Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 101
þegar annar er kynbættur, og síðast en ekki sízt að meta verð-
mæti þeirra eiginleika, sem á að kynbæta og leggja áherzlu
á að velja þá gripi til kynbóta, sem auka verðmæti stofnsins
sem mest. Sjálft kynbótastarfið getur eftir sem áður verið í
höndum félagssamtaka bænda, en rannsóknastarfsemin ætti
alltaf að fylgjast gaumgæfilega með því, hvort árangurinn af
kynbótunum er í samræmi við það, sem við er að búast,
þannig að hægt sé að gera ráðstafanir til endurbóta á kerf-
inu, þegar þörf krefur. Kynbótaaðferðirnar, sem nota ætti
í landinu, en eru ekki notaðar, eru gott dæmi um erlenda
þekkingu, sem mætti taka í notkun hér með litlum breyt-
ingum. i: ■; ‘
Á sama hátt eru regfurnar um litaerfðir sauðfjár og þekk-
ingin á því, hvernig hægt er að rækta upp alhvítt fé, gott
dæmi um tilraunaniðurstöður, sem fengizt hafa í landinu,
en ekki eru notaðar nema að takmörkuðu ieyti.
Þannig eru til dæmis til heilar sýslur í sumum landshlut-
um, þar sem enginn bóndi kann að framleiða grá lömb, án
þess að svört eða ljósgrá lömb komi fram. I þessum sömu
sýslum er til fjöldi bænda, sem vilja fá grá lömb og reyna
það, en þeir nota ekki reglurnar og ná ekki árangri.
Það er vitað, að gráar gærur eru eftirsóttari og verðmæt-
ari en aðrar gærur og fyrir þær er búinn að vera traustur
markaður í 20 ár. Samt hefur enginn könnun farið fram á
því enn, hvort Svíþjóðarmarkaðurinn þolir fleiri gráar gær-
ur af beztu gæðum heldur en nú eru framleiddar né heldur
hvort aðrir markaðir gætu verið fyrir hendi fyrir gráar gær-
ur. Mér er kunnugt um marga bændur, sem gætu fjölgað
vel gráum lömbum úr 10—20, sem þeir fá nú upp í 50—100
á einu ári með því að nota arfhreina, gráa hrúta.
Hvers vegna kannar landbúnaðurinn ekki markaðsmögu-
leikana fyrir aukinn fjölda af gráum gærum og skipulegg-
ur aukna framleiðslu, ef markaðurinn getur tekið við
henni?
Alhvítu gærurnar eru annað dæmi af sama tagi, en þar er
frekar við iðnaðinn að sakast um en landbúnaðinn. Þar hafa
rannsóknir leitt í ljós, hvernig hægt er á tiltölulega mjög
101