Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. fi Úftvarp 23 Sjónvarp Gamla konan í Ovæntum endalokum virðist vera gleymin og utan við sig en ekki er ailt sem sýnist. Endirinn verður mjög óvæntur. ÞJÓDSKÖRUNGAR 20STU ALDAR - sjónvarp kl. 20,45: ) C M I I DI &jf ~ mesti leiðtogi ísraels DLN-UUIflUn áeftirMoses Þátturinn Þjóðskörungar 20stu ald- ar verður að þessu sinni um Ben Gurion sem varð fyrsti forsætisráðherra ísraels. Hann var fæddur í Plonsk i Póllandi árið 1886. Frá fyrstu tíð fylgdi hann af heilum hug þjóðræknisstefnu gyðinga. Árið 1906 fluttist hann til Palestínu og vann þar á bóndabæjum. Seinna var hann þó rekinn úr landi vegna pólitískra skoðana og gerðist hann þá einn af stofnendum gyðinga- bandalags í Bandaríkjunum sem vann gegn Tyrklandi. 1930 varð hann foringi Mapai verkamannaflokksins sem ríkti í ísrael. David Ben-Gurion hefur síðan verið nefndur mesti leiðtogi ísraels á eftir Moses. -LKM. Ben Gurion varð fyrsti forsætis- ráðherra ísraels, en var fæddur i Pól- landi. ANDLEG UMMYNDUN —sjónvarp kl. 21,45: Námskeið til að losna við streitu nútíma lifn- ÓVÆNT ENDALOK - sjónvarp kl. 21,15: aðarhátta VITAHRINGUR —af brotapiltur og gömul kona. Ekki erallt sem sýnist Ungur piltur sem hefur lent á glapstigum og framið ýmis smáafbrot kemur að húsi gamaliar konu. Fyrir tilviljun uppgötvar hún að hann er að brjótast inn í húsið. Hann verður þá fyrir því slysi að detta í stiganum og hlýtur af því lítil meiðsli. Konan tekur hann inn til sín og hjúkrar honum. Hjálparstarfið nær þó lengra því hún fer einnig að reyna að tala um fyrir þessum unga afbrotapilti og hvetur hann til að snúa af villu síns vegar. Fer þá ýmislegt annað að koma í ljós þvi ekki er hreint mjöl í pokanum og aðrir viðriðnir. Kerla þykist nú hafa fengið piltinn til að snúa á rétta braut, en hún virðist vera nokkuð gleymin og utan við sig. En hún er ekki öll sem sýnist og óhætt er að segja að endir inn komi mjög á óvart enda er þátturinn ekki kallaður Óvænt endalok fyrir ekki neitt. -LKM. Nú, á hinum síðustu og verstu tímum þegar mennirnir eru hér um bil orðnir streitu að bráð, hafa hvers konar félög sprottið upp sem reyna að losa menn eða hjálpa að einhverju leyti að ná tökum á þessum menningarsjúk- dómi. Og ekki veitir af, þegar allir eru að farast úr streitu. í kvöld verður brezk fræðslumynd frá BBC á skerminum sem fjallar um ein slík samtök. Myndin fjallar um hóp fólks sem sækir námskeið í andlegri ummyndum i því skyni að losna við þá streitu sem nútíma lifnaðarhættir skapa. (Vónlaust, þeir ættu að losa sig við nútíma lifnaðarhætti). Samt reynir þessi hópur á þennan veg að finna lífi sínu nýjan farveg og kannski tekst honum það. Þýðandi er Jón O. Edwald. LKM. Að troöast upp I hlaðinn strætisvagn veldur oft streitu og jafnvel að biða eftlr strætisvögnum. t hraða nútima þjóðfélags þjást flestir af streitu sem siðan leiðir oft til hvers kyns sjúkdóma og veldur jafnvel dauðsföllum. Streita er einn stór þáttur af svokölluðum menningarsjúkdómum. Ný sjónvarpsleikrit A fundi leiklistarstjóra norrænu sjónvarpsstöðvanna sem haldinn var í Reykjavik dagana 25.-27. ágúst voru m.a. boðin fram til skipta nýleg leikrit. Af hálfu Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins var sýnt leikritið Kusk á hvitflibbann eftir Davíð Oddsson en það var tekið upp í júní undir stjórn Andrésar Indriðasonar og verður á dagskrá í desember. Óskað var eftir verkinu til sjónvarpsflutnings í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. MAN EG ÞAÐ SEM LONGU LEIÐ — útvarpkl. 20,30: Þar festa menn ennþá yndi —Vatnsdalur í Húnaþingi Ragnheiður Viggósdóttir hefur séð með er komið nafnið á þættinum: Þar um þáttinn Man ég það sem löngu leið festa menn ennþá yndi — Vatnsdalur í hátt á annað ár. Þættinum er nú út- Húnaþingi. varpað tvisvar sinnum á þriðjudögum, Einnig verður frásögn úr Skiða- kl. 11.00og kl. 20.30. stafaskriðunni sem er gömul lesbók í dag verður Ragnheiður með ýmiss fyrir börn og unglinga. Svo verður lesið konar samtíning sem hún hefur fengið úi minningum Ingunnar Jónsdóttur frá á hinum mörgu ferðalögum sinum. Korrsá og smákafli úr bókinni Ágúst á Verður m.a. lesið úr Vatnsdælu og þar Hof: ætur flest flakka. -LKM. Myndin er tekin úr Vatnsdalshólum, sem er vfðáttumikil og sérkennileg hólaþyrping fyrir botni Vatnsdals og girðir dalinn þveran.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.