Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 25
af frjálsum vilja, gerðist það, að „normal" heyið ázt mun
betur, eða um 11 kg á dag, miðað við aðeins 6—8 kg af hinu.
Verður ekki farið út í átmjagn hverrar einstakrar kýr, en
nokkra hugmynd má fá um fóðurmagnið á hinum ýmsu
skeiðum, með því að athuga myndir lb—5b.
Er nú fróðlegt að athuga hvernig áætlað kalíjafnvægi í
töflu 5 ber, þrátt fyrir allt, samían við það sem varð í raun
og veru og sýnt er í töflu 6.
Vegna stopulla vigtana á átmagni kúa í flokki I eru endan-
legar K jafnvægistölur nokkuð vafasamari en hjá kúm í
hinum flokkunum, en þær átu heldur meira hey en gert var
ráð fyrir, en aftur minna kjarnfóður. Aftur á móti kom
rnjun minna þurrefni frá heyfóðrinu í flokkum II og III en
áætlað var og áður segir, og reyndist erfitt að fóðra eftir
nyt. Raunin varð sú, að nokkuð vantaði á að þær kýrnar,
sem í hæstri nyt voru, fengu næga fóðurorku við hámarks-
dagsnyt. Fljótt á litið virðist þetta vera stór galli, en ef litið
er á það, sem gerist mjög víða meðal bænda, þá virðist þessi
fóðrunarmáti mjcig algengur.
I'afla 5. Áætlun um það, hvernig kalíjafnvægi liti út hjá kúm
í einstökum fóðrunarflokkum miðað við 25 kg nyt á dag
og forsendum í texta.
Fóðrunarflokkur
I'exti „Nóg“ kalí, fl. I og III ,.Ónóg“ kalí
i III fi. ii
Fengið kalí (g/dag): — í heyi 150 90 90
— í kjarnfóðri 40 40 10
— í K-salti — 44
Samtals 190 174 130
K-þörf (g/dag) santkv töflu 4 174 174 174
Kalíjafnvægi + 16 ± 0 44