Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 53
kvæmt mælingum, sem gerðar hafa verið á sama landi og
tilraunin er á, er grunnvatnið í um 1 m dýpt mikinn hluta
sumars. (Óttar Geirsson, 1966).
Holurými jarðvegsins og skipting þess í holustærðir eru
mæld með því að setja jarðvegssýni á postulínsplötu í þrýsti-
pott og hleypa mismunandi loftþrýstingi á pottinn. Allt
vatn, sem haldið er lausar í sýninu en viðkomandi loftþrýst-
ingur sýnir, þrýstist þá úr jarðveginum og má þá mæla það
sem eftir er í sýninu með því að vigta sýnið og þurrka við
110° C í sólarhring. (H. C. Aslyng, 1968).
Pottur sá, sem notaður var við tilraunina, var gerður fyrir
þrýsting minni en 3 loftþyngdir, en jurtir ná vatni úr iarð-
veginum, sem bundið er svo fast, að 15 loftþyngda þrýsting
þarf til að þrýsta því úr jarðveginum. Lang mestur hluti þess
vatns, sem plönturnar ná, er þó bundið með minna en 3 loft-
þyngda þrýstingi og sá hluti nýtanlegs vatns, sent bundinn
er á bilinu 3—15 loftþyngdir, er oftast aðeins brot af heildar-
magni nýtanlegs vatns. Þess vegna er það vatn, sem bundið
er fastar en með 3 loftþyngda þrýstingi, kallað „ónýtanlegt
vatn“ á mynd 1. Ef nákvæmlega er í skiptinguna á mynd 1
farið, er þar talið loft í holum, sem eru meira en 50 n í þver-
mál, (1 jix = 1/1000, mm) holur milli 50 /x og 1,0 ju. í þver-
mál eru taldar geyma nýtanlegt vatn og holur minni en 1,0 /x
í þvermál eru taldar halda í sér ónýtanlegu vatni.
Það sem athyglisverðast er af niðurstöðum jarðvegsrann-
sóknanna er, að loftrými jarðvegsins minnkar eftir því sem
vinnslan eykst og „ónýtanlegt vatnsmagn", þ. e. holur minni
en 1,0 ju. í þvermál, eykst að sama skapi.
56