Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 84
Einnig hér eru hin neikvæðu áhrif N-áburðar greinileg.
K-áburður hafði hins vegar skýr jákvæð áhrif, en hin já-
kvæðu áhrif P-áburðar voru öllu óljósari í þessura tilraun-
um, þar sem þetta efni virtist í sumum tilvikum auka vöxt
sveppaþráðanna, og á þann hátt geta dulið hin jákvæðu
áhrif efnisins á þol grasanna. í sömu athugun kom 1 ljós að
hin ýmsu snefilefni höfðu fremur lítil áhrif á kalþolið, en
þetta var þó mjög háð sýrustigi jarðvegs. Við lágt sýrustig
virtist S, Cu og Mn geta hindrað rotkalið að einhverju leyti.
Þau dæmi sem hér hafa verið dregin fram sýna fremur
skýr áhrif N, P og K á kal, en áhrif annarra efna, svo sem
A1 og Mn, eru óljós.
ÁLYKTUN UM ÍSLENZK KALRANNSÓKNAVERKEFNI
Ljóst er að í seinni tíð hefur grasræktin á íslandi breyzt
mikið frá því sem fyrrum var. Bæði ræktun og meðferð túna
er nú öll önnur. Má hér sérstaklega nefna notkun túnanna
til beitar bæði vor og haust og vaxandi notkun tilbúins
áburðar, sér í lagi þó N-áburðar. l’essar breytingar kunna
að einhverju leyti að vera orsök hinna sívaxandi kal-
skemmda hérlendis.
Hér að framan !hafa verið dregnar fram erlendar tilrauna-
niðurstöður, sem sýna að flest atriði ræktunar og nytja tún-
anna hafa einhver áhrif á vetrarþol túngrasanna. Rétt er að
reikna með því að þeir tilraunaliðir, sem hafa reynzt kal-
valdar í öðrum löndum, séu það einnig hér á landi. Ýmissa
hluta vegna er þó nauðsynlegt að gera einnig tilraunir með
þessa þætti hérlendis. í fyrsta lagi eru enn ekki öll atriði
ljós í erlendum rannsóknum. í öðru lagi er náttúrufar, rækt-
un og meðferð túna hér á ýmsan hátt mjög frábrugðin því,
sem tíðkast í þeim löndum, sem vitnað hefur verið til. Verð-
ur því að nýta erlenda reynslu með varúð og reyna að gera
sér grein fyrir hvort hún eigi við á íslandi. Af þessum sök-
um ber brýna nauðsyn til að framkvæma hérlendis ákveðn-
ar og ótvíræðar tilraunir til rannsókna á ýmsum þeim þátt-
87