Dagblaðið - 05.11.1981, Síða 13

Dagblaðið - 05.11.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. 13 snöggum veðrabrigðum, sem að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á alla um- ferð. Þess vegna eru ákvæði um vetr- ardekk á allar bifreiðar fyrir 15. október tilkomin. Mikill misbrestur er á að þessi ákvæði séu virt, og engin viðurlög þó menn brjóti þau. Lögbrjótarnir aðstoðaðir En þó kastar fyrst tólfunum þegar lögreglan aðstoðar þessa lögbrjóta, sem lenda í vandræðum í illri færð, við að komast út í umferðina aftur, í stað þess að kyrrsetja bíla þeirra. Þessir bifreiðastjórar virðast bera takmarkaða virðingu fyrir lífi sjálfs sín og annarra, því þeir hafa oft á tiðum valdið stórslysum í um- ferðinni. Er illt til þess að vita að slík slys skuli jafnvel geta borið að höndum fyrir aðstoð löggæslumanna, við þessa menn, sem fyrir slóðaskap eru á vanbúnum ökutækjum. Einnig eru þessir bifreiðastjórar til Kjallarinn Leigubflar við staur á Hlemmi. Alla jafna er rólegt f miðri viku en um helgar æsist leikurínn. Borgþór Kjærnested rekur þá sögu. DB-mynd. gert, þar sem lokunartími er í flestum tilfellum sá sami hjá öllum húsunum og koma verður til síns heima þús- undum manna á örskömmum tíma. Þess eru nú þegar dæmi að skemmtistaðir sendi hljómsveitina heim um tvöleytið, en setji á segul- bönd eftir það. Því má ekki leika þessi segulbönd í húsunurp til jafnvel 4 eða 5, á meðan um hægist í umferð- inni og hægt er að fá bíla fyrir fólkið? Geta veitingahúsamenn ekki neitað manni um afgreiðslu, sem vel sýni- lega er búinn að fá nóg, og má ekki við meiru ef heimferð á að takast sómasamlega. Það er ábyrgðarhluti að afgreiða vín á veitingahúsum, og í sumum löndum er veitingaaðilinn gerður ábyrgur, ef illa fer og manninum hent út af veitingastað, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Ýmsar skyldur Hjá Úlfi fékk ég þær upplýsingar að leigubifreiðastjórar lepja dauðann úr skel alla vikuna, en liggja síðan ekki á liði sinu um helgar, aðal- tekjutímann. í miðri viku hvílir sú skylda á leigu- bifreiðunum að koma flugfarþegum og starfsfólki sjúkrahúsa á áfanga- stað. Um leið ganga opinberar stofn- anir framhjá þessari sömu starfsstétt í rikum mæli með t.d. sérstökum næturlæknabifreiðum o.fl., sem er mun dýrari valkostur en leigubif- reiðar. Það er því vægast sagt ósanngjarnt að skella allri skuld á þessa einu starfsstétt, á sama tíma og ábyrg yfír- völd gætu breytt þessu ástandi með einu pennastriki. Veður á íslandi einkennast af BorgþórS. Kjæmested Kjallarinn J AðalheiðurJónsdóttir Kannski mætti líka skáka þessu svolítið til, — og segja, að öllum ætti að vera heimilt að viðurkenna mistök sín og bæta fyrir þau, ef unnt væri, jafnvel þó að þeir hefðu í óvitaskap, ábyrgðarleysi eða einhvers konar sljóleika álpast til að samþykkja eitt- hvað, án þess að vita hvað þeir gerðu. — Karlsonbúnaður virðist svo sem ósköp sakleysislegt orð. Og mér hefði næstum því fundist, að hægt væri að bera virðingu fyrir þessum blessuðum mönnum, ef þeir hefðu hreinskilnis- lega viðurkennt, að þeir hefðu ekki áttað sig á hvað það raunverulega þýddi. — En það er nú svo, að stundum þegar menn ætla að sýnast stórir, verður það til þess, að þeir sýnast ennþá minni. Reykjavíkurþingmenn verða að þegja Fátt eitt verður