Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 2
2 EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMI29555 Opið kl. 1—5 laugardaga og sunnudaga. Sandgerði Einbýlishús, 140 ferm. með 50 ferm. bílskúr. Verð kr. 850 þús. Kjarrhólmi 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Verð 500 þús. Kjarrhó/mi 3—4ra herb. íbúð á 3. hæð. Suðursvalir. Verð 550 þús. Kársnesbraut 4ra herb. 110 ferm risíbúð. Lítið u/súð. Góð lóð. Verð 530 þús. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð í blokk. íbúðin er 140 ferm, þar af 40 ferm í risi. Mjög snyrtileg íbúð. Verð 650 þús. Raðhús v/Vesturberg Glæsilegt 140 ferm raðhús á einni hæð. Verð l milljón. Lóð á Álftanesi 937 ferm byggingarlóð. Hitaveita komin í götu. Verð 150 þús. Sumarbústaður v/Þingvallavatn Glæsilegur sumarbústaður í Nesjalandi. Verðtilboð. Höfum kaupendurað eftirtöldum eignum: 3ja herb. íbúð í Grundum í Kópavogi eða Fossvogi. 2ja herb. íbúð, ca 65 ferm, i nýlegu húsi. Lítilli sérhæð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 3—4ra herb. íbúð í þrí- eða fjórbýlishúsi í Kópavogi með bílskúr. Einbýlishúsi í gamla bænum með bílskúr. Einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi. 3ja herb. íbúð í Breiðholtshverfi. Skoðum og metum íbúðir samdægurs, leitið upplýsinga. Fijót og góð þjónusta er kjörorð okkar. ÞorvaldurLúðvíksson hrl. Auglýsum ávallt I Dagblaðinu þriðjudaga og fimmtudaga Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar Flugleiða hafa átt i vök að verjast undanfarið því „það er búið að ata þetta flugfélag ýmiss konar óhróðri,” segir Siggi flug. DB-mynd Ragnar Th. Umósanngirni: DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR l. SEPTEMBER 1981. Rætt er við forstjóra Flug- leiða eins og afbrotamann — er reynt að knésetja félagið? Siggi flug, 7877—8083, skrifar: Þessi orð duttu mér í hug þegar ég las um þörf Flugleiða á styrk ríkisins til N-Atlantshafsflugsins sem er eins og kunnugt hefur verið rekið með tapi undanfarin ár. Ríkissjóður hefur lofað félaginu styrk ef sama upphæð í $ kæmi frá Luxemborgarmönnum. Þetta mun vera samtals um 6 millj. $, eða um 3 millj. $ frá hvoru ríki. íslenzki samgönguráðherrann hafði þann fyrirvara á, að aðeins yrði styrkurinn veittur ef sama upp- hæð kæmi frá Luxemborgarmönn- um. Hvað kemur það styrk frá íslendingum við, hvað Luxemborgar- menn eru reiðubúnir til að styrkja N- Atlantshafsflugið? Það er búið að ata þetta flugfélag ýmiss konar óhróðri og hefur Ríkis- útvarpið rætt við Sigurð Helgason, forstjóra flugfélagsins, eins og um afbrotamann sé að ræða. Við ORG. (Ólaf R. Grímsson) er aftur á móti rætt eins og um þjóðhetju sé að ræða, en hann mun vera upphafs- maðurinn að öllu því moldviðri sem blásið hefur verið upp gagnvart Flug- leiðum. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra óskar alls konar nýrra upplýsinga um rekstur Flug- leiða eins og bókhald félagsins segi ekki nóg um reksturinn. Á aðalfundum félagsins eru alltaf kosnir einn eða fleiri endurskoð- endur en auk þess mun bókhald félagsins ávallt vera eftirlitið af lög- giltri endurskoðunarskrifstofu, eins og hjá öðrum fyrirtækjum. Nú vaknar sú spurning hvort Stein- grímur Hermannsson hafi vantrú á bókhaldi Flugleiða og telji það að einhverju leyti ekki sýna rétta stöðu félagsins. Þetta er nánast að vefengja bókhaldið og telja það falsað, eða hvað? Ég held að Steingrímur Hermanns- son og hans kompaní, ásamt fjár- málaráðherra Ragnari Arnalds og svo með hjálp þjóðarhetjunnar ORG, sé að reyna að komast hjá því að rétta félaginu hjálparhönd en það er það sem Flugleiðir vantar nú svo mjög til þess að geta haldið N- Atlantshafsfluginu áfram. Vilji er allt sem þarf, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra. En ef viljann vantar þá er erfitt um vik. Mér datt þetta (svona) í hug. Hljómplötuáhugamenn: VILL EINHVER GERAST UMBODS- AÐILIFYRIR PLÖTUKLÚBBA? Haraldur Örn Haraldsson hringdi: hljómplötuklúbba, í Bandaríkjunum Mig langar að koma þeirri hug- og víðar, sem taka við erlendum mynd á framfæri að einhver taki að félögum. sér að gerast umboðsaðili fyrir þá Ég tel óæskilegt að slikur umboðs- aðili væri í tengslum við hljómplötu- útgáfu því það gæti haft áhrif á val og fleira. Raddir lesenda FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR Haraldur Örn Haraldsson vill að einhver taki að sér að vera umboðs- aðili fyrir erlenda plötuklúbba. DB-mynd Ragnar Th. V. Svar til Umferðarráðs: Dekkjainnf lutningur og okurtollar Jóhann Þóróifsson skrifar: Ég las í Dagblaðinu 11. ágúst viðtal við Alla Rúts í sambandi við innflutning á notuðum dekkjum. í sama blaði skýrir Sigurður Ágústsson frá sjónarmiði Umferðarráðs á þessu máli. Þar segir hann að fólk vari sig ekki á þvi að þessi notuðu dekk geti verið fúin og þar af leiðandi varhuga- verð og geti jafnvel valdið slysi. Eg undirritaður mótmæli þessu harðlega vegna þess að ég er nú orðinn 70 ára og hefi 50 ára reynslu að baki. Ég keypti dekk af Alla Rúts 1 fyrra sem eru undir bílnum ennþá og hafa aldrei sprungið . Ný dekk geta meira að segja verið gölluð. Það kemur úr hörðustu átt að Umferðar- ráð skuli reka áróður á móti mönnum sem hafa einkarekstur og vilja veita viðskiptavinum sínum ódýra og góða þjónustu. Þeir hjá Umferðarráði hafa ekki hugmynd um hvað umrædd dekk endast lengi. Ég tel mig hafa meiri reynslu af þessu heldur en þeir og ég bendi þeim hér með á að endurskoða sinn mál- flutning í umræddu máli. Það er furðulegt að Umferðarráð skuli láta frá sér fara svona yfir- lýsingu, þar sem talsmenn þess hafa ekki hugmynd um það sem þeir eru að ræða um. Annað er furðulegt í sambandi við þennan dekkjainn- flutning, það er tollurinn. Það virðist ekki mega gera góð innkaup. Ef svo er tvöfaldar eða jafnvel margfaldar tollurinn reikningana frá hinum erlendu fyrirtækjum sem selja dekkin, í þeim tilgangi að fá tvöfald- an eða margfaldan toll greiddan. Sama mun vera aðhafzt af tollyfir- völdum í sambandi við innflutning á notuðum bílum og notuðum vara- hlutum. Ekki er furða þó dýrtíðin blómgist hér þar sem það opinbera gengur á undan með okurtolla. Jóhann Þórólfsson scgist hafa góða reynslu af notuðum dekkjum. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.