Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 24
„Væntanlega em ein at- lagan að náni mamorði” —segir félagsmálaráðherra, Svavar Gestssonum ásakanir vegna „óeðlilegrar þöknunar” til matsmanna íbúða íverkamannabústöðum „Mér er skylt að ráða matsmenn íbúða verkamannabústaða sam- kvæmt lögum og þeir eru því á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins,” sagði Svavar Gestsson ráðherra við DB i morgun., ,Ég get i raun ekki séð neitt athugavert við það að annar matsmannanna sé tengdur aðstoðar- ráðherra minum. Það er harla erfitt að finna mann hér á landi, sem á einn eða annan hátt tengist ekki einhverj- um öðrum,” bætti hann við. Athygli hefur vakið að þóknun til áðumefndra matsmanna nemur umtalsverðum upphæðum og þá; þykir það ekki síður eftirtektarvert að annar tveggja matsmannanna er faðir aðstoðarmanns félagsmálaráð- herra, Arnmundar Bachmann. Mats- menn fá i sinn hlut sem nemur hálfu prósenti endursöluverðs ibúða þannig að hér er um stórupphæðir að ræða. Alþýðublaðið greinir frá því í frétt i morgun að i hlut hvors matsmanns um sig hafi komið þvi sem næst 17,5 milljónir gkróna á sl. ári. DB bar þetta undir ráðherra í morgun. „Ég myndi taka þessum útreikn- ingum blaðsins með fyrirvara,” sagði Svavar. „Ég hef reyndar ekki haft tima til að kynna mér þetta neitt nánar en ekki kæmi á óvart þótt hér væri á ferðinni enn ein atlagan að mínu mannorði úr þessari átt.” -SSv. Kærður fyrir nauðgunar- tilraun tværnæturí röð önnur tilraunin tókst, hin var stöðvuð Tuttugu og þriggja ára gamall út- lendingur, Marokkóbúi, að þvi DB veit bezt, var í gær til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu rikisins vegna meintrar tilraunar til að nauðga 17 ára stúlku í fyrrinótt. Atburðurinn átti sér stað neðst við Vesturgötu. Höfðu stúlkan og út- lendingurinn verið þar saman í húsi, gengið út á tröppur og þaðan mun útlendingurinn hafa dregið stúlkuna afsiðis og gert tilraun til nauðgunar. Stúlkan gat æpt svo nágrannar heyrðu. Lögreglan var kölluð til og maðurinn stöðvaður. Sat maðurinn í gæzlu lögreglunnar þar til í gær- morgun. Nóttina þar á undan, aðfaranótt sunnudags hafði önnur stúlka kært sama mann fyrir nauðgun. Gerðist sá atburður i grennd við Hallærisplan- ið. Kom maðurinn stúlkunni afsíðis og tókst með valdi að komast yfir hana. StúUcan kærði tU lögreglunnar. Gekk mál hennar til rannsóknar- lögreglunnar i gærmorgun. Þar mun hún hafa dregið kæruna til baka af ótta við allt það umstang, yfirheyrsl- ur og skýislugerðir semsamfara eru slfkum kærum. Hún hafði þó verið viss um, hver maðurinn var sem glæpinn framdi og að honum tókst að ná fram vilja sinum. 1 morgun var enginn viðstaddur eða viðlátinn hjá rannsóknarlögregl- unni sem gefið gat upplýsingar um þetta mál né framgang síðari kær- unnar á hendur sama útlendingnum á rúmlega sólarhring. -A.St. Geirsmenn styrktu mjög stöðu sína á þingi SUS um helgina: Aðeins fjórir and- stæðingar Geirs eftir í stjórn SUS Stuðningsmenn Geirs Hallgrims- sonar, form. Sjálfstæðisflokksins styrktu mjög stöðu sína innan Sambands ungra sjálfstæðismanna i kosningum til stjómar sambandsins sem fóm fram á þingi SUS á Isafirði um helgina. Aðeins fjórir eru nú eftir i stjórninni af 22, er