Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 122
bænda hefði þá trú á þeim rannsóknarstofnunum sem að
framfaramálum landbúnaðarins vinna, að þeir tækju það
sem sjálfsagðan hlut að rannsóknarstarfsemi væri fastur lið-
ur í kostnaði við rekstur búsins. Með öðrum orðum, bónd-
anum þætti jafn sjálfsagt að láta efnagreina hjá sér hey og/
eða jarðveg eins og að kaupa sér varastykki í dráttarvél,
áburð á túnin eða þjónustu dýralæknis.
Til að svo megi verða, þarf að gera stórátak í að kynna
fyrir bændum gagnsemi þeirrar þjónustu, sem slíkar stofn-
anir geta veitt.
Ég er þeirrar skoðunar að rannsóknarstarfsemin þurfi að
leggja í enn meiri kostnað og fyrirhöfn í slíka kynningar-
starfsemi meðal bænda en hingað til hefur verið gert.
Sjálfur er ég boðinn og búinn að mæta á fundum meðal
bænda ef aðstæður leyfa.
Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka bændum og
ráðunautum ágætt samstarf á liðnu ári, svo og þeim rækt-
unarfélagsfulltrúum sem ég hefi haft samstarf við og síðast
en ekki sízt mínu heimafólki.
HEIMILDARRIT
Breirem, K. og T. Homb, 1970: Formidler og Forkonservering. Forlag Bu-
skap og Avdrátt A. S. Gjövik, bls. 92—93-
Fried, M. og H. Broeshart, 1967: The Soil — Plant System in Relation to
Inorganic Nutrition. Academic Press, New York and London, bls. 240—241.
Jóhannes Sigvaldason, 1969: Starfsskýrsla. Ársrit Ræktunarfélags Norður-
lands, 2. hefti.
Markús Á. Einarsson, 1969: Global radiation in Iceland. Veðurstofa íslands,
Reykjavík.
Simpson, K. 1967: The significance of effects of soil moisture and tempera-
ture on phosphorus uptake. Ministry of Agriculture, Fisheries and Food,
Technical Bulletin No. 13. Soil Phosphorus. Her Majesty’s Stationary Office,
London.
Steenbjerg F. 1967: Lærehog I. Planternes Ernœring. Almindelig del. DSR
Forlag — Boghanddel, Köbenhavn. Bls. 100—107 ásamt tilheyrandi myndum
í 3ja bindi.