Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 23
plægður bœði tvívegis og þrívegis og búfjáráburður plcegð-
ur niður áður en sáð var til túns. Árangurinn varð sá, að á
Sámsstöðum hefir fengizt gott töðufall af túnum með mun
minni tilkostnaði í áburði, heldur en títt er hjá bændum
yfirleitt. Þess ber að gæta að slík nýræktun og túnrækt er
alls ekkert rígbundin við kornrækt, hún er eins vel tiltæk
þótt ekki sé að því keppt, né við það miðað, að rækta íull-
þroskað korn, á það hefir Klemenz á Sámsstöðum bent
bændum oft og margsinnis.
VII.
HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA?
Það er gamalkunn reynsla víða um lönd, að það getur verið
æði erfitt að koma góðum og gildum árangri tilrauna á til-
raunabúum út á meðal bænda og í gagnið hjá þeim. Mér
skilst að þetta ætti að vera auðveldara hér á landi heldur en
víða annars staðar. Hér ætti fámennið í sveitunum að koma
bændum til hjálpar. Allir þekkja alla og ættu að eiga hægt
um vik að nálgast nýjungarnar og tileinka sér þær, með að-
stoð héraðsráðunauta og annarra, er að leiðbeiningaþjón-
ustu vinna, í sveitum landsins. En hér skortir mikið á að vel
hafi til tekizt í ræktunarmálunum.
Ráðunautarnir og bændaskólarnir eru þeir tengiliðir á
milli tilraunabúanna og bændanna sem mest veltur á. Ef
þeir gerast tómlátir um að koma árangri tilrauna í gagnið
hjá bændum, er hætt við að hvorki gangi né reki um þá
hluti, þótt einstaka bændur kunni að vera svo snjallir, að
þeir notfæri sér hið bezta sem vinnst í tilraunum hverju
sinni, án aðstoðar hlutaðeigandi ráðunauta. Hins vegar er
voðinn vís, ef svo ógiftusamlega tekst til, að ráðunautarnir
gerast andsnúnir því sem tilraunabúin draga fram sem
reynslu og sannindi. Þá er þess varla von, að bændur tileinki
sér það til gagns í búskapnum. I þessu falli er um þrennt að
25