Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 4
6
Ársrit Racktunarfélags Norðurlands,
kensla fari fram að tilhlutun Ræktunarfélagsins. Um
það hver aðferðin yrði hentugust urðu töluverðar um-
ræður. Að umræðum loknum var kosin þriggja manna
nefnd. Kosningu hlutu: Magnús Stefánsson, Tryggvi
Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson.
5. Sýslubúfræðingarnir. Nokkrar umræður urðu um starf-
semi þeirra. Útaf erindi frá sýslunefnd Skagafjarðar-
sýslu um að mælingagjaldið, kr. 1.00 á hvern búnað-
arfélaga utan Ræktunarfélagsins, falli niður, var sam-
þykt svohljóðandi tillaga í einu hljóði: »í tilefni af
málaleitun frá sýslunefnd Skagafjarðarsýslu að fella
burtu mælingagjald fyrir þá menn, sem ekki eru í
Ræktunarféiaginu, lýsir fundurinn því yfir, að hann
ekki sjái sér fært að breyta lögum félagsins þannig,
að mælingargjaldið fyrir utanfélagsmenn falli niður.«
6. Pá hélt hr. búfræðiskandídat Hólmjárn Jósefsson eink-
ar fróðlegan fyrirlestur um búpeningsrækt. Talaði hann
um búfjárræktina fyr og nú, hér á landi og í nágranna-
löndunum; svo og um uppruna íslenzks búpenings
— útlit hans, meðferð og kynbætur. Að síðustu um
framtíðarmarkmið búpeningsræktarinnar — um nauð-
syn á því:
að bæta meðferð búpenings,
að framleiða sérstaka kynstofna og
að auka kynfestu þeirra.
Nauðsyn taldi fyrirlesari á að fjölgað væri búfræð-
isráðunautum.
7. Búfjárræktarmálið. Hr. Sigurður Einarsson, dýralækn-
ir, gjörði grein fyrir því, hvað stjórn Ræktunarfélags-
ins hefir gjört til framkvæmda í þessu máli. Hefir
hún skrifað til allra félagsdeilda á Norðurlandi. Svör
þeirra flestra hafi verið í þá átt, að Ræktunarfélagið
taki málið að sér. Hafði stjórnin ennfremur skrifað
Búnaðarfélagi íslands um þetta mál, með ósk um að