hér talið af þeim undarlegu vinnubrögðum alþingis- manna, sem höfuðborgarsvæðið hefir orðið að þola. — Ekki þurfa þingmenn Reykjavíkur að hreyfa mótmælum við neinu. — Vegna flokkshagsmuna og eigin framapots verða þeir að þegja við öllu. Hinn fimmfaldi kosningaréttur lands- byggðarinnar sér fyrir því. Þar sem allar þessar aðgerðir miðast við það að taka stöðugt meira og meira frá höfuðborgarsvæðinu og færa lands- byggðinni. Og nú vil ég spyrja: Ætla ekki alþingismenn að gera könnun á því, hvað eftir er í launaumslagi þess manns hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefir 4500 kr. mánaðarlaun, þegar hann hefir borgað sinn skammt af hita- og rafmagnsreikningunum hans Helga Seljan eða landbúnaðar- ráðherrans svo og annarra bænda og alþingismanna? — Svo að ég nefni aðeins þessa fínu stétt, sem státað getur af þessum tveimur starfsgrein- um — og hver veit hvað. Svo og þegar hann hefir borgað í lífeyrissjóð bænda, — eða þegar hann hefir borg- að útlendingum fyrir að borða of- framleiðsluna þeirra o.fl. o.fl., sem vildu upplýsa hve mikið ríkið borgar bændum í kaup, meðan þeir sitja hér á búnaðarþingi og skipuleggja nýjar kröfugerðir? Þvflfk hrœsni Þá langar mig að spyrja: Var eðli- legt, að alþingismenn hækkuðu laun sín siðastliðinn vetur? — Athyglisvert var að maðurinn, sem fiutti frum- varpið um að engin laun mættu vera hærri en tvöföld verkamannalaun skyldi dansa með. — Þvílík hræsni og skepnuskapur. Þá var engu síður mundu ekkert hafa þurft að segja við heiðursmanninn á eftir. — Kannski hafa þeir líka fallið í trans, þegar hann hefur farið að leiða á vangann og lygna aftur augunum. En nú spyr ég: Hver voru laun al- þingismanna, áður en þau voru hækkuð? — Og þá á ég við hin föstu laun, fyrir utan öll hlunnindi, aukabita og þess háttar. — Og hvað nam svo hækkunin ein margföldum verkamannalaunum? Alþingismaðurinn Helgi Seljan talar um ritsóða, sem hafi vegið að Frá Alþingi. DB-mynd. of langt yrði upp að telja, en alþingis- mönnum mun fullkunnugt um og væntanlega láta fljóta með. — Lika væri ánægjulegt, ef alþingismenn athyglisvert, að formaður Verka- mannasambandsins skyldi heldur engum mótmælum hreyfa. — Og mér svona rétt datt í hug hvort verkamenn stétt haris og borið henni á brýn verk, sem jaðri við óþokkaskap, óheiðarleika og allt uppí glæpsamlegt athæfi. Nú væri mér sönn ánægja, ef Helgi Seljan vildi vera svo elskulegur, að segja fávísum fyrirspyrjanda undir hvað svona vinnubrögð heyra? Að sjálfsögðu hefir þetta nýsköpunarorð alþingismannsins átt að verða til þess að enginn þyrði framar að skrifa staf- krók, þar sem alþingismenn kæmu við sögu. — Trúlega búist við, að erfitt mundi það reynast, án þess að eitthvað kæmi þar fram, sem ekki væri sem fýsilegast fyrir fagurkera. — Þá mundi nú kannski hreinsunar- ^ „Líka væri ánægjulegt ef alþingismenn vildu upplýsa hve mikið ríkiö borgar bændum í kaup meöan þeir sitja hér á búnaðarþingi og skipuleggja nýjar kröfugerðir.” mikils trafala fyrir alla aðra umferð, ef eitthvað er að veðri, einnig þau far artæki, sem eru í þjónustu almenn- ings. Enn er ónefndur einn aðili í þessu vandræðaástandi, en það er sá hluti almennings, sem sækir vínveitinga- húsin um helgar. Fyrr af stað Ég geri mér fulla grein fyrir því að íslendingar vinna langan vinnudag og