Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 8
10 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
12. Kom þá fram svohljóðandi tillaga frá Kristjáni E.
Kristjánssyni, er var samþykt með 7:5 atkvæðum:
»Fundurinn telur heppilegra að búnaðarfélögin
»verji landsstyrknum til verkfærakaupa og sameig-
»inlegra félagsframkvæmda, en ekki einsog nú —
»útbýtt milli félagsmanna í hlutfalli við dagsverka-
»tölu hvers eins.«
13. Frá Jónasi Sveinssyni kom fram svohljóðandi til-
laga, er var samþykt í einu hljóði:
»Fundurinn æskir þess, að minsta kosti einn af
»sýslubúfræðingunum riti á ári hverju stutta ferða-
»sögu, sem komi í ársriti félagsins.«
14. Frá stjórn félagsins kom svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn álítur heppilegast, að aðalfundur bún-
»aðarsambandanna kjósi framvegis fulltrúa til bún-
»aðarþings í stað sýslunefnda, er hafa þá kosningu
»með höndum.«
15. Sigurður Einarsson, dýralæknir, var endurkosinn í
stjórn félagsins í einu hljóði.
16. Endurskoðendur félagsreikninganna voru endur-
kosnir, þeir: Hallgrímur Kristinsson, kaupfélags-
stjóri á Akureyri, og Kristján kaupm. Sigurðsson á
Akureyri.
17. Samþykt að greiða fulltrúum fundarins kr. 2.00 á
dag.
Klukkan 4 — 6 voru fyrirlestrar fluttir:
Valtýr Stefánsson, búfræðiskandídat, flutti erindi um
nokkur búnaðarmál á Alþingi. Rakti hann í fám orðum
feril og meðferð þeirra alt frá endurreisn Alþingis, svo
sem fóðurbirgðamálsins, ábúðarlöggjafarinnar o. fl.
Sig. Sigurðsson, ráðunautur, flutti erindi um vatns-
veitingar. Lýsti hann nokkrum svæðum hér norðanlands,