hafa lýst því yfir að þeir telji að Geir eigi að láta af formennsku í flokknum til að forða honum frá frekari sundrungu. Þessir fjórir eru Kjartan Rafnsson tæknifræðingur, Reykjanesi, Gústaf Níelsson sagnfræðinemi, Reykjavík, og Sunnlendingarnir Ólafur Helgi Kjartansson lögfræðingur og Magnús Kristinsson útgerðarmaður. í stjórn SUS á sæti 21 maður auk formanns, sem nú var kjörinn Geir H. Haarde, mikill stuðningsmaður Geirs. Kosið er til stjórnarinnar eftir kjördæmum og i Reykjavík tókst stuðningsmönnum Geirs að fella Björn Hermannsson flugvirkja, en hann hafði mælt með þvi að Geir viki úr formennsku flokksins. Á þinginu var hins vegar ekki ágreiningur um það að gagnrýna setu hiuta Sjálfstæðisflokksins i ríkis- stjórn og töldu sjálfstæðismenn sem DB hafði samband viö í morgun að þeir sem væru andsnúnir þvi að Geir yrði áfram formaður fiokksins væru hins vegar eindregnir andstæðingar þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr viö völd. -SA. LEIKHÚSFÓLKIÐ AÐ KOMA ÚR SUMARFRÍI Leikhúsin eru nú að hefja vetrarstarf sitt. Starfsfólk Þjóöleikhússins mœtti í morgun til vinnu sinnar ú ný eftir sumarleyfi. Leikhússtjórinn, Sveinn Einarsson, bauð fólki slnu afþvl tilefhi l morgunkoffi og var starfið framundan rœtt. Sýningar Þjóð- leikhússins hefjast þann 25. september nk. meðfrumsýningu eldfjörugs gamanleiks., Hótel Paradís. Myndina tók Bjarnleifur þegar menn voru að heilsast og koma sérfyrir með kaffibollana I Leikhúskjallaranum í morgun. -KMU. irjálst, úháð dagblað i ÞRIÐJUDAGUR1. SEPT. 1981. Gæzluþyrian í blindflugi frá Hveravöllum —fluttimann þaðaiiilla slasaðan eftirbflveltu | Þyrla Landhelgisgæzlunnar fór í jgærkvöldi allerfitt sjúkraflug inn á Hveravelli. Var nánast um blindflug að ræða mikinn hluta leiðarinnar, en flugið tókst vel og maður illa slasaður á baki komst undir hendur lækna í Reykjavík laust eftir miðnættið. Hin alvarlegu meiðsl mannsins urðu er blæjujeppi valt af vegi norðan við Innri-Skúta, rúmlega 10 km norðan vegar til Keriingarfjalla. Sjúkrabill frá Selfossi var hálfan, þriðja tíma á slysstað og kl. 19.25 bað Selfosslögreglan um að þyrla sækti hinn illa slasaða mann. Gæzluvélin fór þegar af stað, komst að Hveravöllum en ekki á slysstaðinn vegna þoku og dimmviðris. Sjúkra- bíllinn flutti manninn til Hveravalla. Þar hóf þyrlan sig hátt á loft og flaug nánast blindflug til Reykjavíkur. Kona sem með manninum var i jeppanum meiddist á hendi en ekki alvarlega. -A.St. Blöðin hækka ' Frá og með 1. september hækkar Dagblaðið sem hér segir: Áskriftarverð á mánuði verður kr. 85, í lausasölu 6 krónur og grunnverð auglýsinga verður 51 krónapr. dálksentimetra. Q MjNgys Q IVIKU HVERRI Vinningur vikunnar: Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur I þessari viku er 10 gira DBS eða Raleigh reiðhjól frú Fúlkanum, Suðurlandsbraut 8 í Reykjavlk. / vikunni verður birt, ú þessum stað I blaðinu, spurning tengdsmú- auglýsingum Dagblaðsins. Nafn heppins úskrifanda verður slðan , birt daginn eftir I smúauglýsingun- um og gefst honum tœkjfœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, úskrjfendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli ríkari c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.