Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Síða 69
Ársrit Ræktunarfélag Norðurlands.
75
Við getum dálítið gert okkur í hugarlund hvílíkur mun-
ur hafi verið á Skagafirði meðan skógarnir stóðu í blóma
sínum, bæði hvað fegurð og búsæld snerti, og ættu Skag-
firðihgar nú að reyna að gera sér það Ijóst. Gerðu þeir
það, hvgg eg að margir þeirra mundu vinna eitthvað að
því að fjörðurinn yrði aftur skógi vaxinn. Og það er
víst að fyrst hann hefir verið skógi vaxinn, getur hann
orðið það aftur. Byrjunin er að fá tré frá Ræktunarfélag-
inu og prýða með þeim kringum bæina og friða skógar-
leifarnar sem til eru og grisja þær. En síðar, þegar trjá-
garðar eru komnir við hvern bæ, þá verður farið að
rækta skóg víðar, en líklega verður við þá dauðir sem
nú lifum.
En því spái eg, að sú komi tíðin, að aftur verði skóg-
ur, sem að gagni komi á 120 jörðum í firðinum mínum.
Og þá verður hann fegri og búsældarlegri. Og þeir,
sem þá lifa, munu blessa minningu þeirra, sem byrja á
því að rækta skóginn, byrja á því að færa fjörðinn í
gömlu fötin sín, sem hann hefir verið færður úr af
þekkingarleysi og skilningsleysi.
'k ’15.
Páll Zóphóniasson.