Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 1
tríálst, úháð riayhlaS 7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR1. SEPTEMBER1981. —196. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Embættistaka sr.Péturs Sigurgeirssonar: Athöfn í Dómkirkj- unni 27. september Embættistaka sr. Péturs Sigur- geirssonar mun fara fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 27. september nk. Þá mun sr. Pétur flytja sina fyrstu biskupsmessu. Störf sín sem biskup mun hann þó ekki hefja fyrren 1. október. Biskupsvígsla er óþörf þar sem sr. Pétur er þegar vígður vígslu- biskup. Fulltrúar frá öðrum löndum verða viðstaddir embættistöku hins nýja biskups. Að sögn herra Sigurbjörns Einarssonar biskups er búizt við því að frá hverju Norðurlandanna komi einn biskup til að samfagna íslenzku kirkjunni. -KMU. Sr.ÓlafurSkúlason um ákvörðun fjórmenninganna: „Virði og styðvilja 11 „Auðvitað harma ég að þau fengu ekki notið réttar sins. En ég virði og styð vilja þeirra til að við fáum einingu i kirkjunni,” sagði sr. Ólafur Skúlason dómprófast- ur i morgun í tilefni fréttatilkynn- ingar frá eigendum þeirra fjögurra kjörseðla sem kjörstjórn mat ógilda i biskupskjöri. Fjórmenningamir hafa lýst því yfir að þeir muni ekki kæra úr- skurð kjörstjórnar. Vilja fjór- menningarnir i þess stað hvetja allt kirkjunnar fólk til að standa saman um orðinn hlut. Þeir taka þó fram að þeirra skoðun sé að atkvæðin umdeildu hefðu átt að teljast með. Ekki náðist i séra Pétur Sigurgeirsson 1 morgun. -KMU. Pétur Sigurðsson var kvaddur með gjöfitm I gœr er hann lét af störfum. Starfsmenn Landhelgisgtezlunnar fcerðu honum mikla blómakörfu og Gunnar Bergsteinsson fœrði honum, fyrir hönd Sjómœiinga, skyrtuhnappa með merki Sjómœlinganna. Pétur lét af störfum sem yfirmaður Sjómœlingaþegarþorskastríðið stóð sem hcest. DB-mynd: Bjamleifur. Pétur Sigurðsson kveður Landhelgisgæzluna: Treysti Gunnari fullkomlega til að taka við starfi mínu —enda bað ég hann að koma í land er ég tók við starfinu 1952 „Ætli ég taki það ekki rólega fyrst um sinn,” sagði Pétur Sigurðsson frá- farandi forstjóri Landhelgisgæzlunnar i samtali við DB i morgun. í dag tekur við starfi hans Gunnar Bergsteinsson. Pétur hefur starfað sem forstjóri Land- helgisgæzlunnar siðan II. maí 1952. Hjá Landhelgisgæzlunni hóf hann starf 1927, þá sem óvaningur á varðskipinu Óðni. Sfðan starfaði Pétur lengi hjá Sjómælingum sem yfirmaður þar og hélt þvi starfi áfram eftir að hann tók við forstjórastarfi gæzlunnar. „Þegar ég tók við sem forstjóri Landhelgisgæzlunnar 1952 var Gunnar Bergsteinsson stýrimaður hjá gæzlunni. Ég bað hann að koma i land og aðstoða mig, þannig að við höfum alltaf unnið saman og ég treysti honum fullkomlega fyrir þessu starfi,” sagði Pétur. Hann var sjálfur á vakt til miðnættis i nótt vegna þyrlunnar sem fór í sjúkraflug til Hveravalla i gær- kvöld en Gunnar tók við strax um miðnætti. „Nei, það verða ekki viðbrigði fyrir mig að hætta störfum, ég fer utan núna í nokkra daga, siðan ætla ég að láta hverjum degi nægja sina þjáningu,” sagði Pétur Sigurðsson. Ekki sagðist hann ætla að setjast niður og skrifa endurminningar sinar, því „þá væri ég að þvi allt til æviloka”. -ELA. . MODIR FAGNAR AFTÖKU SONAR SINS — sjá erlendar fréttirbls. 6-7 Tvö bókaforiög skikka bókaverzlanir til að skila öllum óseldum skólabókum inn fyrir25. september—eftirþað hækkaþæríverði: ALLT AB100% HÆKKUN Á SKÓLABÓKUM FRÁ í FYRRA —algengasta hækkun um 40% — sjá nánará neytendasíðu bls. 4-5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.