Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 36
hann komi mykjunni allri, eða þar sem næst, niður í plægj-
una. Við þetta sparar bóndinn akstur og vinnu svo miklu
nemur, og hann skemmir ekki túnið allt meira og minna,
út og suður, við að koma mykjunni á völlinn. Hjá því verð-
ur vitanlega ekki komist að sá hluti túnsins sporist nokkuð
sem á er borið, en þar á að plægja svo að þetta sakar minna
en ella. Samt ber að minnast þess, einnig við þessi vinnu-
brögð, að seilast til þess, að aka á völlinn er plægja skal, þeg-
ar þurrt er um, svo að einnig þar sporist eigi meira en hörð
nauðsyn krefur.
Tökum dæmi um slíka ræktunarháttu: Bóndi hefir um 30
nautgripi á bási og eitthvað af ungviði að auki. Hann hefir
um 30 ha. tún. Það mun láta nærri að hann þurfi að plægja
um 3 ha. í túni ár hvert, til þess að koma mykjunni í lóg.
Mykjunni þarf að aka út hvernig sern hann hagar ræktun
sinni og hirðir tún sitt. Hinir breyttu ræktunarhættir spara
hins vegar vinnu við útkeyrsluna, mismunandi eftir stað-
háttum. Að plægja 3 ha. er ekki nema í mesta lagi tveggja
daga verk fyrir einn mann, jafnvel minna, ekki nema eitt
dagsverk ef vel liagar til. Það er haustvinna. Vinnuna að
vorinu: herfingu, sáningu, og völtun, áætla ég eitt dagsverk
á ha. Svo bætist við litlu síðar partur úr dagsverki, að bera
á tilbúinn áburð, til ábætis.
Geigvænlegra er þetta ekki.
Því má hins vegar ekki gleyma, að bóndinn sem ætlar að
ganga skipulega að því að bæta túnið sitt með þessum hætti,
t. d. ef bóndinn með 30 ha. túnið, ætlar að endurtaka það
allt á 10 árum, þá verður hann ef til vill að gera túninu
fleira til góða. Hann þarf ef til vill að bæta framræsluna,
dýpka skurði, gera rásir fyrir yfirborðsvatn o. s. frv. Það er
tilgangslítið að hefja skipulagðar ræktunarbætur með því
að plægja niður búfjáráburð, eins og hér hefir verið rætt
um, nema að framræslan, bæði í jörð og á yfirborði, sé í fullu
lagi. Mykjan í moldinni kemur því aðeins að gagni, við að
vekja líf og frjósemi, að framræslan sé fullnægjandi. Víða
skortir á að svo sé, miklu víðar en bændur gera sér grein
fyrir.