Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 12
HELGI HALLGRÍMSSON:
ORMAR SKRÍÐA UPP í SNJÓ
Þann 6. maí 1970 tók ég eftir því að mikið var af dauðum
ormum við jaðrana á fönnunum á túninu á Víkurbakka,
Eyjafirði, sem er gamalt sáðsléttutún. Svo háttaði til um
þetta leyti, að vetrarsnjór lá enn á ofanverðu túninu, en
neðri hluti þess (Bakkarnir) var orðinn auður. Svell voru
víðast hvar neðst í fönnunum, og voru þau samfrosta við
jarðveginn, sem var frosinn aðeins í efsta borðinu. Vorið
hafði verið fremur kalt. í aprílmánuði komu engar teljandi
hlákur, en oft var bjartviðri og því sólbráð um daga, en frost
á nóttum. Stóðu fannirnar mikið í stað, þennan mánuð,
enda þótt jafnan bráðnaði nokkuð úr jöðrunum. í maíbyrj-
un hlýnaði í veðri, og hélzt sæmilega hlýtt allan þann mán-
uð, þótt meðalhitinn væri fremur lágur.
Ormarnir, sem áður voru nefndir, lágu í hrönnum við
svelljaðrana, og í krapanum, sem var ofan á svellunum. Svo
mikill var fjöldi ormanna, að þeir virtust næstum óteljandi,
en þó reyndi ég að áætla tölu þeirra á nokkrum blettum.
Voru þeir víðast frá Í000 upp í 2500 á fermetra, en þó eng-
an vegin jafndreyft, svo að víða munu þeir hafa verið marg-
falt fleiri á litlum, blettum, en annarsstaðar gisnari.
Mér þótti nú fróðlegt að vita, hvort ormarnir hefðu skrið-
ið upp við skafljaðrana, eða hvort þeir væru allsstaðar í
svellinu, undir snjónum, og kæmu aðeins fram við eyðingu
þess. í þessu skyni gróf ég nokkrar holur í eina fönn, um
14