Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 22
ist unnt að fá nógu margar samstæðar kýr með tilliti til nyt-
hæðar, aldurs og burðardags.
Endanlega voru notaðar 6 kýr, allar af öðrum kálfi, í
rannsóknina. Ein kýrin (nr. 3) kom ekki til uppgjörs, þar
eð henni brast heilsa af ástæðum sem ekki var unnt að
tengja athuguninni sérstaklega. Þessum sex kúm var annars
endanlega skipt niður í flokka, samanber töflu 2.
Efnainnihald fóðurs hvers fóðrunarflokks er gefið í töflu
3. Ákvarðanir á orkugildi fóðursins voru ekki gerðar nema
á kalílága heyinu.
Upphaflega var áætlað að kýrnar ætu nokkuð sv'ipað
magn af heyi eða 10—11 kg á dag að meðaltali, en það verða
um 9 kg af þurrefni. Út frá þessum nokkuð svo vafasömu
forsendum og þeim hugmyndum, sem fyrir lágu um kalí-
þörfina voru 5—6 g af kalí bætt við kalílága heyið í flokk III
fyrir hvert kg af kjarnfóðri miðað við fóðrun eftir nyt. Ann-
ars má sjá áætlaða kalíþörf í töflu 4, en forsendur fyrir
henni eru þessar: Með hverju kg af mjólk fara um 1,5 g af
kalí. Miðað við erlendar niðurstöður (Paquay, et. al., 1969)
fara 72 (12—132) g af kalí með þvagi geldra kúa, en 117
Tafla 3. Fóðurorka og efnamagn í því fóðri, sem notað
var í athuguninni.
Fóður og fóðrunar- flokkar Tala Kgí Efnamagn í % af þurrefni
sýna1 FE Protein Ca P K Na Mg
„Norinal" hey. Fl. I 5 (09) 14,5 0,35 0,25 1,66 0,07 0,21
K-lágt hey. Fl. fí og III 8 1,82 17,6 0,48 0,28 1,16 0,25 0,29
Kjarnfóður. Allir flokkar. 2 (00) 16,4 1,50 1,12 0,70 0,25 0,22
1 I'ala sýna, scm ákvörðuð voru fyrir próteini í „normal“-heyi voru.4, og
fyrir kg í FE í K-lága heyinu 2.
2 Mcðaltal tveggja sýna, sem ákvörðuð voru hjá Rannsóknarstofnun lantl-
búnaðarins. Fóðurgildi hinna (innan sviga) var áætlað.