Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 9
raunum með sætlúpínur, hefði þó verið forvitnilegt að
reyna fjölæru tegundina. Nú hefi ég um langt skeið ekki
heyrt sætlúpínur nefndar á nafn.
Af ertubiómaættinni eða belgjurtum er til fjöldi teg-
unda (ca 7000) þótt hér á landi finnist aðeins 10—12. í ná-
grannalöndum okkar er um mun auðugri garð að gresja.
Þannig eru í því litla landi Danmörku 85—90 tegundir og
þótt margar þeirra komi ekki til greina sem fóðurjurtir er
þó úr miklu að velja. Ekki er heldur ólíklegt, að á fjar-
lægari miðum geti líka verið gott til fanga, svo sem í Norð-
ur-Kanada, Alaska og víðar. (Samanber Alaska-lúpínuna).
Verkefnið má því heita ótæmandi og likurnar til nokkurs
árangurs mjög miklar. Skiptir þar ekki máli hvort hlut-
verk hinna aðfluttu jurta er að auðga gróðurríki landsins
eða að efla hagkvæmni og fjölhæfni fóðurræktarinnar.
RÓTARB AKT ERÍURN AR
lfelgjurtir væru hvorki meiri né merkilegri en aðrar jurtir
ef sambýli þeirra við rótarbakteríurnar kæmi ekki til, því
án þeirra ná þær litlum eða engum vexti eða hafa að
minnsta kosti lítil vaxtaraukandi áhrif á þann gróður, sem
með þeim vex eða þann jarðveg, sem þær vaxa í. Þeir sem
rækta vilja belgjurtir, verða því fyrst og fremst að tryggja
það, að viðeigandi rótarbakteríur séu til staðar og viðhlít-
andi smitunarskilyrði fyrir hendi. Því er nefnilega þannig
varið, að rótarbakteríurnar eru sérhæfðar fyrir hvern flokk
belgjurta og þarf að hafa það hugfast þegar smita skal
belgjurtafræ til sánings. Þar við bætist svo, að innan hvers
bakteríuflokks eru mörg afbrigði misjafnlega virk, sum
jafnvel alveg óvirk. Til þess að ná fyllsta árangri við smit-
un fræsins, þarf því að hreinrækta þau bakteríuafbrigði til
smitunar, sem líkleg eru til að gefa best afköst.
Þetta gefur þó ekki öruggan árangur nema, þar sem úr-
valið hefur verið gert eða á stöðum með áþekk skilyrði.
Engin trygging er fyrir því, að þessi úrvalsafbrigði af rót-
11