Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 26
30 .Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
sem hægt er að gjðra til góðra rœktaðra dýra hér á ís-
landi.
B. Kynbætur.
Á hinum síðustu árum hefir töluvert verið gjört til
þess að efla kynbætur búpenings. Af atriðum í þá átt
má nefna:
a) Kynbótabú fyrir sauðfé.
Peir sem fyrstir riðu á vaðið til samtaka um að reyna
að koma á fót félagsskap, sem hefði það markmið að
bæta sauðféð, voru Suður-Þingeyingar. Bárðdælir gjörðu
á árunum 1856—1859 tilraun til þess að stofna fjárrækt-
arfélag, og hefir það starfað hjá þeim síðan, og kunn-
ugir menn segja mér, að það hafi orðið til mikilla bóta.
Á vetrum hafa þeir menn, sem ferðast á milli félags-
manna og vigta féð, og semja skýrslur yfir þyngd og
fóðrun þess. Hefir það mikið orðið til þess að auka
samkeppni og áhuga hjá bændum á fjárræktinni. Ár-
ið 1898 mynduðu nokkrir Suður-þingeyingar hlutafélag
og stofnuðu kynbótabú fyrir sauðfé á Halldórsstöðum í
Reykjadal. Rað hefir starfað síðan, en er nú orðið eign
einstakra manna. Nú eru alls 7 sauðfjárkynbótabú starf-
andi á landinu, en tvö, sem áður hafa starfað, eru lögð
niður aftur.
b) Nautgripafélögin.
Hið fyrsta nautgripafélag hér á landi var stofnað haust-
ið 1903. Síðan hafa verið stofnuð 30—40 nautgripafélög,
en sum þeirra lagst niður aftur, svo nú eru þau talin
(sbr. Búnaðarrit 1915) 24 starfandi með 2895 fullmjólk-
andi kúm. Félög þessi láta halda fóður- og mjólkur-
skýrslur, og gjöra fiturannsóknir að minsta kosti þrisvar
á ári *. Ennfremur hafa félögin naut, sem allir félags-
menn nota handa kúm sínum. Þessi naut eiga að vera
falleg og af sem beztu kyni.
* Nauðsynlegt væri að þær færu oftar fram árlega.