Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 91
HELGI HALLGRÍMSSON:
BLÁÞÖRUNGAR VINNA KÖFNUNAR-
EFNI LOFTSINS
Flestir kannast nú orðið við köfnunarefnisbindingu bakt-
eria, sem lifa m. a. í rótarhnúðum smárans (Trifolium) og
fleiri belgjurta, enda hefur þessi vitneskja hlotið staðfest-
ingu í akuryrkju og annarri rætkun. Til skamms tíma var
talið, að bakteriur (gerlar) væru einu lífverurnar, sem bund-
ið gætu hið óvirka köfnunarefni loftsins, og þannig byggð-
ist allt jarðlífið á tiltölulega fáum bakteríutegundum, eða
starfsemi þeirra. Raunar var þó talið, að sveppir, sem lifa
í sambýli við rætur, í svonefndum svepprótum, gætu einnig
bundið köfnunarefni, en það hefnr aldrei verið sannað svo
óyggjandi verði talið. Hins vegar hafa sumir svonefndir
geislasveppir (Actinomycetes), hæfileika til köfnunarefnis-
bindingar, t. d. þeir sem lifa á rótum elris.
Fyrir um það bil áratug, komu ýmsir fram með þá nýj-
ung, að vissar tegundir blápörunga (Cyanophyta, einnig
kallaðir blágreenuþörungar), hefðu þennan hæfileika.
Reyndust þessir þörungar hafa miklu hlutverki að gegna
í áveitubúskap Austurlanda, einkunr á hrisgrjónaekrum, en
það er alkunnugt, að ekrur þessar halda frjósemi sinni um
aldir eða árþúsundir, án þess að nokkuð sé á þær borið,
annað en vatn, sem stendur á þeim um tíma. Bláþörung-
arnir þrífast í vatninu og hinum blauta jarðvegi, og fjölgar
þar geysilega, meðan áveitan stendur. Köfnunarefnið, sent
94