fara því seint af stað að skemmta sér. En fleiri mættu fara að átta sig á ástandinu og tygja sig til heimferðar hálftímanum fyrr. Einnig mættu fleiri treysta sér til þess að vera skemmtilegir án vínneyslu og taka bílinn sinn með. Á íslandi er önnur eða þriðja mesta bílaeign á íbúa í heimi. Fólk, sem bíður eftir leigubifreið, ætti einnig að huga að fleirum en sjálfu sér og athuga hvort fleiri eru á sömu leið. Það yrði bæði ódýrara fyrir hvern og einn og öðrum til bættrar þjónustu. Það hlýtur að vera ergilegt fyrir leigubifreiðastjóra að aka einum manni upp í Breiðholt neðan úr mið- bæ og fá svo jafnvel næsta viðskipta- vin í sama stað í næsta hús í Breið- holtinu við þann fyrri. Ástandið í þessum málum er að verða til vandræða og jafnvel orðið stórhættulegt lífi og heilsu manna í vondum veðrum. Hér eru margir aðilar hlutaðeigandi, og því þyrfti nú að fara að kanna allar hliðar þessa máls, með bæði þjóðhagslega hag- kvæmari Iausn og bætta þjónustu fyriraugum. Fjöldi leigubifreiða á höfuðborgar- svæðinu er nægur, jafnvel of mikill ef eitthvað er, en skipulagið virðist vera í algerum molum. Úr því þarf að bæta hið fyrsta, áður en slyshlýstaf. Borgþór S. Kjærnested. hátíðin, sem haldin var 10. þ.m. virka sterkt. — Eða var það ekki þann dag, sem forseti íslands talaði um óréttmæta gagnrýni á alþingis- menn og hreinsaði þá með miklum skörungsskap? „Afillri nauðsyn" En svo lengi sem rit- og málfrelsi á að heita að vera í landi hér, er það trú mín að þeir, sem vilja eitthvað skrifa eða segja og vita ekki betur en þeir segi aðeins sannleikann, muni gera það, jafnvel þó að þeim sé fullljóst, að orð þeirra megni Htils. — Og án tillits til þess hvernig það muni líka á hinum hærri stöðum. — Og eins og sumir vita, að ýmsa óskemmtilega hluti verður að sætta sig við ,,af illri nauðsyn”. — Ætti þeim líka að vera Ijóst, að það getur verið hitt og annað, sem gera þarf „afillri nauðsyn”. Gamalt máltæki segir: Það er víðar guð en í Görðum. — Eins getum við hér sagt: Viðar eru heilagar kýr en i Indlandi. íslendingar eru mikil sauða- og nautgripaþjóð. — Og þeir meta mikils kýr sínar, enda eiga þeir marga vinsæla verðlaunagripi, eins og ýmsar skoðanakannanir hafa sýnt. Enda síst að furða þar sem þær ,,tala tungum” hvað þáannað. Og nú langar mig að spyrja bless- aðar kýrnar um ýmislegt. Þvi eins og munkar nokkrir sögðu um ábóta sinn: „Allt veit pabbi”. — Þá er það eitt víst, að kýrnar eru skynugar skepnur. Og margt er skrítið í kýr- hausnum! — Er annars ekki þjóðfélagið okkar mikið fyrirmyndar samfélag? Sannkallað sæluriki, þar sem fyllsta jafnréttis er gætt á öllum sviðum? Þar sem engin spilling fyrirfinnst, — engir forréttindahópar — engin bitl- ingastarfsemi — ekkert misferli? Og hverjum er svo allt þetta að þakka? — Eru það ekki stjórnmála- mennirnir okkar, sem eiga heiðurinn af öllu þessu? Hafa þeir ekki allir sameinast um að takaþjóðarhagfram yfir flokkspólitísk sjónarmið eða eigin hag? — Hafa þeir ekki alla tíð viljað forðast allt það, sem hættulegt gæti orðið sjálfstæði þjóðarinnar . . . og vernda hana fyrir erlendri ásælni? — Skyldi nokkur þora að segja annað? . . . Þvílíkir dásemdar- menn, drottinr. minn sæll og góður! Biðjum svo guð að geyma blessað- ar kýmar. Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.