Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 3
Ársrit Raektunarfélags Norðurlands.
5
fram reikninga þess fyrir árið 1914, með athugasemd-
um endurskoðenda og svörum reikningshaldara, á-
samt tillögum endurskoðenda til úrskurðar. Skýrði
hann síðan allnákvæmlega frá störfum félagsins síð-
astliðið ár.
Meðal annars hafði verið lögð stund á að fá vit-
neskju um, hvaða kartöflukyn reyndist bezt.
Við áburðartilraunir reyndist útlendur áburður með
mómold gera sama gagn og húsdýraáburður.
Síðastliðið sumar hafði verið hagstætt trjágróðri og
grenitré vaxið alt að 18 þumlungum.
Á árinu hafði félagið útvegað 8 sláttuvélar til notk-
unar á félagssvæðinu.
Félagið hafði veitt hr. Sig. Olafssyni á Hellulandi
eitt hundrað króna styrk til að koma upp engjaáveitu
með vindafli. Vatnsvindan hefir í vor dregið vatn á
150 vallardagsláttur, sem annars hefðu staðið flóð-
lausar. AIIs hefir hún kostað 10 — 1200 krónur.
Ennfremur var getið um áveitu við Mývatn, sem
ávöxt af starfi sýslubúfræðinganna. — Vatnsflötur
Mývatns var hækkaður um 22 þuml. með stíflu í Laxá.
Mikið engi varð þannig fyrir flóði í kringum vatnið.
Stíflan kostaði um 2500 krónur.
Pess má geta, að félagið telur nú skuldlausa eign
sína 48,000 krónur — fjörutíu og átta þúsund —. í
reikninganefnd kosnir: Magnús Stefánsson, Jónatan J.
Líndal og Kr. E. Kristjánsson.
3. Áætlun um tekjur og gjöld félagsins fyrir árið 1916.
Framkvæmdarstjóri las upp áætlunina lið fyrir lið og
skýrði hana að mestu leyti. 5 manna nefnd var kosin
til að athuga fjárhagsáætlunina. Kosningu hlutu: Kr.
E. Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson, Kristján Jóns-
son, Hólmjárn Jósefsson og Arnór Árnason.
4. Umférðarplægingar. Allir voru á því, að plæginga-