Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 37
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
41
ætti fáeina stóðhesta, sem sköruðu fram úr öðrum að
gæðum, og hefði þá dreifða yfir landið, þar sem hross-
in væru bezt. Ráðunautar og aðrir þar til kjörnir færir
menn veldu svo vissa tölu af beztu hryssum úr því
bygðarlagi, sem færa skyldi til folanna. Rað væri hægt
að byrja með fáa hesta og sjá hvernig tækist, og fjölga
þeim síðar, ef þetta reyndist að vera til bóta, sem eg tel
mjög sennilegt. Folana þyrfti að hafa í girðingum hjá
hryssunum eða gefa þeim inni og leiða hryssurnar. Á
sama hátt mætti fara með reiðhestana, en auðvitað verð-
ur að hafa þá í sérstökum girðingum. Eigi væri ótiltæki-
legt að stofna sérstök kynbótabú fyrir reiðhesta, þó að
eigi sé útlit fyrir, að þeir þyrftu að vera eins margir eins
og dráttarhestarnir.
Nautgripafélögin standa eftir mínu áliti á réttum grund-
velli. Aðeins þarf að leggja meiri áherslu á kynfestu en
ennþá er gjört. Nautin í hverju nautgripafélagi, og helst
á stærra svæði, eiga altaf að vera sem líkust að ytra út-
liti og innri eiginleikum, og ávalt sé haft hugfast, að
reyna að burtrýma göllum. í nautgripafélögunum ætti að
færa ættartölubækur.
Hvaða lit og einkenni nautpeningurinn hefði innan
hvers félags, eða helst á stærra svæði, ættu bændur í
samráði við ráðunaut að koma sér saman um. Það yrði
þá eðlilega lítur og einkenni á beztu kúnum, sem yrði
ráðandi.
Sýningum ætti að smáfjölga, og um leið smám saman
herða á kröfunum gagnvart þeim dýrum, sem verðlaun
fengju, og gjöra smátt og smátt meiri kröfur til kynfestu
og heimta, að dýrunum fylgdu ættartölur og afurðaskrár.
Veita ætti t. d. eigi verðlaun, ef sami maður kæmi með
þrjár ær á sýningu, þótt allar væri fallegar ef t. d. ein
væri hvít í framan, önnur gul og þriðja kollótt o. s. frv.
Hreppasýningum þarf að fjölga, því þær vekja áhuga og
skilning bænda á því, hvað gjöra þurfi.
Stærri sýningar ætti að halda í héruðum með vissu