Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 39
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
43
hafa nægilega vísindalega og verklega þekkingu hver á
sínu sviði, svo þeir geti staðið fyrir kynbótum og gefið
bændum góðar leiðbeiningar í búfjárræktinni. F*eir þurfa
að ferðast um landið og vera á öllum stærri sýningum,
sem haldnar eru.
Okostur við þessa tilhögun er sá, að végna stærðar
landsins og vegleysu er mjög vont um það að ferðast,
svo ráðunautarnir kæmu tiltölulega sjaldan á hvern stað,
og þess vegna er hætt við, að áhrif þeirra á búpenings-
rækt landsins yrði ekki eins mikil og æskilegt væri.
Síðari leiðin er:
Að landinu væri skift niður í þrjú umdæmi og hefði
hver ráðunautur sitt umdæmi. Pað verða að vera vel
færir menn, með nægilegri þekkingu á öllu sem að bú-
peningsrækt lýtur, sem hefðu starfið með höndum, því
þeir þurfa að geta leiðbeint jafnt í sauðfjár-, hrossa- og
nautgriparækt.
Kostur við að skifta landinu þannig niður í umdæmi
væri sá, að með því gætu ráðunautarnir kynt sér greini-
lega ástand búpeningsræktarinnar hver á sínu svæði, með
því að ferðast um umdæmið oft á ári. Gætu þeir þann-
ig sennilega gjört meira gagn en ef hver ráðunautur
hefir sína búfjártegund og situr t. d. í Reykjavík.
Ennfremur gæti þannig lagað fyrirkomulag vakið eðli-
lega samkepni milli ráðunautanna, þannig að hver þeirra
fyrir sig vildi fá sem mestu góðu til ieiðar komið í sínu
umdæmi.
En hvaða leið, sem menn nú vildu fara í þessu máli,
þá ætti það að vera öllum Ijóst, að það er ekki nóg að
hafa einn ráðunaut í búpeningsrækt hér á íslandi; einn
maður getur ekki fengið því áorkað, sem verður og má
til að koma í framkvæmd.
Ráðunautarnir ættu að vera undir eftirliti Búnaðarfé-
lagsstjórnarinnar, og hún ætti, að minsta kosti að nokkru
leyti, að vera skipuð mönnum, sem bæði hefðu vísinda-
lega og verklega þekkingu á búnaðarmálum. Það væri