Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 5
Lengra var þessum málum ekki komið, er ég flutti burt
úr Gróðrarstöðinni og hætti störfum þar (1949), þó var af-
skiptum mínum af rauðsmáranum þar ekki með öllu lokið.
Nokkru síðar að haustlagi, fékk ég leyfi til að hirða rauð-
smárann í Gróðrarstöðinni til frætekju. Komið var langt
fram á haust er ég skar hann upp, batt í knippi og flutti
heim til mín. Þar þurrkaði ég hann í miðstöðvarklefa, þreskti
og hreinsaði á frumstæðan hátt um veturinn. Eftirtekjan var
léleg, þó fékk ég eftir mikla fyrirhöfn um 1/ kg af nokkurn
vegin þroskuðu fræi. Þetta sendi ég vini mínum og skóla-
hróður Land Jensen, tilraunastjóra á 0dum á Jótlandi, til
framræktunar, því mér var orðið ljóst, að frærækt af smár-
anum hér heima var ógerleg að óbreyttum aðstæðum. Er svo
ekki að orðlengja það, að næstu 3—4 árin er rauðsmárinn
í fóstri á 0dum. Þá loks gaf hann nægilegt fræ til þess, að
unnt var að taka hann í samanburðartilraun með rauðsmára-
afbrigði í Danmörku og senda hér heim um 20—30 kg af
fræi. Enga aðstöðu hafði ég þá lengur til að halda áfram
tilraunum með smárann, svo ég afhenti málið og fræið for-
stöðumanni að Korpu, dr. Sturlu Friðrikssyni, og þannig er
smári þessi kominn þar á skrá.
Vera má að forsaga þessa smáraafbrigðis skipti ekki miklu
máli, en þó tel ég rétt, að hún komi fram að svo miklu leyti,
sem hún verður rakin. Þá er það nafnið: „Islenzkur rauð-
smári“ er í raun og veru ekkert nafn og ekki nógu takmark-
andi. Rauðsmári finnst á nokkrum stöðum á landinu og
væri æskilegt að gera samanburð á afbrigðum frá mismun-
andi fundarstöðum, og þarf þá hvert þeirra að hafa sitt
ákveðna nafn, sem eðlilegt er að höfði til upprunans. Þessi
smári ætti því að heita Rœktunarjélagssmári, svo sem hann
nefndist í upphafi eða Akureyrarsmári, ef það þætti hentara.
Hvers má svo vænta af þessum smára? Því er örðugt að
svara. Tilraunir þær, sem enn hafa verið gerðar með hann,
skera ekki skýrt úr um þetta. I samanburðartilraun þeirri,
sem gerð var í Danmörku gaf smárinn meðaluppskeru. End-
ingin var ekki athuguð, en það er hún, sem hér skiptir mestu
máli. Reynslan hjá Ræktunarfélaginu benti til, að ending
7