Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 20
Mjög hafa hugmyndir manna verið mismunandi um
hver raunveruleg kalíþörf jórturdýra er. Setningar á borð
við „gnægð kalís, í fóðri af jurta- og dýrauppruna kemur í
veg fyrir hættu á skorti á þessu frumefni í blönduðu fóðri“
hafa verið settar fram af frægum fóðurfræðingum (Cramp-
ton og Lloyd 1959). Þetta mátti líka yfirleitt til sanns vegar
færa þar til hámarksafurðastefnan tók sterkari fóðurblönd-
ur í þjónustu sína og olli lækkun á hlutfallinu á milli gróf-
fóðurs og kjarnfóðurs án þess að skeyta um kalímagnið, en
það er yfirleitt mjög lágt í korntegundum. í fóðurblöndum
sem nú ern á markaðinum hér á landi er kalímagnið, 0,5—
0,6%. Ef svo er lítið sem ekkert borið á af kalí á túnin, jafn-
Tafla 1. Þörf jórturdýra fyrir kalí.
Heimild Dýrategund % kalí í fóðri
Scott, 1968 Jórturdýr, ylirleitt 0,6-0.7
Devlin et. al„ 1969 Uxar, ársgantlir
— tilraun 1 0,51-0,72
— tilraun 2 0,62-0,77
Telle ct. al„ 1964 Löml>
— kjörmagn 0,50
Pradhan og — lágmark 0,30
Hemken, 1968 Mjólkurkýr1 0,15-0,27
N. R. C„ 19702 Holdanaut 0,6-0,8
1. M. C„ 19722 Holdanaut 0,7-0,8
Sauðfé 0,7-0,8
N. R. C„ 1971- Mjólkurkýr
— geldneyti 0,7
— mjólkandi 0,7
1. M. C., 1972 Mjólkurkýr
— geldneyti 0,7-0,8
— mjólkandi 0,8-1,0
i Nythæð var mjög lág eða frá 8,5—14,5 kg/dag utan ein (19,5) í upphafi
tilraunar. Sjá nánar í texta.
Thompson 1972, vitnar í þessar heimildir í ritgerð siinii: „l'otassium in
Animal Nutrition".
99