Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 15
Hér sjdst einstakir ormar allvel, bœði á snjónum og á grasinu við snjó-
röndina. (Ljósm. H. Hg.)
moldheimsins, þegar slíkur fjöldi pottorma ferst. Þá má
einnig geta þess að við smásjárskoðun á dauðu pottormun-
um, reyndist vera töluvert af dauðum jarðvegsmaurum utan
á þeim, og mordýra varð um sama leyti vart á bræðsluvatns-
pollunum í miklu magni, að vísu flest með góðu lífsmarki.
Spurningin er því sú, hvort verulegt magn af öðrum jarð-
vegsdýrum hafi einnig skriðið upp í snjóinn um sama leyti
og pottormarnir. Því miður var ekki hægt að athuga þetta
fyrirbæri nánar, en hafi sú verið raunin, er trúlegt að það
hafi haft gagnger áhrif á jarðvegslífið og þar með á rætur
túngrasanna.
Hugsanlegt er að þetta fyrirbæri, sé einhver þáttur í hinu
svonefnda kali, þó líklega fremur fylgifiskur en orsök þess.
I því sambandi er vert að geta þess, að þetta sama vor (1970)
kom fram, óvenjumikið kal í túninu á Víkurbakka, en það
virtist einkum bundið við þau svæði, sem voru snjólítil um
vorið, eða þar sem bræðsluvatn rann að staðaldri frá sköfl-
17