Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 49
III. ÁBURÐUR
Áburðargjöf var hagað í hvert skipti eftir áætlaðri þörf
þeirra jurta, sem í landið var sáð. Þó þannig að heildar
áburðarmagn varð hið sama á öllum reitum, en köfnunar-
efnisskammti var skipt misjafnt á ár. Á gras voru borin 100
kg köfnunarefni (N) á ha, á bygg og hafra voru borin 40 kg
N á ha og á fóðurkál, kartöflur og rýgresi voru borin 100 kg
N á ha. Að meðaltali voru því borin 100 kg af N á ha á ári.
Af fosfór (P) voru borin 30 kg P á ha á ári á alla liði að
árinu 1957 undanskildu, þá voru borin 118 kg P á alla liði.
Öll árin voru borin 66V2 kg af kalí (K) á alla liði. Á alla
liði voru borin 100 tonn af kúasaur einu sinni. Árið 1957 á
a-lið og 1958 á b-lið og c-lið.
IV. UPPSKERA
Uppskera var mæld öll árin. Þar sem um ólíkar jurtir er að
ræða, er bezt að gera samanburð á uppskeru með því að
reikna út fjölda fóðureininga af ha. Við þá útreikninga er
miðað við að (Gunnar Bjarnason, 1966):
0,55 FE séu í 1 kg af töðu
0,30 FE séu í 1 kg af hálmi
1,00 FE séu í 1 kg af korni (100% þurrefni)
0,20 FF. séu í 1 kg af kartöflum
0,40 FE séu í 1 kg af hafraheyi
0,75 FF, séu í 1 kg af fúðurkáli (85% þurrefni)
I töflu II má sjá uppskeru úr tilrauninni. Af a-lið hafa
fengizt samtals 24,625 fóðureiningar eða að meðaltali 2462
á ári, af b-lið 1771 fe á ári og af c-lið 1882 fe af ha á ári.
Af b-reitum er uppskera um 30% minni en af a og af c-
reitum um 25% minni.