Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 46
SÁÐSKIPTATILRAUN
TILRAUN NR. 58-57
I. TILGANGUR TILRAUNAR
Byrjað var á tilraun nr. 58—57 árið 1957. Hugmyndin að
baki þessari tilraun var að reyna sáðskiptabúskap. Átti fyrst
og fremst að bera saman uppskeru mismunandi jurta og
athuga hver áhrif margendurtekin jarðvinnsla hefði á jarð-
veg og uppskeru. Áætlað var að tilrauninni skyldi haldið
áfram í 24 ár, en eftir 10 ár var landið, sem tilraunin var á,
orðið svo blautt, sérstaklega vor og haust, að ógerlegt var að
halda áfram ræktun sumra jurtanna, sem í tilrauninni voru,
án einhverra aðgerða. Tilrauninni var þá hætt.
Landið, sem tilraunin var á, er framræst hallalítil mýri
1—2 metra þykk, og undir henni er nokkurra cm þykkt sand-
lag, áður en komið er á klöpp. Landið var ræst fram árið
1953, en ruðningum rutt út og landið plægt og jafnað á
árunum 1955 og 1956. Vorið 1957 var landið tætt með jarð-
vegstætara og jafnað til í því með flaggrind.
Ætlunin var að tilrauninni skyldi hagað þannig:
a. Gras í 24 ár.
b. 1. ár bygg, 2. ár fóðurkál, 3.-6. ár gras, 7. ár bygg
o. s. frv. í 24 ár.
c. 1. ár bygg, 2. ár kartöflur, 3. ár hafrar, 4. ár fóðurkál,
5.-8. ár gras, 9. ár bygg o. s. frv. í 24 ár.
Þessi áætlun stóðst ekki, þ. e. a. s. í stað kartaflna á 10. ári
í c-lið var haft rýgresi, vegna þess að landið var svo blautt,
að óhugsandi var að rækta í því kartöflur. Og eins og áður
getur stóð tilraunin aðeins í 10 ár í stað 24 ára. Til að auð-
velda yfirsýn yfir tilraunaliðina eru þeir settir upp í töflu I.
II. JARÐVINNSLA
í töflu I má einnig sjá yfirlit yfir jarðvinnslu á hinum ýmsu
tilraunaliðum. Liður a var aðeins unninn fyrsta árið. Eftir
að landið hafði verið plægt og jafnað vir skurðruðningum,
48