Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 59
Arsrit Ræktunarfétags Norðurlands.
65
Pessar ályktanir verð eg að byggja á vitneskju minni
um stærð allmargra túna, persónulegum kunnleika og
afspurn. Hefði eg vitað hið rétta fiatarmál allra túna,
hefði eg staðið betur að vígi. Er hinum fyrirhuguðu
túnmælingum er lokið, væri þetta mjög fróðlegt og mik-
ilsvert atriði til rannsóknar. Mundi það sýna í hvaða
hlutfalli áburðarþörfin stendur við ræktunarstig túnanna
og gefa bendingu um, á hvaða ræktunarstigi heppilegast
væri að halda túnunum, til þess að þau gæfu sem mest-
an arð fyrir sem minsta fyrirhöfn.
Til þess að fyrirbyggja misskilning, vil eg taka það
fram, að það er langt frá, að eg álíti þá túnrækt heppi-
legasta, er gefur hlutfallslega mestan heyfeng fyrir á-
burðinn vegna þess, hve túnið er stórt samanborið við
gripafjölda, og því lítið á það borið. Hér er svo margs
að gæta, vinnutilkostnaðar, rentu af ræktun, árvissu o.
fI., að heppilegra verður að halda túnunum í þeirri há-
rækt, að allmikiil áburður gangi til heyframleiðslunnar.
En vér getum, einnig í þessu efni, komizt yfirhinhagn-
aðarlegu takmörk. Það þarf að vera takmark hvers bónda
að halda túnrækt sinni sem næst þeim á hverri einstakri
jörð.
Rœkta gfripirnir fóðrið sitt?
Eg hefi þá bent á nokkur atriði, er skýrsla sú, er hér
birtur útdráttur úr leiðir í Ijós og þær athugasemdir, sem
við hana er að gera. Eftir því að minnast lítillega á svar
hennar um það, hvort gripir vorir rækti fóðrið sitt. Skýrsl-
an hér að framan sýnir gripafjölda fyrir hverja 100 hesta
töðuframleiðsiu. Verður þá að meta, hve mikið hey þeir
gripir muni þurfa. Pað getur hver gert eftir eigin áliti, en
hér skal að eins bent á hin helztu meðaltöl. Meðaltal
allra sýslna til framleiðslu 100 hesta töðu er 2,6 kýr, 3,9
hestar og 30 kindur, sleppi jeg þó að vísu nokkru af fjár-
5