Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 4
4 /* DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. DB á neytendamarkaði ANNA BJARNASON 5? Gríðarleg verðhækkun á skólabókum: v DÆMIUM MEIRA EN100% HÆKKUN MILLIÁRA Þessa dagana eru skólanemendur óðum að flykkjast í skólana. Þar fá yngstu nemendurnir, eða allt upp í 8. bekk, langflestar skólabækurnar frá Námsgagnastofnuninni. Hinir verða að kaupa námsbækurnar á almenn- um markaði. Ekki er talið fært að halda uppi endursölu bóka í skólun- um vegna þess að nemendum er gert að kaupa nýjar bækur á hverju ári vegna jafnvel smávægilegustu breyt- inga sem á bókunum eru gerðar. Einnig fer obbinn af nemendum svo illa með bækur sínar að ekki væri hægt að selja þær aftur. — í „gamla daga” settu nemendur stolt sitt í að hafa námsbækur sínar sem bezt með farnar. í hvert sinn sem nemandi fékk nýja bók var settur utan um hanahlífðarpappír. í dag er einnig til fjölbreytt úrval af pappír og plasti til þess að setja utan um skólabækur. Það var ekki því að heilsa í „gamla daga”. Þá varð að notast við hillupappír eða jafnvel svokallaðan maskínupappír, sem var brúnn þykkur umbúðapappír. Þá gátu nemendur líka notað sömu bæk- urnar í nokkur ár og þær gengu þá frá systkini til systkinis. Nú skal kaupa nýtt á hverju hausti, alveg sama hvað það kostar. Meiraen 100% hækkun á bókaverði Þegar blm. og ljósmyndari komu í bókadeild Pennans i Hallarmúla var verzlunarstjóri deildarinnar, Sissa Sigurðardóttir í simanum að panta námsbók frá einu af forlögunum. Hún var með sams konar bók í höndunum sem orðið hafði eftir í fyrra. Þetta var skólaútgáfa af Svartfugli Gunnars Gunnarssonar í pappírskiljuútgáfu. Bókin frá í fyrra kostaði 58,05 kr. Nýja bókin (sem er óbreytt frá því i fyrra) kostar með söluskatti 118,55 kr. ** Sissa sagði okkur að þær náms- bækur sem ekki seljast fyrir 25. september væru innkallaðar af tveimur forlögunum, það er Iðunni og Skuggsjá. Ef verzlunin þarf að fá eintök eftir þann tíma verður að kaupa bækurnar til baka gegn stað- greiðslu. Önnur forlög endurkalla sínar bækur 10. október. í bókadeild Pennans voru nokkrar námsbækur til síðan í fyrra og verða þær að sjálfsögðu seldar á því verði sem þær kostuðu þá. Sissa gat ekki gizkað á hver yrði kostnaðurinn við bókakaup hinna ýmsu framhaldsskólanema, því bókalistarnir væru ekki komnir. -A.Bj. Allar hugsanlegar álögur á skólabækur „Mér finnst ekki ósennilegt að námsbækurnar hækki svona um 40% almennt nema um nýtt band eða nýja prentun sé að ræða, þá verður hækkunin meiri,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson, aðstoðardeildarstjóri hjá Bókaverzlun Sigfúsai Eymunds- sonar, í samtali við DB. ,,Ég gæti trúað að nemendur í 9. bekk grunnskólans þurfi að kaupa fyrir 1000 kr. eða jafnvel meira,” sagði Þorsteinn. Hann sagði að þetta væru gífurlegar upphæðir sem börn- in þyrftu að greiða fyrir náms- bækurnar. Hann sagði að framhaldsskóla- nemendur þyrftu að eyða mun meiru í bækur. Þeir þurfa einnig að kaupa erlendar bækur en verð er svipað á þeim og þeim islenzku. — Er söluskattur á námsbókum? ,, Já, það er greiddur söluskattur af námsbókum og yfirleitt öll gjöld sem hugsanleg eru,” sagði Þorsteinn. — Er mikil álagning á bókum? ,,Það er í rauninni engin álagning á bækur heldur fá bókaverzlanir 30% afslátt þegar þær staðgreiða bæk- urnar hjá forlaginu,” sagði Þor- steinn. — Er alltaf um staðgreiðslu að ræða áTorlagsbókunum? „Það er þannig að þegar ný bók kemur út fær bókaverzlunin send nokkur eintök, kannski tíu, og hefur þau í umboðssölu. Svo kaupir verzlunin bækur af forlaginu gegn staðgreiðslu og fær þá þennan 30% afslátt. Eftir ákveðinn tíma kalla for- lögin svo óseldar bækur inn og fær þá verzlunin endurgreitt verðið sem greitt var fyrir bækurnar á sínum tíma. Verzlunin heldur svo eftir nokkrum bókum í umboðssölu,” sagði Þorsteinn. -A.Bj. Þorsteinn Þorsteinsson, aðstoðardeildarstj. hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, sagði i samtali við DB að hann teldi að bókakaup nemenda 9. bekkjar grunnskóla væru svona um eða yfir 1000 kr. f ár. DB-mynd Bjarnleifur. Nýjar reglur um skil óseldra skólabóka: Hækka skólabækur mánaðarlega? Tvö bókaforlög hafa nú sett nýjar reglur um skilafrest á skóla- bókum sem bókaverzlanir kaupa hjá þeim. Venjan hefur verið sú að verzlanir hafa fengið 30% stað- greiðsluafslátt hjá forlögunum. Skilafrestur og uppgjör hefur svo farið fram einu sinni á ári, 15. febrúar. Forlögin tvö eru Iðunn og Skuggsjá og hafa þau nú sett þær reglur að ef bókaverzlanir gangast ekki inn á að skila óseldum skóla- bókum fyrir 25. september fá þær ekki nema 25% afslátt af bókunum. Að sögn er þetta gert vegna þess að bókaverzlanir hafi á undan- förnum árum gert of stórar bóka- pantanir og forlögin hafa setið uppi bókalaus! Þetta gerir hins vegar að verkum að eftir 25. september verður stór hluti af skólabókunum ófáanlegur í bókaverzlunum og getur það valdið miklum erfið- leikum. Ekki er víst að allir skóla- nemendur geti keypt allar bæk- urnar sem þeir þurfa á að halda strax. Margir reyna að fresta fram yfir mánaðamótin að kaupa sínar bækur. Þá getur farið svo að þeir grípi í tómt — eða jafnvel að bækurnar verði dýrari en þær eru nú í upphafi skólabókaver- tíðarinnar. -A.Bj. í bókadeild Pennans i Hallarmúla ræður rikjum Sissa Sigurðardóttir, sem um árabil var Sissa f tsafold. Sissa veit allt um bækur, bæði skólabækur og annars konar bækur. DB-mynd Bjarnleifur. Barði Guðmundsson, aðstoðarverzlunarstj. hjá Eymundsson, sagði okkur að verðið á stílabókunum væri svipað og i fyrra. Sem dæmi má nefna að ódýrasta bókin sem við sáum þar var Iftil reikningsbók á 2 kr. Barði heldur þarna á gorma- bókum sem eru vinsælar. Þessar kosta 8,50.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.