Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 71
Mikil sveifla hefur verið á útbreiðslu kalskemmdanna
milli ára og staða, og hafa í sumum tilvikum allt að 70
hundraðshlutar túna skemmzt af kali. Það hlýtur því að
hafa mikla fjárhagslega þýðingu að rannsaka orsakir þessara
túnskemmda, svo að e. t. v. verði hægt að hindra slík áföll
í framtíðinni.
Á íslandi eru fjárveitingar til vísindarannsókna fremur
takmarkaðar, svo ljóst er að ekki er hægt að vinna að um-
fangsmiklum fræðilegum rannsóknum á þessu sviði, enda
ekki nauðsynlegt, þar sem nýta má ýmsar fræðilegar niður-
stöður erlendis frá. Kalrannsóknir hérlendis hljóta fyrst og
fremst að leita hagnýtra ráða gegn kali, og tilraunaáætlanir
verða að miðast við þá fjárveitingu og aðstöðu, sem líklegt
er að fáist til þessara rannsókna.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir erlendum tilraunanið-
urstöðum, einkum finnskum og norskum, er varða ræktun
og afnot túna, og bent á ýmsa þætti, sem hafa reynzt áhrifa-
valdar um kal. Ekki verður leitazt við að gefa tæmandi yfir-
lit, heldur eru dregin fram skýr dæmi, sem lýsa vel áhrifum
einstakra þátta á vöxt og þol grasanna. Með þetta að grund-
velli, og með stuðning í íslenzkum tilraunaniðurstöðum,
verður svo í grófum dráttum bent á hugsanleg tilraunaverk-
efni á þessu sviði.
ÁHRII- RÆKTUNAR Á KAL
a. Jarðvinnsla.
Mjög fáar rannsóknir sýna ótvírætt áhrif jarðvinnslu eða
eðliseiginleika jarðvegs á kal. Talið er að í þéttum jarðvegi
verði vöxtur grasrótanna minni og einskorðaðnr við efsta
jarðvegslagið. Ennfremur hefur verið bent á, að grös í þétt-
um jarðvegi verði fyrir meira álagi, vegna þess að vatn standi
fremur uppi á slíkum jarðvegi í regn- og hlákuskeiðum
bæði haust og vor, og að þetta geti valdið umfangsmiklum
svellum. Þar að auki munu grös í þéttum jarðvegi væntan-
lega verða fyrir meiri súrefnisskorti eða C02-álagi undir
74