eftir að samþykkja fyrir sitt leyti og ef það samkomulag næst ætti að vera hægt að opna barna- heimilið aftur ekki seinna en 1. október,” sagði Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri, er hann var inntur eftir samningum Reykjavíkurborgar og húsfélagsins í Asparfelli um rekstur barnaheimilisins Aspar. Barnaheimilið ösp hefur nú verið lokað frá 1. maí sl. en þar voru 60 börn í gæzlu. Húsfélagið að Aspar- felli rak áður barnaheimilið með styrk frá Reykjavíkurborg. Er fóstrur heimilisins fóru fram á launahækkun um leið og fóstrur sem starfa hjá borginni náðist ekki samkomulag við húsfélagið. Fóstrurnar létu af störfum og deilur risu í húsfélaginu um áframhaldandi starfsemi. Á aðalfundi húsfélagsins í maí var samþykkt að leita eftir samningum við Reykjavíkurborg, þannig að hún yfírtæki reksturinn alveg með þeim skilyrðum að greidd yrði uppsett leiga fyrir húsnæðið og forgangs- pláss, fyrir börn í Asparfelli, héldu sér. „Stjórnin sem sjá átti um samninga gerði lítið í málunum og að lokum var ég kallaður til og ákveðið var að flýta málinu,” sagði Gisli Karel Halldórsson íbúi í Asparfelli en hann er einn hvatamanna þess að barnaheimilið verði opnað aftur. „Samkomulag náðist um það við borgina að þeir greiddu uppsetta leigu og að forgangsfjöldi barna yrði 6 í stað 7, sem við fórum fram á. Stjórnarfundur verður um þetta mál hjá okkur í kvöld og þá verður í framhaldi af þvi boðað til almenns fundar. Ég á von á því að samþykki náist enda er þetta það eina sem kemur til greina,” sagði Gísli Karel. Þó nokkrar kvartanir hafa borizt til félagsmálastofnunarinnar vegna lokunar barnaheimilisins, enda veldur það margvíslegum erfiðleikum þegar 60 börn skyndilega missa dag- heimilispláss. - ELA Samtök aldraðra kanna at vinnuþörf ellilífeyrisþega „Samtök aldraðra juku starfsemi sína verulega á þessu ári með þvi að opnuð var skrifstofa, eins konar þjón- ustumiðstöð,” sagði Sigurður Gunn- arsson fyrrverandi skólastjóri í samtali við DB. Hann er ritari Samtaka aldraðra. „Þessi þjónustumiðstöð, sem áður var til húsa á Skólavörðustíg, er nú flutt að Laugavegi 103, 4. hæð, í hús Brunabótafélags íslands. Er þetta ákjósanlegur staður, aðeins fáein skref frá umferðarmiðstöðinni á Hlemmi. Taka má fram að lyfta er í húsinu,” sagði Sigurður. „Eitt af þeim þjónustustörfum sem við höfum rætt um í bréfum til félags- manna er aðstoð við þá sem óska eftir og hafa heilsu til að sinna hlutadags- störfum. Á það ekki aðeins við félags- menn. Tiltölulega fáir hafa gefið sig fram enn sem komið er, og vill stjórn samtakanna ítreka að þeir, sem hafa áhuga á málinu, gefi sig fram sem allra fyrst. Síminn á skrifstofunni hjá okkur er 26410. Við óskum jafnframt eftir því að allir ellilífeyrisþegar á Reykjavíkur- svæðinu sem kynnu að óska eftir hluta- starfi láti okkur heyra í sér sem fyrst. Með þessu er verið að kanna hver er raunveruleg staða þessa máls á Reykja- víkursvæðinu og verður síðan tekin ákvörðun um hvað eigi að gera í málinu,” sagði Sigurður Gunnarsson. Samtök aldraðra voru stofnuð fyrir sjö árum og eru fyrst og fremst bygg- ingarfélag aldraðra. Samtökin fengu úthlutað lóðum við Akraland í Foss- vogi fyrir fjórtán íbúðir. íbúðirnar verða i þremur tveggja hæða húsum og er gert ráð fyrir föndurherbergjum í kjallara húsanna. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist nú í haust. Formaður Samtaka aldraðra er Hans Jörgensen fyrrverandi skólastjóri. - A.Bj. Fólk er yfirleitt enn ! fullu fjöri í dag þegar það lætur af störfum „fyrir aldurs sakir”. Margir vilja þá gjarnan fá einhver létt störf sem þeir eiga auðveit með að leysa af hendi. Aðrir kjósa heldur að „gera ekki neitt” eða hreinlega hvíla sig eftir langan vinnudag. Þessir öldnu heiðursmenn njóta Ufsins á Lækjartorgi. DB-mynd Gunnar Örn. Skurðgrafa gerði hálft Snæ- fellsnes símasambandslaust íbúar norðantil á Snæfellsnesi, vestan Grundarfjarðar, voru síma- sambandslausir frá fimmtudags- kvöldi og fram á miðjan föstudag i síðastliðinni viku. Þvi olli skurðgrafa sem sleit símastreng er verið var að vinna að gatnageröarframkvæmdum íGrundarfirði. AUir sveitabæir vestan Grundar- fjarðar svo og þéttbýlisstaðirnir Ólafsvík, Rif og Hellissandur misstu símasamband við aðra landshluta um níuleytið á fimmtudagskvöld. Komst mest allt svæðið í símasamband á ný um tvöleytið daginn eftir en fulln- aðarviðgerð lauk ekki fyrr en um kvöldiðsamadag. - KMU / BC, Grundarfirði. Sekt greidd vegna íslendingsins í Marokkó: Máiið í höndum tóbaksyfirvalda Yfirvöld í Marokkó hafa nú fengið greidda sekt þá sem íslendingurinn, sem undanfarnar vikur hefur setið í fangelsi þar í landi, var dæmdur í. Hafa þarlend fangelsisyfirvöld verið látin vita að sektin sé greidd. Enn vantar þó grænt ljós frá því stjórnvaldi sem fjallar um tóbaksmál í Marokkó. Þarlend lög kveða svo á að samþykki þess þurfi 1 málum sem þess- um. Fáist það samþykki eru taldar góðar líkur á því að íslendingurinn ungi losni úr fangelsinu, að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar í utan- ríkisráðuneytinu. -KMU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.