Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 5
sem var, að bera hann undir þökurnar. Með því aðeins að
herfa áburðinn niður, misjafnlega vel, og oft eftir að hann
hefir hrakizt í flaginu, er notagildi hans, til að koma frjó-
semi í jörðina, vart meira en hálft á móts við það þegar hann
var borinn undir þökurnar, þar við bætist svo, að arfaspretta
upp af áburði, sem aðeins er herfaður niður í flagið, vill
verða hvimleið.
Hinn síðasta aldarfjórðung hefir einnig verið nýræktað
mjög mikið land, á hroðvirknislegan hátt, og eingöngu með
tilbúnum áburði, án þess að búfjáráburður eða annar líf-
rænn áburður hafi komið þar til greina. Slíkt verður aldrei
annað en léleg harkarœktun, er ég nefni svo. Með þessu móti
leggur bóndinn enga frjósemi i jörðina, eins og Guðmundur
á Fitjum orðaði það, og því síður til margra ára.
Eðlileg afleiðing þessara ræktunarhátta er sú erfiða stað-
reynd, sem sannarlega er kominn tími til að bændur og bún-
aðaryfirvöld horfist í augu við:
Meiri hluti þeirra víðlendu túna sem bœndur búa nú við
eru alls ekki rœktuð jörð, ekki tún i sœmilegri rœkt, livað
þá tún í góðri rœkt, því fer víðs fjarri. Einn reyndasti til-
raunamaður á landi hér hefir komizt svo að orði um þetta
(Ólafur Jónsson, 1964):
„Mikill hluti af nýrœktum okkar er einungis liálfrœktun
eða ekki það,----------grassvörðurinn er ekkert annað en
ólseigt torf. Gróðurmold, i þess orðs réttu merkingu, fyrir-
finnst ekki.“ — Og ennfremur: „ — með þeim rœktunarað-
ferðum, em hér eru allsráðandi, verður ekki óræktarjörð
breytt i það horf að verðskuldi nafnið rœktun.“
Þessari alvarlegu fullyrðingu, sem mér er ljúft að sam-
þykkja, hefir ekki verið hnekkt, enginn hefir treyzt sér til
að reyna það, enda væri slíkt vonlaust með öllu. En hitt er
öllu verra, að þess sér hvergi stað, að ráðamenn í ræktunar-
málum taki hið allra minnsta mark á þessum ummælum til-
raunastjórans, né öðrum samhljóða og álíka. Hér tel ég
ástæðu til að tala ljóst og bert. Tilraunastjórarnir tveir:
Klemenz Kr. Kristjánsson og Ólafur Jónsson eiga langan
starfsferil að baki og eru báðir löngu þjóðkunnir menn fyrir
7