Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 19
M. a. þeirra, sem stjórna orkuflutningi og nýtingu
orkunnar, myndun líkamspróteina, og niðurbrotum
og uppbyggingu kolvetna.
6. Kalí er mikilvægur hluti ýmissa afurða, s. s. mjólkur,
kjöts og eggja.
Nýrun eru mikilvægust allra líffæra til viðhalds og stjórn-
unar kalís í líkamanum. Hormón nýrnahettubarkarins,
einkum aldosteron, eru nauðsynleg til að slík stjórnun
náist. Hvers konar streita eykur framleiðslu þessara hor-
rnóna, sem aftur auka á útskolun kalís, en minnka útskolun
natríums úr líkamanum.
Um kalíumskort segir ennfremur: „Kalískortur getur
staðað af ýmsum ástæðum:
1. Beinum skorti á kalí í fóðri.
2. Tapi meltingarvökva vegna uppkasta og niðurgangs.
Mikið magn máimjóna tapast úr líkamanum vegna
þarmabólgu og skitu.
3. Miklu saltáti. Saltát eykur kalíþörfina og getur orsak-
að kalískort, ef kalí er í lágmarki fyrir. Aukið þvaglát
vegna aukinnar vatnsdrykkju af völdum heitrar veðr-
áttu eða saltáts, eykur kalítapið úr líkamanum. í þessu
sambandi má geta þess að aukin mjólkurframleiðsla
eykur vatnsþörfina auk þess sem mjólkin sjálf inni-
heldur ca. 1,5 g af kalí í hverjum lítra.
4. Aðstæðum, sem skapa streitu (kuldi, sjúkdómár með
sótthita, erfið vinna, meiðsli o. fl.).
Kalískortseinkenni koma oftast fram sem:
1. Kirkingur í uppvexti.
2. Vöðvaveikleiki.
3. Stirðleiki og máttleysi.
4. Lystarleysi.
5. Súr frumuvökvi.
6. Vanþroski og minnkun lífsnauðsynlegra líffæra.
7. Taugatruflanir.
21