Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 21
vel árum saman, sem því miður hefur gerzt sums staðar, þá
sést K allt niður í u. þ. b. 1% að meðaltali í heyforða á bæ.
Þegar flett er í hinum erlendu heimildum, kemur það
nokkuð á óvart að ekki ein einasta tilraun, að því vitað
er, nær til mjólkurkúa á hámjólkurskeiði (sama segir
Thompson, 1972) — notast er við stritlur, eða þá að tilraun
er gerð á seinni hluta mjólkurskeiðsins. I töflu 1 gefur að
líta kalíþörf jórturdýra samkvæmt ýmsum erlendum heim-
ildum. Athyglisvert er, að kýr, sem voru í hæztri nyt í til-
raun þeirra Pradhan og Hemken (1968) með mjólkurkýr
(sjá töflu 1) í upphafi, lækkuðu yfirleitt mest í nyt. Að með-
altali var lækkunin úr 12,5 í 8,5 kg á dag og átmagnið
minnkaði úr 12 í 8 kg. Hefði verið fróðlegt að sjá samsvar-
andi tölur ef kýrnar hefðu komizt í 25—30 kg nyt.
ATHUGUN Á KALÍÞÖRF HÁMJÓLKA KÚA
Framkvœmd. Ætlunin var að framkvæma ýtarlega kalírann-
sókn á hámjólka kúm að Lundi við Akureyri. Eftir að 12
kýr á búinu höfðu verið úrskurðaðar sem mögulegir smit-
berar garnaveiki, haustið 1971, og felldar að boði yfirdýra-
læknis, fór sá draumur að mestu fyrir bí, þar eð ekki reynd-
Tafla 2. Skipting kúnna eftir fóðrunarflokkum.
Fóðrunar- flokkur Kýr nr. Fóðrunarmeðferð
I — A 12 Hey með 1,66%
I — B 25 kalí í þurrefni að vild
II-A 11 Hey með 1,16% kalí í
II-B 32 þurrefni að vild
III-A 2 Sams konar hey og fl. If, og auk þess
III — B1 3 5—6 g af kalí (sem K.,C0o> og KCl) fyrir hvert kg kjarnfóðurs.
1 Kýr nr. 3 kom ekki til uppgjörs. Sjá nánar i tcxta.
23