Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 2
Til þess að fá belgjurtir, er líklegar voru til íblöndunar í
gras- eða grænfóðurrækt hér, varð því að leita á erlend mið.
Þetta gaf nokkurn árangur. Þaðan tókst að fá vaxtarmeiri
afbrigði af hvítsmára heldur en innlenda smárann og nokkr-
ar tegundir erlendra, einærra belgjurta voru reyndar í græn-
fóðurrækt með dágóðum árangri. Ekki var þó ræktun þess-
ara jurta vandkvæðalaus. 1 því sambandi má nefna: Smitun
fræsins fyrir sáningu með viðeigandi stofnum og afbrigðum
af rótarbakteríum, ástand og undirbúningur ræktunarlands-
ins, áburðarnotkun einkum hvað köfnunarefnisáburð áhrær-
ir og loks sláttur og meðferð uppskerunnar, en ekki skal
þetta rætt nánar hér.
Ýmislegt olli því, að tilraunir með belgjurtir lögðust hér
niður, meðan þær máttu enn heita í byrjun. Má vera að
stríðið 1939—'45 hafi valdið þar mestu um, því það sleit
flest eða öll sambönd við Norðurlönd, en þangað hafði
helzt verið leitað fanga um fræ, smit o. fl. Komst þá hin
mesta ringulreið á alla fræverzlun og stóð svo til stríðsloka
og reyndar miklu lengur. I öðru lagi fór í hönd, upp úr
stríðslokunum, ný stefna í áburðarnotknn, sem var í því
fólgin að stórauka notkun tilbúins áburðar og þá einkum
köfnunarefnisáburðar á hverja flatareiningu ræktaðs lands.
Var því og haldið fram, að stórum hagkvæmara væri að
auka uppskeruna á þann hátt en með því að færa út rækt-
unarlandið. Nokkur fræðileg rök mátti færa fyrir þessu og
margar tilraunir, sem gerðar voru, virtust styðja þetta, en
er fram í sótti fóru að koma í ljós ágallar á þessari hóflitlu
notkun köfnunarefnis, meðal annars sá, að hún samrýmd-
ist á engan hátt ræktun belgjurta.
Samtímis þessu hófst svo áberandi vanmat á lífrænum
áburði (búfjáráburði), sem þótti bæði seinvirkur, frjóefna-
snauðari og vinnufrekur úr hófi fram. Töldu margir það
mestu um vert að losa sig við hann á sem auðveldastan hátt,
jafnvel í bæjarlækinn ef þess væri kostur. Þetta var áður en
„mengunin" kom til sögunnar.
Nú virðast báðar þessar kenningar á undanhaldi og gæti
því verið tímabært að fara aftur að gefa gaum að gildi belg-
4