Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 47
var landið tætt eina nmferð með jarðvegstætara og jafnað
með flaggrind. Þá var borinn í það kúasaur og tilbúinn
áburður og áburðurinn tættur niður. Að lokinni sáningu
var fræið herfað niður með léttu diskaherfi, og að lo.kum var
landið valtað.
Það var farið eins með b-lið og a-lið fyrsta árið að öðru
leyti en því, að ekki var borinn í það búfjáráburður. Næsta
ár þ. e. 1958 var kúasaur borinn á landið og hann tættur
niður með tætara. Árið 1959 var landið einnig tætt fyrir sán-
ingu grasfræs. Næstu 3 ár var engin vinnsla, en á árunum
1963—1965 voru b-reitir tættir með jarðvegstætara hvert vor.
Jarðvinnslunni á b-lið má skipta í tvö tímabil, þ. e. fyrstu
3 árin og svo aftur þrjú ár frá 1963—1965. Hann hefur því
alls verið unninn 6 vor af 10, sem tilraunin stóð. Á síðasta
tímabilinu 1963—1965 var ekki borinn búfjáráburður í
landið.
I.iður c hlaut sömu meðferð og b-liður fyrstu þrjú árin
1957—1959. Það er að fyrsta árið var landið plægt og tætt
eina umferð með jarðvegstætara, auk þess sem það var jafn-
að. Á öðru ári var borinn í það kúasaur og hann tættur nið-
ur. Og þriðja árið var landið tætt eina umferð með jarðvegs-
tætara. Næstu 2 ár þ. e. 1960 og 1961 var landið tætt með
jarðvegstætara, eina umferð hvort ár. En árin 1962—1964
var landið vaxið grasi og ekki unnið þau þrjú ár. Vorið 1965
var landið enn tætt og fræ herfað niður, en um haustið 1965
var það plægt og herfað með diskaherfi næsta vor. Á sama
hátt og við b-lið má skipta jarðvinnslu á c-lið í tvö tímabil,
þ. e. árin 1957—1961 alls 5 ár og árin 1965—1966 alls 2 ár.
Tilraunaliður c hafði því verið unninn 7 ár af 10 sem til-
raunin stóð.
F.ins og sjá má af yfirliti yfir jarðvinnslu í tilrauninni, er
jarðvegstætarinn það verkfæri, sem oftast var notað við til-
raunina. Það sem réði því, að hann varð fyrir valinu, sem
aðaljarðvinnslutæki, var sú staðreynd að á þeim árum, sem
tilraunin var gerð, keyptu margir bændur þetta tæki og því
líklegt, að þeir myndu nota tætara við jarðvinnslu, ef þeir
hygðu á sáðskiptabúskap.
4
49