Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 13
Ormahrúgur viö skafljaðar i Vikurbakkatúni, vorið 1970. (Ljósm. H. Hg.)
10—15 m frá jaðrinum, og allt niður í svellið, sem þarna var
um 7—15 sm þykkt, en snjólagið ofaná var um 10—20 sm.
Er skemmst af því að segja, að þarna reyndist vera mikið af
ormum, eins og í skafljöðrunum. Voru þeir flestir innilukt-
ir í svellinu, einkum nálægt efri brún þess, eða á mörkum
svells og snjós, en yfirleitt þó ofaní svellinu, a. m. k. að
hluta. Það einkennilega kom í ljós við þessa athugun, að
ormarnir voru lifandi í svellinu, og bærðu á sér, er við þeim
var hreyft, enda þótt þeir væru undantekningarlaust dauðir
í svelljöðrunum. Lítur út fyrir að hitabrigðin eða sólskinið
eigi mestan þátt í að bana þeim. Þegar síðustu fannirnar
hurfu af túninu um 20. maí, varð ekki vart við orma í jöðr-
um þeirra, og lítur út fyrir að þeir hafi þá verið skriðnir
niður úr svellunum.
Ormar þeir sem hér um ræðir teljast til flokksins Enchy-
traeidae, sem kallaðir hafa verið pottormar á íslenzku. Þetta
eru liðskiftir ormar, eins og ánamaðkarnir, ljósir að lit og
varla yfir 2 sm á lengd. Þeir lifa í jarðveginum, einkum í
15