Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.11.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 05.11.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. I Menning Menning Menning Menning Loikfólag Reykjavfkur: UNDIR ÁLMINUM eftir Eugene O'Neill Þýöing: Ami Guönason Lýaing: Daniei Williamuon Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson Loikmynd og búningar: Stoinþór Sigurósson Leikstjórn: Hallmar Sigurösson Eugene O’Neill stendur föstum fótum í tveimur meginhefðum leikrit- unar á öldinni, natúralisma og ex- pressjónisma. En ætli hann standi ekki ögn fastar í vinstri fótinn, veru- leika og natúralismans megin? Þar byrjaði hann. Og þar endaði hann með sínu mesta og máttugasta verki, Long Day’s Journey into Night. Með allri respekt fyrir margvíslegum formtilraunum hans og margbrotn- um pælingum i sálarfræði, heimspeki og grískri klassík, finnst mér samt meira vert um raunsæislegan frásagn- armáta á verkum hans, natúralisma í mannlýsingum og atburða og um- hverfis, líka þar sem leikirnir snúast upp í hreint og beint melódrama. Undir álminum gerist á Nýja Erig- landi árið 1850 á meðal bændafólks sem er eins og það sé vaxið úr jörð- inni sem það yrkir, sjálft hluti lands- ins. Leikurinn byrjar bæði og lýkur með einföldum lofsyrðum um jörð- ina, og þau ganga raunar sem viðlag í gegnum allan leikinn, lofsöngur um gæði og fegurð landsins. Landið er hart og grýtt — en gjöfult ef nógu er kostað til þess. Og það þarf að kosta öllu til. í vestri lokkar skjótfenginn gróði, gullið í Kaliforníu. En það er svo ljóst sem verða má að fólkinu í leiknum er hvergi líft nema heima hjá sér á jörðinni sem á það. Sagan í leiknum er svo einföld að hún hefur allt að því goðsögulega merkingu og gæti víst hvarvetna gerst í bændabyggð. Gamall maður festir sér unga konu, hún festir ást á syni hans sem getur við henni barn. í þessum heimi gengur allt út á að eiga — jörð og fé og fólk. Cabot gamli þarf að eignast nýjan son til að festa sér jörðina upp á nýtt: fyrir hann verður Abbí og barnið einskonar igildi jarðarinnar, lífs hans þar í verkum sínum. Jörðin þarf konu og konan jörð. Abbí verður að eignast barnið til að festa sig í sessi á jörð- inni. Og krafan um eignarrétt og eignarhald, sjálf sprottin af lífsam- bandi manns og jarðar veldur jafn- harðan öllu böli leiksins. Cabot hrekur eldri syni sína frá sér af því að þeir ásældust það sem var hans, sannleikurinn um barnið er honum auðvitað óbærilegur, Abbí kemst ekki af nema hún eigi ást Ebens. Og Eben er ekki líft nema hann trúi því að sjálfur eigi hann Abbí óskipta. Hvernig þetta fer? Auðvitað illa. Abbí fórr.ar barninu til að sanna Jörðin og konan Eben tryggð sina. Unga fólkið gengur upprétt undir refsingu sina. Gamli maðurinn stendur um síðir einn uppi á sinni hötuðu, elskuðu jörð, ánetj- aður henni og alls umkomulaus á henni. Undir álminum er magnþrungið verk að lesa það, hvað þá í alskapaðri sýningu á leiksviði. En í sviðsetningu Hallmars Sigurðssonar í Iðnó hefur augljóslega verið við margvísleg vandkvasði ^að etja. Þýðing Árna Guðnasonar er án efa vel stílaður texti á íslensku, en alveg afskipt því jarðarbragði, rótarsafa sem mál fólksins þarf á að halda — hvernig sem átt hefði að semja honum ís- lenskt málfar í líkingu við einfalt og frumstætt orðfæri frumtextans. En skáldskapur leiksins liggur ekki i fal- lega orðuðum setningum heldur frum stæðu tilfinningalífi fólksins í leikn- um. Leiknum fylgja, eins og öðrum leikritum O’Neills, ýtarleg fyrirmæli um leikmynd; þar er ætlast til að bú- garður Cabots sé beinlinis sýndur á sviðinu, yfirskyggður álmtrjánum sem gefa leiknum nafn. Þótt vafa- laust þurfi verulegrar einföldunar og stílfærslu við til að koma þessu í kring er hitt alveg nauðsynlegt að natúralísk meginmerking sviðsmynd- arinnar sé ljós og skilmerkileg. Skáld- skapurinn í leiknum, harmurinn sem hann tjáir stafar af jarðareðli fólks- ins í leiknum, rótfestu þess í heimi sem okkur er sýndur á sviðinu sem áþreifanlegur veruleiki. Þetta tókst ekki Ieikmynd Steinþórs Sigurðsson- ar þótt hún leysti nokkurn veginn þann vanda að koma leiknum fyrir á sviðinu. Hafi lýsing átt að tjá fyrir áhorfendum fegurð landsins, birtuna fimmtíu ár, brotið grjótið til undir- gefni við sig. Hann er hálfáttræður að aldri en líkamsorka hans enn óskert þótt elli sæki hann um síðir heim í leiknum, bóndi umfram allt. Hitt er annað mál að þegar Gísli fór að tjá hug og ævi Cabots síðar í leiknum, t.d. í ræðunni yfir Abbí í öðrum þætti, eða ákalla sinn harða, óhlífna drottin sem hann hefur skap- að sér i sirini mynd, þá öðlaðist mál hans þann þrótt, örvæntingu og ástríðu sem leiknum hæfði. En það var eins og Gísli Halldórsson og Hallmar leikstjóri hefðu umfram allt áhuga á ástríðunni sem hlutverkið og leikurinn geymir, án þess að skeyta um orsakir og ástæður hennar í um- hverft og ævi fólksins og þeirri sögu sem af því er sögð í leiknum og velta á natúralískum eðlisþáttum leiks og sýningar. Eldri synir Cabots eru nánast af- sprengi jarðarinnar og líkt við góð- mótlega uxa í leiknum, þeirra hlutur í upphafi hans umfram allt að ítreka hugarheim, sambýlishætti í leiknum. Yngri sonurinn, Eben, er aftur á móti eftirmynd föður síns eins og þrátekið er i leiknum. Mér fannst Karl Ágúst Úlfsson tefla hlutverkinu þegar í byrjun leiks í taugaspennu sem ekkert átti skylt við þrályndið í þeim feðg- um, andúðina eða hatrið á föður sínum sem ber uppi hlutverkið uns ástríðan til Abbíar tekur yfirhönd. Ragnheiður Steindórsdóttir gerði sínu hlutverki aftur á móti skýr skil: Abbí þarf á heimili, barni, jörð að halda til að lifa á. En þetta verður ekki keypt. Það verður að kosta öllu til, sjálfum sér til að halda lífi. ÓLAFUR JÓNSSON Karl Ágúst Úlfsson og Ragnheiður Stcindórsdóttir í hlutverkum Eben og Abbí. og hitann í náttúru leiksins, þá mis- tókst það í sýningunni. Hvað þá um fólkið — sem mestu skiptir í leiknum? Áður en Cabot gamli birtist sjálfur á sviðinu hafa synir hans lýst honum fyrir okkur, harðneskju hans og yfirdrottnun, brottför hans tveimur mánuðum fyrr þegar raust ^drottins kallaði hann. Ansi fannst mér örðugt, þegar Gísli Halldórsson birtist á sviðinu að koma þessari lýsingu heim við manninn sjálfan, eða trúa því að Cabot hefði í raun og veru erjað jörð sína í full Þrátt fyrir allt sem á móti ber horf- ir maður á sýningu Leikfélagsins með eftirtekt og áhuga. Það fer eftir efnum og aðferð hennar að best tekst leikurinn i þriðja þætti, þar sem ör- væntingin, ástríðan brýst úr skefjum hversdagsins. En því miður vantar það í sýninguna sem til þarf að gera raun fólksins að brennandi vanda, sýna fram á þann veruleika sem ástriða og örvænting þess er sprottin af. Án slíkrar fótfestu I raunheimi lætur öll hans angist mann alveg und- arlega ósnortinn. Fyrirtaks f ulltrúi í píanistastétt Tónleikar önnu Áslaugar Ragnarsdóttur á vegum Tónlistarfólagsins (Austurbœjarbtói 31. október. Efnisskró: Pietro Domenico Paradisi: Sónata í A-dúr, nr. VI; Franz Schubert: Sónata í a-moll, op. 42; Claude Debussy: 12 prelúdfur (fyrsta bók). Það var Anna Áslaug Ragnars- dóttir sem ein sá um þriðju tónleika þessa starfsárs Tónlistarfélagsins. Nokkuð er umliðið síðan tónleika- gestir hérlendis fengu síðast að heyra í Önnu Áslaugu og vissulega timi til kominn að heyra í henni aftur. Það verður að segjast eins og er að stórum þykir mér það viturlegra listamanna- valið í ár heldur en í fyrra hjá Tón- listarfélaginu. Líklega brenna þeir sig ekki aftur á því að fá söngvara, heimsfræga úr sínu heimafylki, þótt slíkt geti á sinn hátt verið fróðlegt og gagnlegt til að fá raunsannan saman- burð á innlendum og erlendum lista- mönnum. Paradisi er heldur lítt þekktur hér- lendis, sem víðar um Norðurálfu, en það var ágætlega til fundið hjá Önnu Áslaugu að hefja tónleikana með honum. Hún lék Paradisi sónötuna snyrtilega og án þess að reyna að gera neitt meira úr henni en akkúrat það sem hún er, létt og þægilegt stykki og úrvals upphitun fyrir átökin við fyrstu stóru sónötu Schuberts. Schubert lék hún með hnökra- lausri tækni og ekkert skorti á brillíans. En mér fannst hún fullharð- hent og er það svo sem ekki í fyrsta sinn sem sannast að þótt fjarlægðin milli Wáhring og Schwabing sé álíka og milli Reykjavíkur og Akureyrar, er menningarlega vegalengdin þar á milli töluvert meiri. En hver hefur sinn stíl og stíllinn er ekki allt, sjaldnast einn og alréttur og leikur góðs píanista byggist á fleiru en stíln- um einum. Og með Préludes rak hún endahnútinn á ágæta tónleika. Nú skorti heldur ekki mýkt í leik hennar, en án þess að nokkru væri fórnað af brillíans. Með þessum tónleikum vorum við minnt á að við eigum fyrir- taks góðan fulltrúa í píanistastétt suður í Bæjaralandi. -EM. Anna Áslaug Ragnarsdóttir pianóleik- Tónlist I NÓV. AUKUM ORYGGI (VETRARAKSTRI NOTUM ÖKULJÓSIN ALLAN IFEBR SÓLARHRINGINN

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.